Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 13
SAMTIÐIN 154. saga „Samtíðarinnar“ Sligurjón frd f^orcpeiriitöÁu BLATT blað BOHÐINU fyrir framan mig ligg- ur blátt blað, ættað frá Suomi, unnið úr trjátrefjum. Fyrir nokkrum árum var það lif- andi vefir í gildvöxnum barrhlyn, er óx úr mold, sem var mettuð svita og blóði smáþjóðarinnar í þúsund vatna landinu. Og oft höfðu Kale- vala-kvæðin og frelsisljóð Runebergs ómað í skógarlundinum. Pappír í ýmsum litum er verzl- unarvara, flutt út úr Suomi, og dreif- ist um byggð ból í öllum álfum heims. Þetta bláa blað, sem liggur hérna á borðinu, lenti til Islands. Og í Reykjavík var það flutt í prent- smiðju, tekið í þjónustu opinberra aðila, fest á það skorinyrt herbvöt til allra skattþegna íslenzka lýðveld- isins svo látandi, að sýna nú einu sinni refjalausa hreinsldlni og ó- mengaðan drengskap: telja sam- vizkusamlega fram talentur sínar. Blá eyðublöð, með sams konar á- letrunum og yfirlýsingum voru send út í þúsundum eintaka, sett i póst- poka ásamt jólakortum og margvís- legum áramótaglaðningi. Mikils Hvenær skyldum við Islendingar eignast risavaxið iðnaðarfyrirtæki á heimsmælikvarða, sem skilar árlega milljónaarði eins og B & W og megn- ar að bera boð um snilli íslenzkra huga og handa út um víða veröld? S. Sk. 9 þurfti við til að klófesta skattsvik- arana. Bláu blöðin voru skriftastól- ar, þar áttu að koma fram synda- játningar maurapúkanna og stríðs- gróðajöfranna. Sú harmsaga verður ekki rakin hér. En innantóm gerast drengskaparorð ýmsra nútíma Is- lendinga. Söguefnið er aðeins eitt blátt blað. Og saga þess er hamingjusaga í vissum skilningi. Sá, sem taldi þar fram auðæfi sin, var einn af minnstu bræðrunum, þurfti engu að leyna. Hann ólst upp í einangraðri barð- balasveit á öldinni, sem leið; var látinn heita eftir föður sínum, og sjö vetra missti hann móður sína. Eftir það hraktist drengurinn milli misjafnra heimila, sveitarlimur. En þó að mennirnir og örlögin væru samstillt í að taka ómjúklega á barninu, tókst þó kvölurum þess ekki að tæta úr því manndóminn og lífs- þrána. Drengurinn tórði og komst til manns. Hann var í fullu fjöri um og eftir aldamótin, tók hendinni til við nyt- söm störf á sjó og landi, alheimti aldrei daglaun, rétti mörgum smæl- ingjanum hjálparhönd. Þannig safn- aði hann í sínar kornhlöður. Hann kom að borðinu til mín, smávaxinn, lotinn í herðum, silfur- hærður, brosandi, og úr rauðþrútn- um augum hans rann slímkenndur vökvi. „Ég ætla að skipta peningum.“ Rómur hans var hás með blístr- andi nefhljóði. „Hvað eru það miklir peningar, sem þú ætlar að skipta?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.