Samtíðin - 01.04.1944, Síða 18
14
SAMTlÐIN
hennar, hvað sem hún sagði, og fór
auk þess að skyggnast eftir, hvort ég
ælti ekki eitthvað fleira, sem gæti
orðið henni að einhverju gagni. Eg
sá ekkert nema eitt glas með Kölnar-
vatni, sem ég gat ekki notað, af því
að lvktin af því var allt of sterk. Ég
gaf henni því glasið og auk þess
myndablað og þrjá vasaklúta. Mynda-
blaðinu sá ég mest eftir, af því að ég
var ekki nema liálfnaður að ráða
krossgátuna í því.
Þá fór stúlkan að gráta. Það gat
ég ekki horft upp á, svo að ég lét
Iiana fara. Síðan gerði ég hoð fyrir
dyravörðinn í gistihúsinu og J)að
hann að sjá til þess, að ég yrði ekki
framvegis ónáðaður af slíkum lieim-
sóknum. En samt sem áður lók mig
sárt til þessarar dökkeygu stúlku. Eg
þóttist vita, að hún væri alls ekki úr
hópi betlaranna, sem ég hef mesta
ímugust á.
EN ÞESSARI sögu er enn ekki
lokið. 1 gærmorgun var mér
færður hingað upp í herhergið snotur
böggull. Um hann var hundinn gyllt-
ur þráður, og á böggulinn voru festar
nokkrar liljur. I lionum voru þær
beztu hóstapillur, sem hægt er að fá,
og 6 spegilfagrir krónupeningar, en
auk þess var þarna stutt bréf til mín.
Böggullinn var frá litlu, dökkhærðu
stúlkunni. Hún hafði sjálf afhenl
hann dyraverðinum í gistihúsinu. 1
hréfinu skýrði hún mér frá því, að
nú hefði hamingjan loks verið sér
hliðholl. Daginn eftir að hún hafði
heimsótt mig, kvaðst hún hafa fengið
atvinnu í matsöluliúsi. Hún sagði, að
þetta væri prýðilegur staður og kvaðst
hafa von um framtíðaratvinnu þar.
Henni hafði tekizt að draga saman af
kaupi sínu þessar sex krónur, semliún
skuldaði mér. Peningana hafði liún
geymt í heila viku. Sagðist hún hafa
ætlað að færa mér þá sjálf og kvaðst
hafa gert þrjár tilraunir til þess, en
dyravörður gistihússins hafði ekki
viljað hleypa lienni inn. Hvað liósta-
pillunum viðvék, kvaðst hún vera
viss um, að þær mundu lina hóstann
í mér.
Á bréfinu var hvorki nafn né lieim-
ilisfang. Þessi litla, heiðarlega stúlka
ætlaðist sýnilega ekki til neins þakk-
lælis fyrir lióstapillurnar sínar. Hve
mikið hún hefur orðið að neita sér
um vegna þessarar hugulsemi, veit
ég ekki.
Ég reyndi að afsaka sjálfan mig.
Sumt fólk er nískt á peninga. Ég átti
enga peninga. Þess vegna reyndi ég
að forðast átroðning. En þegar ég
hugsaði um það, livernig ég hafði lát-
ið þennan stúlkuvesaling frá mér
fara, rann mér til rifja. Hvernig
skvldi henni hafa verið innan brjósts,
þegar liún var að læðast niður þessa
teppalögðu stiga, alla leið ofan af 3.
hæð? Aumingja slráið, skyldi hún
hafa þorað að opna munninn? Ætli
henni hafi ekki verið þungt í skapi,
þegar glerhurð gistihússins hverfðist
á hæla henni ...... líldega ámóta
þungt og mér var þessa stundina.
Góðir skór þurfa gott viðhald. —
Landsins beztu skóviðgerðir hjá okk-
ur. — S æ k j u m. S e n d u m.
SIGMAR&SVERRIk
Grundarstíg 5. — Sími 5458.