Samtíðin - 01.03.1948, Page 10

Samtíðin - 01.03.1948, Page 10
6 SAMTÍÐIN Tækniþáttur Samtíðarinnar I $ititjóri: Hehnsókn t uMtuew'íska véíwt vet'ksni iðjjtt 'jörquin ^rrederihien | JANCAR 1943 • leyfðu banda- rísk yfirvöld mér að dveljast nokkr- ar vikur í véla- verksmiðjunni: York Ice Machi- nery Corporation, B. Frederiksen seni kdin er veia stærsta frystivéla- verksmiðja heimsins. Þessi verk- smiðja er í iðnaðarbænum York í Pennsylvaníu, og vinna í henni um 600,0 manns. Það yrði of langt mál að skýra liér frá þeim annmörkum, sem á því voru, að útlendingi sem mér yrði veitt dvalarleyfi í slíkri verksmiðju á styrjaldarlímum. Með aðstoð góðra og málsmetandi manna komst það þó í kring. Ekki var ég fyrr kominn til York en verkfræð- ingur frá vélaverksmiðjunni kom til móts við mig í gistihúsið, þar sem ég dvaldist. Hann hét Grandia og var af hollenzkum ættum. Hafði hann áður starfað hjá Krupp í Essen, en einnig í enskum skipasmíðastöðvum og var því fróður um marga hluti. Grandia fylgdi mér þcgar til verk- smiðjunnar. Ekki mundi hafa verið auðvelt um inngöngu í hana án allra skilríkja, því að í stríðinu hafði am- erísk Iierlögregla yfirumsjón með u öllum mannaferðum inn og út um dyr allra helzlu verksmiðja Banda- ríkjanna. Lögregluvcrðir voru í sér- stökum klefum í fordyri verksmiðj- unnar. Áður en mér væri lileypt inn, þurfti lögregluþjónn sá, er ég snéri mér til, að hafa tal af aðalbækistöðv- um verksmiðjunnar. Hljóðnema var komið í'yrir í klefa hans, og um leið og hann sagði: „Aðalbækistöðvar“, var honum samstundis svarað, að dvalarheimild míri væri í lagi. Ct- fyllti lögregluþjónninn nú seðil mcð númeri og skrifaði þar jafnframt, hvað klukkan liefði verið, þegar ég kom. Að því loknu var seðillinn festur.á barm mér, þannig að glöggt sæist, að ég væri aðkomumaður, en Grandia varð að kvitta fyrir, að hann hefði veitt mér viðtöku, og skildist mér, að hann bæri ábyrgð á mér, meðan ég dv.eldist í verksmiðjunni. Þannig gekk á hverjum degi, með- an ég dvaldist þarna. Einnig var á- vallt skoðað í tösku mína, þegar ég kom og fór. Allir starfsmenn verk- smiðjunnar höfðu smámynd af sér á jakkabarmi, og gátu verðir því borið saman myndina og mann þann, er bar hana. Með þessu var loku fyr- ir það skotið, að njósnarar eða skemmdarverkamenn gætu komizt þarna leiðar sinnar með tilstyrk fals- aðra vegabréfa.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.