Samtíðin - 01.04.1944, Síða 28
24
SAMTÍÐIN
Bókarfregn
Niels R. Finsen, ævisaga. Yíkings-
útgáfan, Unuhúsi, Garðastræti 15
—17. Reykjavík.
Æ^VISAGA Niels R. Finsens, nóbels-
-1—' verðlaunalæknisins lieimsfræga,
kemur bráðlega á bókamarkað-
inn. Sagan er rituð af Anker Agger-
bo, lækni i Árósum, en þýdd af Maríu
Hallgrímsdóttur, nema Jakob Jóh.
Smári hefur þýtt kvæðin i bókinni
og lesið handrit að benni.
Anker Aggerbo befur samið marg-
ar bækur læknisfræðilegs efnis, er
njóta almennra vinsælda í Dan-
mörku. Við ritun bókar þessarar
styðst hann mjög við bréf og aðrar
ritaðar samtímalieimildir. Hann leit-
ast við að draga fram skýra, skrum-
lausa mynd af ævi Finsens, en þó
kennir nokkurrar mærðar i lýsing-
um bjá honum.
Ævi Finsens er merk fyrir margra
hluta sakir. Fáum einslaklingum
mun hafa tekizt að lina þjáningar
jafnmargra manna eða hafa jafnvíð-
tæk áhrif á almenna lieilsuvernd.
Finsen var upphafsmaður ljóslækn-
inganna. Ilann benti fyrstur manna
vísindalega á orkulind og lækninga-
mátt sólarljóssins og gerði manninn
að hinum sanna sóldýrkanda. Með
aðferðum Finsens hefur ljósið orðið
áhrifaríkt vopn í baráttu mannsins
við sjúkdómana. Auðsæjasta og
glæsilegasta árangur þeirrar baráttu
vann Finsen, er honum tókst að
lækna hörundsberldana. Sjúkdómur
þessi afskræmdi andlit manna með
linúðum og vellandi sárum, en Fin-
sen læknaði menn svo gersamlega af
Geir Stefánsson
& Co. h.f.
Umboðs- og heildverzlun
Austurstræti i
Reykjavík
Sími 1999.
Vefnaðarvörur
Slzófatnaður
Umbúðapappír
Framkvæmum:
Bílaviðgerðir
Bílasmurningu
Seljum:
Bílavarahluti
Bílaolíur
Loftþrýstiáhöld
o. fl.