Samtíðin - 01.11.1944, Side 10

Samtíðin - 01.11.1944, Side 10
6 SAMTÍÐIN er góðiu' „sonur“, bæði foreldrum sínum og ættjörð sinni. Hann „leik- ur“, þó ekki við freistingar heims- ins. „Hreystimenni“ er hann, skap- gerðarmaður. „Bardagamaður“, það er hann einnig, og barátta lians er einlæg, hörð og hlifðarlaus. „Vel máli farinn“, það á við hann, því að mál hans er hreinsað, heilag't, orð hans sönn og' loforð hans traust. „Vaxinn er hann vel“, snyrtilegur og laus við prjál tízkunnar og lié- gómalaus. „Drottinn er með.hon- um“; hann truir á Jesúm Krisl sem Guð sinn og frelsara samkvæmt Bibliunni. Hefurðu komið auga á hann? Hann er ekki það viðhorf dagsins, sem algengasl er. Undantekning er hann, einn af fáum. Vér komumst því ekki hjá því að sjá önnur og ólik viðhorf dags- ins, æskumenn, sem Drottinn er ekki með. Ég á ekki við þá eina, sem gengið hafa siðleysinu á vald, og ekki heldur þá eina, sem vilja eng- an Guð. Geturðu komið auga á ungl- ing, sem er ástríkur sonur, þjóðlioll- ur, vinsæll, staðfastur, siðprúður, orðvandur og; hvers manns hugljúfi, þar að auki guðrækinn og kirkju- rækinn, trúir þvi, að Jesús Kristur sé Guð og frelsari, en á þó ekki sam- félag við hann. Liklega er nokkur leit á honum, því að afneitun og guðleysi eru orðin almenn. Hvernig lit ég á þennan ungling frá sjónarmiði K.F.U.M.? Hann þarf að frelsast. Frá hverju? Hefur hann ekki alla góða kosti? Frá hverju á hann að frelsast? Frá synd. Hún er það, sem veldur þvi, að hann á ekki samfélag við Guð. Hvar er sú synd? í hugarfarinu. Já, en hvar er svo hreint hugarfar, að það hindri ekki samfélag við Guð, ef í það er far- ið? Hvergi, en lilóð Jesú, sonar Guðs, hreinsar af allri synd. Það frelsai'. Svona lítur viðhorf dagsins út, þegar horft er á það frá sjónarmiði K.F.U.M. Er það sjónarmið rétt? Því get ég svarað játandi, en of langt ju-ði að ræða það hér. Það er annað atriði, sem ég vil minnast á. Vér lit- um óhýru auga frá sjónarmiði K.F. U.M. allt það, sem spillir siðgæði ungra manna og hægir þeim frá Kristi. Öll vanhelgun á nafni Guðs í ræðu og riti er oss andstyggð i augum. Allur áróður gegn siðgæðishugsjón- um kristinnar trúar og allt „nýtl siðferði“, sem boðað er æskunni, er ólyfjan, sem vér hljótum að vara við, og hver sá, sem býður hana, er ódrengur, virkilega, ekki aðeins frá sjónarmiði, sem er ekki viðnrkennl af öllum. Þann 6. júní í sumar varð K.F. U.M. hundrað ára. Stofnandi þess var ungur, trúaður verzlunarmaður, George Williams. IJann hafði starf- að áður meðal félaga sinna með fyr- irbæn og vitnishurði um Jesúm Krist. Þelta tvennt, bænin og orðið um Jesúm Krist, hafa verið máttar- lindir félagsins siðan. Trúin á Jes- úm Krist sem Guð og frelsara er grundv’allaratriðið. Markið er, að hver félagsmaður sé lærisveinn Jesú Ivrists i trú og líferni. Verkefnið er útbreiðsla rikis hans meðal ungra manna. Þessi atriði er öll að finna í grundvallarreglu félaganna. er

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.