Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN á helzt ekki að fá að koma í Ijós. Það væri kallað að misbjóða augum og velsæmi borgaranna! Ég er hrædd um, að rithöfundarnir og þá ekki hvað sízt ævintýrahöf- undar eins og H. C. Andersen hefði sagt: Nci, takk við sliku og farið sínu fram, gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn og skapað ódauðleg listaverk fyrir alþjóð. Hvers vegna á að setja myndhöggvurunum stól- inn fyrir dyrnar? Sennilega ert þú nú búin að fá nóg í þetta sinn af því, hvernig fegra eigi sálina og skilja beri listina. Þú hefur líklega einnig heyrt um sænsku lista- mennina, sem hingað komu, óperu- fólkið, sem varð æst í fótbolta eftir að Iiafa séð Harald Á. og fleiri uppá- halds-Reykvíkinga úti á velli. Til- gangurinn var að afla fjár í menn- ingarskyni og mætti segja mér, að vel hefði tekizt, ef dæma má eftir að- sókninni. Því var það, að mér datt nokkuð sniðugt i hug. Húsmæðurnar myndu afla sér meii’a í sjóð til sinna áhugamála, ef þær færu að dæmi blaðamanna og leikara heldur en með bösurum og öðru þvílíku. Því ekki að fara einu sinni út á völl og keppa þar i handbolta, boðhlaupi o. s. frv. Ekki skal standa á mér að vera þar með. Um aðsóknina þarf enginn að efast. Þú sendir mér línu, það er að segja, ef þú ekki kemur strax í bæ- inn. Bið þig vel að lifa. Þín Gerða. TILKYNNIÐ „Samtíðinni“ tafarlaust, ef þér hafið bústaðaskipti og forðizt þannig vanskil. Wíjjar AœhAkar kœkur BONNIERS-FORLAGIÐ hefur sent ,,Samtíðinni“ þessar bækur: ARTHUR LUNDKVIST: INDIA- BRAND. Ekki er alltaf gert ráð fyrir, að andinn þurfi að vera nærstaddur, er menn skrá ferðaminningar s'ínar. En við samning þessarar myndarlegu Indlandsbókar Lundkvists hefur hann áreiðanlega verið nálægur. Auk þess undrast lesandinn oft og einatt, hvemig skáldið hefur getað öðlazt alla þá lífrspnu þekkingu, sem bókin miðlar honum. Oft Inegður höfund- ur upp leiftrandi myndum, og sums staðar er sögð heil harmsaga í einni málsgrein, líkt og á sér stað í ísl. fornsögum. Við kynnumst hér trúar- brögðum, atvinnuvegum, frelsisbar- áttu, ofboðslegri eymd, þjóðvísum, listum og náttúrulýsingum, sem verka þó hvergi eins og ofhlaðin mál- verk. Agætar Ijósmyndir eftir Sunil Janah eru efninu til skýringar. 288 Ms., ób. s. kr. 17.50, íb. 22.50. MARGIT ABENIUS: DRABBAD AV RENHET. Hér er um að ræða ævisögu sænsku skáldkonunnar Kar- in Boye, sem talin var í röð fremstu skáldkvenna Norðurlanda á 4. tug aldarinnar. Eins og kunnugt er, stytti K. B. sér aldur á stríðsárunum, og vakti hið sviplega fráfall hennar mikinn og almennan söknuð 1 Sví- þjóð. Margit Abenius, sem er kunnur bókmenntagagnrýnandi og útvarps- fyrirlesari, hefur ritað þessa ævisögu af miklum skilningi og stuðzt við traustar og víðtækar heimildir um ævi og skáldskap K. B. 429 bls., ób. s. kr. 18.00, ib. 23.00.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.