Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 15
SAMTIÐIN
11
Einar Siggeirsson M.S.:
Nytsamt lyf gegn kartöfluspírun
IIANNSÓKNIR á jurtahormónum
“■ eða jurtahvötum hafa orsakað
einhverjar merkustu framfarir, sem
orðið hafa á sviði jurtalifeðlisfræð-
innar síðustu árin. Þessar rannsóknir
hafa leitt í ljós, að hormónar geta
flýtt fyrir rótarmyndun græðlinga,
stöðvað að miklu leyti blómfall ó
tómötum og gúrkum, áður en blóm-
ið frjógvast, drepið jurtir (illgresis-
eyðing) og haft áhrif ó dátíma ýmissa
plantna, annaðhvort með því að
lengja hann eða stytta. Það, sem
mesta athygli vekur í sambandi við
framangreinda hormónanotkun, er
lenging dátíma kartöflunnar, en hún
mun, er fram líða stundir, hafa-
mikla hagkvæma þýðingu fyrir
kartöfluræktunarmenn, en spírun á
geymslukartöflum hefur, eins og allir
vita, valdið miklu fjárhagstjóni. Það
hefur ekki einungis krafizt mikillar
vinnu að brjóta spirurnar, heldur og
valdið mikilli rýrnun á kartöflunum.
Á síðustu árum hafa vísindamenn
við Boyce Thompson Institute for
Plant Research i Bandarikjunum
framkvæmt miklar rannsóknir varð-
andi áhrif hormónaefnasambanda á
kartöfluspírun. Eitt þessara efna-
sambanda, alpha-naphtaleneacetic
methyl ester (C10 H7 CH2 COOCH3),
hefur gefið ágæta raun við að halda
niðri kartöfluspíruninni. önnur efna-
sambönd, sem gefizt hafa vel, eru
indolacetic-sýra og alpha-beta-naph-
thylacetate.
■JJNDANFARIN ÁR hefur landbún-
aðarháskólinn i Norður-Dakota í
Bandaríkjunum gert. tilraunir með
alpha-naphtaleneacetic methyl ester
í kartöflugeymslum. 15 kartöfluaf-
brigði voru notuð við tilraunirnar,
og var hvert afbrigði látið í opna
kassa. Methyl ester efnið var leyst
upp í alkóhóli, en siðan var því
sprautað á kartöflurnar. Þá var
methyl ester einnig blandað kalki og
því síðan stráð yfir kartöl'lurnar í
kössunum. Kartöflur þessar voru
gevmdar í kjallara frá byrjun desem-
ber til loka aprilmánaðar. Meðan á
tilrauninni stóð, var hitabreytingin
í geymslunni frá 9°—21° C. I lok
aprílmánaðar voru kartöflurnar
teknar úr geymslunni, spirurnar
brotnar af þeim og vegnar. Niður-
stöður tilraunanna sýndu, að af
hverju kg af ósprautuðum kartöfl-
um komu 69 g af spírum, af 1 kg
úðuðu með methyl ester, uppleystu
í alkóhóli, kornu 17 g af 1 kg
ístráðu kalkdufti, blönduðu methyl
ester, aðeins 15 g. Við lok tilrauna-
tímans voru ósprautuðu kartöflurn-
ar orðnar linar og skorpnar og voru
úrskurðaðar óætar, en þær sprautuðu
voru lítils háttar hrufóttar og ágætar
matarkartöflur.
Methvl ester gufar mjög hægt upp.
Það er uppgufun þess, sem varnar
kartöfluspíruninni. Methyl ester
duftið verður annaðhvort að vera á
kartöflunum eða uppgufunin verður