Samtíðin - 01.04.1944, Qupperneq 15

Samtíðin - 01.04.1944, Qupperneq 15
SAMTÍÐIN 11 SANDOR HUNYADY: 116. saga Samtíðarinnar Karl og kona AÐ VAR einn vetrardag um tvö- leytið, að ókunnug stúlka kom að finna mig. Ég bjó um þær mundir i gistihúsi. Hún var að leita hjálpar til mín, því að hún var i slökustu vandræðum. Þetta var dökkliærð stúlka, og útlit hennar og klæðahurð- ur var rétt eins og gerist og gengur. En svipur hennar har vott um bar- áttu við sára eymd, og mér var það undir eins ljóst, að nú var hún i þann veginn að stiga skref, sem liún ótt- aðist eins og heitan eldinn. Þarna sat hún á stólbrúninni og hélt dauða- haldi um slitna tösku, sem lá í kjöltu hennar. Þetta var alls ekki ógeðfelld stúlka. Það eru nítján ára stúlkur aldrei. Hún hafði dökk augu, sem vöktu traust. En hendur hennar og hörunds- litur háru vott um skort, svo að ekki varð um villzt. Rauðar og frostbólgn- ar hendur, sem minntu á dætur smá- kaupmanna í þorpum, þar sem stað- ið er í húðum frá dögun og fram á rauða nótt. Með mesta semingi tjáði hún mér, að hún væri frá Transýlvaníu. Ein- hver náungi, sem þekkti einhvern, er þekkti mig, liafði ráðlagt henni að leita til mín, af þvi að ég var einnig frá Transýlvaníu. Ef til vill gæti ég iijálpað henni. Meðan hún har fram erindi sitt, sýndi hún öðru hvoru á sér fararsnið, rétt eins og kraftar hepnar væru á þrotum eða hana hrysti hugrekki til að ljúka máli sínu. — Eruð jjér veikur? spurði hún kvíðin. Ég fullvissaði liana um, að ekkert amaði að mér, lieldur væri ég aðeins óforbetranleg náttugla. Ástæðan fyr- ir því, að ég væri enn ekki kominn á fætur, væri eingöngu sú, að ég hefði hangið yfir spilum alveg fram undir morgun nóttina áður. Þessi játning liafði þau áhrif, að stúlkan stokkroðnaði, rétt eins og ég hefði gert mig sekan um eitthvert óhæfuverk. Það var eins og allt yrði til þess að auka á óróleik hennar, en einkum húsgögnin i herberginu, sem lienni fannst auðsjáanlega mjög mik- ið til um. Feimnislega og með djúpri lotningu strauk hún í sífellu flosið á stólnum, sem hún sat á. Allt þetla vakti undrun hennar, enda þótt ég liyggi i mjög fátæklegu Iierbergi. Þar við hættist, að ég hafði nýlega snætt hádegisverð, nokkrar hjúgnasneiðar og epli. A diski, sem stóð á nátthorði mínu, gat að líta nokkrar hjúgna- sneiðar og epliskjarna. Þessar leifar urðu sízt til þess að auka á virðuleik umhverfisins. En jafnvel þelta jók á minnimátt- arkennd þessarar handþrútnu stúlku- kindar. Hún virtist bæði haldin af ótta og aðdáun gagnvart mér. Þetta varð til þess, að ég greip til gamals hragðs til þess að róa hana. Ég hað hana að gera mér greiða. — Heyrið þér, stúlka mín, ég nenni ekki fram úr rúminu. Þarna á þvotta-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.