Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 almanak og sama máli gegnir um Aztekana í Mexikó. Vekur það furðu, hve nákvæmt tímatal þessara forn- þjóða var. Enn er farið eftir hinu forna almanaki Gyðinga, er stafar frá Babyloníumönnum. Samkvæmt því byrjar árið í september. •JHOMAS A. EDISON, uppfinninga- maðurinn heimsfrægi, er eini maður, sem hefur útvegað sér 1500 einkaleyfi. Margar iðngreinar hafa hyggzt á uppfinningum hans. Hvern- ig fór hann að því að framkvæma jafn mik'ið og raun var á? Meðal annars af þeim ástæðum, sem nú skal greina: Hann eyddi allri ævinni — 70 ár- um — í eintóma uppfinningastarf- semi. Hann átti sér blátt áfram eng- in önnur áhugamál. Hann fór aldrei á samkomur, átti aldrei sæti í nefnd, hélt aldrei ræðu. Edison var hag- sýnn maður. Hann tók aldrei að starfa að uppfinningu, fyrr en hann hafði kynnt sér til hlítar, livað áð- ur hafði verið unnið á því sviði og hvort uppfinningin mundi liorga sig. Edison sinnti aldrei störfum, sem hver og einn gat af hendi leyst. Þess háttar störf lét hann aðra leysa af hendi. Uppfinningastarfið var það eina, sem hann vann. Enda þótt hann yrði margmilljónari i dollurum, lét liann peninga aldrei ná tökum á sér. Og um frægð og frama var hon- um hjartanlega sama. Slíkt skipti hann engu máli. Vandamál, óleyst viðfangsefni, voru það eina, sem áttu hug hans allan. Og einbeitni hans og framtakssemi færðu honum marga og mikla sigra. Hattaverzlun isafoldar h.f. ■~s4u,iturátrceti 14, i^eifljauíl — Sími 5222 l\lý]ustu Parísarmodel ávallt fyrirliggjandi. Hótei Shja itihreið GISTIHÚS KAFFI- DG MATSÚLUHÚS KIRKJUSTRÆTI 8. SlMAR. 3549, 6508.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.