Samtíðin - 01.03.1948, Qupperneq 17

Samtíðin - 01.03.1948, Qupperneq 17
SAMTÍÐIN 13 fúslega, að framkoma mín var fyr- irlitleg, — en ég var svo ung“. „Það var Bert líka“. Hann leit á hana og bætti við í ögn mildari tón: „Ég er andstyggilegur óþokki. Ég hef verið það, síðan Bert dó. Ég get ekki að því gert“. Hann snéri sér á hæli og gekk burt. Hún hafði alveg gleymt Billie. Hún stóð skammt frá þeim, hnakkakert og glaðleg á svip. „Verið rólegar, Maxine. Hann jafnar sig fyrr eða seinna, ef ekki hér, þá einhvers slað- ar annars staðar.“ Þær læddust inn í húsið. Það var líkast því að Billie svifi, svo létt- stíg var hún. Þær gengu að útidyr- unum og opnuðu þær. Fyrstu sólar- geislarnir brutust gegnum þoku- mistrið og boðuðu nýjan dag. »Ég er svo hamingjusöm“, sagði Billie og dró andann djúpt. „Ég fæ að vera með pabba". Maxine þrýsti hönd hennar, og Billie hélt ál'ram. Annars staðar myndi þetta vera köll- uð sólaruppkoma, haldið þér það ekki ?“ „Það er það sjálfsagt líka hér“, svaraði Maxine. „Nýr dagur er runn- inn upp. Ég er viss um, að það erf- iðasta er afstaðið“. Framh. JNNHEIMTA á árgjöldum Samtíðarinnar er bæði örðug og kostnaðarsöm. Dæmi eru til þess, að rösklega !4 hluti hins lága áskriftargjalds hafi farið í innheimtu- kostnað! Sparið oss hvimleitt erfiði með því að senda árgjald yðar (20 kr.) í pósti nú þegar. Á bls. 3 má sjá, hvar ár- gjöldunum er veitt móttaka í Reykjavik. Samtíðin þakkar öllum þeim, er þegar hafa greitt árgjaldið 1948, fyrir góð skil. SKDPSÚGUR JJLLT, SEM er svikið, er stórt og sjálfbirgingslegt,“ sagði kísil- steinninn, er hann átti því láni að fagna, aldrei þessu vant, að lenda hjá stórum gullklumpi. JJARÐSTJÓRI nokkur hafði þrjá ráðgjafa. Einn þeirra var heyrn- arlaus, annar draghaltur og sá þriðji eineygður. Þann heyrnarlausa þurfti hann að hafa til þess að svala sér á, þegar hann var í vondu skapi og reifst og skammaðist yfir öllu. Þann draghalta hafði hann með sér á gönguferðum sér til ánægju, því að sjálfur var hann lítið eitt haltur. En mestar mæt- ur hafði hann þó á þeim eineygða, því að þegar þeir voru saman, naut hann þeirrar unaðslegu tilfinningar að sjá allt betur en aðrir. £G ELSKA hættuna, sem alltaf vofir yfir mér,“ sagði línudans- arinn við heimspekinginn. „Ég sömuleiðis,“ sagði spekingur- inn. „Sá er bara munurinn, að eng- inn maður klapjiar fyrir mér, þegar ég reyni að halda jafnvæginu á hin- um örmjóa hugsanaþræði milli tíma og eilífðar.“ HÚSMÆÐUR! Látið oss létta yður störfin Þvottamiðstöðin Þvottahús. Fataviðgerð. Efnalaug. Símar: 7260, 7263, 4263.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.