Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 35
SAMTIÐIN 31 ÞEIR VI TR 1J • SÖGÐU: SIDNEY FAIRWEY: „Margir gefa og' margir þiggja í lífinu, en ég er þeirrar skoðunar, að þeir, sem gefa, séu hamingjusamari en hinir.“ SINCLAIR LEWIS: „Það eru til tvenns konar móðganir, sem enginn þolir. Að hann kunni ekki að taka gamni og viti ekki, hvað alvara lífs- ins sé.“ ÖNEFNDUR HÖFUNDUR: „Þegar þér komið út í mikinn kulda að vetrarlagi, er hollt að anda djúpt að sér gegnum nefið og halda síðan niðri í sér andanum dálitla stund. Hafið munninn aftur og opnið hann ekki, fyrr en líkaminn hefur vanizt mun- inum á kuldanum úti og hitanum inni.“ ANN BRIDGE: „Þegar við hittum ókunnugt fólk, langar okkur oft til að sýna okkur í nýrri útgáfu. Þá langar okkur oft til að byrja lífið á ný, og stundum gerum við það líka.“ B. O. BODDING: „Sá er ríkur, sem getur glatt aðra á einhvem hátt.“ O. DOUGLAS: „Það ea- einkenni- legt, hve mikið menn þurfa að skrifa um, ef þeir sitja við skriftir annan hvern dag. Ef við skrifum hins vegar ekkert í heilan mánuð, getur farið svo, að okkur verði skotaskuld úr að skrifa eitt sendibréf.“ WINSTON CHURCHILL: „Það er hollt fyrir menn, sem ekki hafa hlot- ið skólamenntun, að lesa bók með tilvitnunum í heimildarrit.“ OSCAR WILDE: „Reynsla er miði, sem við límum á yfirsjónir okkar.“ NYJAR BÆKUR Frímann Jónasson: Þegar sól vermir jörð. Þættir og sögur fyrir börn og unglinga. 167 bls., íb. kr, 20.00. Þættir úr Islendingasögum. Handa börn- um og unglingum. 1. hefti. Með myndum. Hróðmar Sigurðsson bjó til prentunar. 184 bls., íb. kr. 20.00. Loftur Guðmundsson: Síðasti bærinn i dalnum. Saga eftir samnefndri kvik- mynd. Með myndum. 188 bls., íb. kr. 25.00. Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson): Rit- safn. Þriðja bindi. Blaðagreinar og rit- gerðir 1849-—1890. Skýringar. Gils Guð- mundsson sá um útgáfuna. 528 bls., ób. kr. 60.00, íb. 110.00. Lárus Bjarnason: Dæmasafn í eðlisfræði banda framlialdsskólum. 31 bls., ób. kr. 10.00. Jónas Jónsson: Landhelgisgæzla og strandferðir. Ritgerð. 84 bls., ób. kr. 10.00. Alan E. Boucher: Enskur orðaforði fyrir íslendinga. Enskt-íslenzk orðasafn með einföldum framburðartáknum. 115 bls., íb kr. 22.00. Þorsteinn Einarsson og Stefán P. Kristj- ánsson: Frjálsar íþróttir. Með myndum. 226 bls., íb. kr. 45.00. Miriam Michelson: Þau hittust á örlaga- stund. Skáldsaga. 238 bls., ób. kr. 18.00. Vilhjálmur frá Skáholti: Vort daglega brauð. Ljóð. Þriðja útgáfa. Myndir eftir Sigfús Halldórsson. 112 bls., ób. kr. 50.00. Manntal á íslandi 1816. I.—II. hefti. Prent- að að tilhlutan ættfræðingafélagsins. Formúli eftir Guðna Jónsson. 320 bls., ób. kr. 100.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaup- ið bækurnar þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land a'llt. BÓKAVERZLUN 1SAF0LDARPRENTSMIÐJU H.F. Austurstræti 8. Reykjavík. Sími 4527. Útibú: Laugavegi 12 og 82 og Laifsg. 4.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.