Samtíðin - 01.04.1944, Page 19
SAMTÍÐIN
15
HALLDÓR STEFÁNSSON forstjórl:
Athugasemd
Herra ritstjóri!
I greinaflokkinum „Viðhorf dags-
ins“ í tímariti yðar Samtíðin ritar
hr. forstjóri Aron Guðbrandsson um
dagsviðhorfið „Frá sjónarmiði fjár-
málamanns“. — Langar mig til að
biðja yður fyrir stutta athugasemd
út af sérstökum ummælum í grein
hans.
í framhaldi af frásögn og rök-
leiðslu höfundar um nauðsvnina á
sínum tíma í gjaldeyrismálum þjóð-
arinnar segir svo, að fundinn hafi
verið sá möguleiki „að setja lög, sem
heimila mönnum að svikja þá, sem
höfðu hjálpað þeim, og meiri hluti
hænda mátti nú afhenda bú sín til
nokkurs konar gjaldþrotaskipta, en
þeir gátu þó húið áfram á jörðum sín-
um við óskertan húpening. Þetta
fjármálafyrirhrigði, sem sennilega
átli sér engan líka í viðri veröld, var
kallað Kreppulánasjóður bænda.“
Það skilst af ummælunum, að
greinarhöfundur þekkir það „fvrir-
hrigði“, sem nefnt er gjaldþrot. Hins
verður ekki vart, að hann þekki það
„fyrirbrigði“, sem nefnt er nauða-
samningar (1. 19/1924).
Kreppulánasjóður bænda, sem og
Kreppulánasjóður bæjar- og sveitar-
félaga og Skuldaskilasjóður vélbáta-
eigenda, var i eðli sínu og að efni til
allt nauðasamningar. Þótt unnt sé
að framfylgja reglum nauðasamn-
ingalaganna, þegar aðeins nokkrir
einstaklingar verða gjaldþrota, einn
og einn sér, þá varð að finna og setja
framkvæmanlegri reglur, þegar —
eins og hér var — mikill fjöldi
manna og mörg sveitarfélög voru
komin á gjaldþrotastig. Slíkar reglur
voru lög allra þessara nefndu
„sjóða“.
Augljóst mál ætti það að vera,
þegar almenn fjárhagsörnauð kem-
ur fyrir — ekki aðeins lieilar at-
vinnustéttir heldur einnig mörg
sveitar- og bæjarfélög, að þá er or-
sökin, eða sökin, ef sök skal telja,
almenns eðlis. Óviðeigandi og ómak-
legt er þess vegna út af því, að vera
með köpuryrði til þeirra, sem ekki
hafa til saka unnið, en gátu eðlilega
ekki komizt hjá að lúta því ástandi,
sem hin „landsföðurlega forsjá“
skapaði.
Vart trúi ég því, að greinarhöfund-
urinn álíti, að þjóðarhagnum hefði
verið betur borgið, þótt kröfuhafarn-
ir á bústofn bænda og bújarðir befðu
fengið hvort tveggja í sínar hendur,
né heldur álít ég, að kröfueigendum
sjálfum hefði verið betur og réttlát-
legar borgið, ef að þvi hefði verið
látið reka.
Með þökk fyrir birtinguna.
H. S.
Thorvaldsensbazarinn
Austurstræti 4. Reykjavík.
Tekur til sölu vel unna íslenzka muni.
Sendið honum m. a. alls konar prjónles
og band.
Rúmlega 200 greinar flytur Samtíðin
yður árlega, auk 10 smásagna o. fl.
fyrir aðeins 15 kr.