Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN HREIÐAR E. GEIRDAL: ARNARDALUR (um sólstöður) Lít ég yfir græna grund geislaríka aftanstund. Þarna’ er bærinn þétt við sjó, þar sem Kolbrún fagra bjó.1) Fjallatignin helg og há hæstu brúnum stafar frá. Hvar sem brosir byggðaval, ber ei skugga’ á Arnardal. Ljósadalur, land hjá þér leiðarstjarna2) valdi sér. Er hún blundar bjarta nótt, blærinn andar létt og rótt. Þegar dimmir yzt við ál, öðlast stjarnan líf og mál; held’r á Ægisvegum vörð, varpar Ijósi á Skutulsfjörð. Sólardalur sumarhýr, svipur þinn er forn og nýr. Unaðsfullan eftir dag átt þú fagurt sólarlag. Rauðagulli reifast land, roðnar bára’ og kyssir sand. Sólin snertir hægt og hljótt hafsins barm um miðja nótt. 1) Heimabær. 2) Vitinn. örðug að ýmsu leyti, og veldur því margt, m. a. óþjóðhollusta, ráðleysi, sundur- lyndi og persónuleg eigingirni þeirra manna, er telja sig þess umkomna að skipa málum þessara 126 þús. manna, sem byggja ísland. En væri ekki viðkunn- anlegra að hætta að dylja afglöpin og mistökin með a'lls konar þvaðri um versn- andi tíma, heimsendi og jafnvel verstu tíma? Þjóð, sem brotizt hefur upp úr allsleysi og eymd til velmegunar og stór- bættra lifnaðarhátta, trúir áreiðanlega ekki þess háttar öfugmælum. Frjáls þjóð kýs heldur stórhug, karlmennsku og nyt- samar framkvæmdir en volulegan og ó- heilbrigðan barlómsáróður. í HARTNÆR 9 ÁR hefur Samtíðin ávallt komið út f y r s t a d ag lwers útkomumán- aðar, nema í prentaraverkfatlinii í ársbyrjun 1942. Nú hefur prentara- verkfali enn raskað áætlun tíma- ritsins um nokkra daya, en þó furðu lítið vegna frábærlega góðrar sam- vinnu við Félagsprentsmiðjuna. Vona ég, að næsta hefti (desember- heftið) geti komið út mjög nálægt I. des. n.k. Mér er það ljóst,að til þess að tíma- rit njóti trausts og velvildar áskrif- enda sinna, þarf það að gæta fyllstu stundvísi og koma út jafnreglulega fyrir sitt leyti og dagblöðin. Þ ett a h e f ur S a m t í & i n n i t e k i z t. Á slíku eru að vísu margháttaðir örðugleikar, en launin eru líka mik- il: fullkomin tiltrú og viðurkenning allra hinna mörgu lesenda og vina tímaritsins nær og f jær. Áskrifendur Samtíðarinnar hafa á undanförnum árum yfirleitt létt mér útgáfustarfið með skilvísi og góðri samvinnu. Nú mundi það vera ritinu mikið hagræði, ef menn sendu áiskriftargjöld sin fyrir næsta ár sem fyrst, því að verulegur hluti út- gáfukostnaðarins verður jafnan að greiðast fyrirfram. Þrátt fyrir n ý j a hækkun á honum ofan á allar þær mörgu hækkanir, er áður hafa á honum orðið, mun hið lága áskrift- argjald (15 krónur) haldast óbreytt, í trausti þess að allir borgi ritið fyrirfram og að vinir þess sendi þvi marga nýja kaupendur. Virðingarfyllst Ú t g e f a n d i.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.