Samtíðin - 01.04.1944, Page 9

Samtíðin - 01.04.1944, Page 9
SAMTÍÐIN 5 lífið blasir við þeim. En hvað var unnið? Því var auðsvarað. Það var troðfullur haus af vizku. Bon jour, mein Herr, Caesar og Ciceero, Hugo og Heine. Ár vas alda, pepsin og ptyalin. Hvað var það, sem hann ekki vissi? Hvað var það, sem hann ekki gat með litlum eða engum und- irbúningi? Já, það kostaði hka sex ár. Gleðin stendur sem hæst. Það er verið að taka mynd af hópnum fyrir framan gamla skólann, og það mætti halda eftir mannfjöldanum í Lækj- argötu að dæma, að það ætti að fara að halda útifund. Þarna er gamli kennarinn. Lifand- is ósköp vissi hann nú, karlinn. Ár eftir ár, viku eftir viku, dag eftir dag hafði hann alltaf eitthvað nýtt að segja. Hann var bráðum 50 ára stúd- ent. Var þetta annars nokkuð, sem þeir vissu, nýgræðingarnir? Elvki eins dags stúdentar, en hann var bráðum 50 ára. Voru þeir ekki alltaf öðru hverju að relca sig á eitthvað, sem þeir ekki vissu, eitthvað, sem skömm var að vita ekki. Sagði ekki einhver kennarinn, að því lengur, sem hann lifði, þvi ljósara >Tði hon- um, hversu lítið hann vissi. En hann iangaði samt ekki til þess að deyja. Það var víst rétt, sem latínukennar- inn sagði, að allir ættu að vera eilífðarstúdentar, ættu að læra eins lengi og þeir lifa. Stúdentinn gleðst yfir þvi, að settu marki er náð, en liann liefur í huga, að langt er í land, margt er ólært. Ör- iaganornirnar eru enn að skrifa for- málannn að þeirri bók, sem kallast líf hans. T^YRIR NOKKRUM árum tókst hinum fræga, frakkneska blaða- manni, M. Jules Sauerwein, eftir af- armikla vafninga og örðugleika að ná tali af Japanskeisara og stóð nú auðvitað til að spyrja keisarann spjörunum úr, en viðtalið átti síðan að birtast á prenti, eins og venja er til. Þegar blaðamanninum var loks lileypt inn til Hans liátignar, heilsaði keisarinn og spurði samstundis, hvort blaðamaðurinn væri á leið til Mansjúríu! „Ef þér farið þangað, skuluð þér vera í þykkum ullarnær- fötum, því að þar er kalt um þetta lejdi árs,“ mælti keisarinn. Að því loknu var blaðamanninum gert skiljanlegt, að „viðtalinu“ væri lokið! Þegar hann fór út úr höllinni, rauk einn af embættismönnunum að honum og mælti: „Fyrir alla lifandi muni hafið hugfast, að ekki má hirta neitt á prenti af þvi, sem keisarinn kann að hafa sagt.“ (Úr „Evening Standard“.) Bókmenntagetraun Samtíðarinnar Hvaða fornskáld vor ortu þessi kvæði? Svörin eru á bls. 29. L Arinbjarnarkviðu. 2. Gráfelldardrápu. 3. Velleklu. 4. Þórsdrápu. 5. Sigtryggs drápu silkiskeggs. Afgreiðslan er eftir röð eins og hespa og kengur, svo að næsta símastöð er sjaldan opin lengur.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.