Samtíðin - 01.03.1948, Qupperneq 21

Samtíðin - 01.03.1948, Qupperneq 21
SAMTÍÐIN 17 stofna skvldi heimili á ný, vantaði margt af þessu fólki þak yfir höf- uðið. Ég var svo heppinn að fá íbúð hjá skyldfólki konu minnar hér í Stratford, og þar af leiðandi var ekki um annað að ræða en að setjast hér að. Annars var ég fyrir stríð kenn- ari í Watford, skammt frá London, og l>eið mín þar sama staða og áður að stríðinu loknu. Til dæmis um hús- næðisvandræðin hér í Stratford get ég nefnt, að skólastjórinn við skól- ann, þar sem ég starfa, hefur lengst af orðið að liafast við í gistihúsi, síðan hann kom hingað, af því að hvergi reyndist unnt að útvega hon- um húsnæði í bænum. Hér er afar- dýrt að l)yggja eins og stendur. Hús- ið, sem ég hý í, kostaði um 600 ster- lingspund fyrir stríð. Nú væri leik- ur einn að selja það á 2000 pund, og má af því nokkuð ráða, hvernig ástandið er hér í húsnæðismálunum. Það eru annars mörg heimilis- vandamál, sem risið hafa i sambandi við þetta stríð. Margir hermanna okkar voru fjarri ættjörðu sinni í 5 ár. Sumir þeirra komu aldrei heim á því tímabili. Á þessum 5 árum fæddust víða börn, sem komin voru á fimmta ár, er þau kynntust feðr- um sínum nokkuð að ráði. önnur börn höfðu verið fullkomnir óvitar, er feður þeirra voru kvaddir i her- inn. Ég skal í því sambandi nefna eitt dæmi, sem mér er kunnugt um. Vinur minn einn fór í stríðið, þeg- ar dóttir hans var tveggja ára. Þrem árum seinna fékk hann að dveljast 3 vikur heima hjá sér. Þá sagði litla dóttir hans: „Það er nú gaman að sjá hann pabba, ef hann verður hér ekki allt of lengi“. Henni fannst móð- ir sín al'rækja sig, meðan faðirinn var heima í orlofinu. Gamalt kínverskt máltæki hljóð- ar eitthvað á þessa leið: „Það er æskilegt, að maðurinn lifi á við- burðaríkum tímum“. Við, sem nú lif- um, þurfum ekki undan því að kvarta, að lítið hafi gerzt á okkar ævi. Aldrei hafa jafnmiklir og stór- kostlegir viðburðir gerzt á jafn- skömmum tíma í sögu mannkyns- ins og á árunum 1939—’45. Mér er ljúft og skylt að játa, að beztu end- urminningar mínar frá stríðsárun- um eru lengdar við dvöl mína „heima“ á Fróni. Þar kynntist ég landi, j)jóð og mennnigu, sem mér var áður ókunnug og ég mun aldrei gleyma. Ég gríp oft í að lesa „Mann og konu“ eftir Jón Thoroddsen, j)eg- ar ég á mér næðisstund, en á þeirri vndislegu skáldsögu hef ég fjarska miklar mætur. Og kvæðin hans Jón- asar Hallgrímssonar hafa oft hlýjað mér um hjartaræturnar“, segir Tho- mas Buck að lokum. „Höfum við ekki hitzt í Kanada?“ „Nei, það getur ekki verið, þvi ég hef aldrei tit Kanada komið." „Ekki ég heldur. Þú hljóta það hara að hafa verið tveir aðrir menn, sem hittust i Kanada.“ EF yður vantar góð herra- eða dömuúr, ættuð þér að tala við mig. — Sent um allt land. — (jctWeiHH OíMamh úrsmiður. Laugaveg 10, Reykjavík.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.