Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 12
8
SAMTÍÐlN
hinar myndarlegu fleytur, sem lágu
þarna „í sköpun“. Þaðan fór norska
hvalveiðaskipið „Thorshövdi“, heil
risavaxin verksmiðja, enda stærsta
skip, sem smíðað hefur verið hjá
B & W, reynsluför sina 19. okt. 1948,
og var þess atburðar víða minnzt.
„Hafa ekki ýmsir athafnamestu
menn dönsku þjóðarinnar komið við
sögu B & W ?“ spurði ég C. A. Möller.
„Þar til vil ég fyrst nefna stofn-
anda firmans, Hans Heinrich Baum-
garten vélsmið“, svaraði hann; „Carl
Christian Burmeister, er átti fyrir-
tækið á árunum 1846—72, var forseti
þess 1872—90 og loks einn af for-
stjórunum 1890—98; William Wain,
eiganda firmans 1865-72 og forseta
þess 1872—82. Fjöldi frægra
manna úr fjármála- og athafnalífi
dönsku þjóðarinnar hefur setið i
stjórn fyrirtækisins á liðnum ánun,
og læt ég i þvi sambandi nægja að
nefna af handahófi nöfn þeirra C. F.
Tietgens, G. A. Hagemanns, C. F.
Jarls, M. Levys, L. P. Holmhlads,
C. A. Olesens, Suensons, S. Gjersþes
og Dessaus.“
„Hvernig vegnaði fyrirtækinu í
heimsstyrjöldinni, eftir að Þjóðverjar
höfðu hernumið Danmörku?“
Gleðisvipurmn á andliti Mþllers
forstjóra hverfur skyndilega, og hann
segir: „Ég vil i þvi sambandi aðeins
svara þessu: Okkur tókst að varð-
veita umráðarétt okkar yfir fyrir-
tækinu í stríðinu, enda þótt oft og
einatt væri mjög örðugt að verjast
áleitni Þjóðverja i þeim efnum. Til
þess að við yrðum ekki algerlega
ofurliði bornir af þýzku hernáms-
stjórninni, urðum við að draga mjög
úr starfseminni. Þetta skýrist nokk-
uð, þegar ég segi yður, að fyrir stríð
unnu 7000 menn hjá B & W, en i
striðslok ekki nema 3500. Núna
vantar okkur starfsfólk í stórum stíl,
því að nóg er að gera. Pantanir um
ný skip streyma að utan úr heimi.
1 ársbyrjun 1950 lágu hér fyrir pant-
anir um 22 skip, er öll áttu að vera
með dieselmótorum af okkar gerð.“
„Iiefur ykkur líkað vel að vinna
fyrir Eimskipafélag lslands?“ spurði
ég forstjórann að lokum.
Hann svaraði: „Á þá samvinnu
hefur aldreil boríð neinn skugga^
Hún hefur ávallt vei’ið jafn ánægju-
leg. Og ég vona, að Fossarnii*, sem
hér hafa verið smíðaðir, verði Eim-
sldp og alli’i íslenzku þjóðinni til
hlessunar í nútíð og framtíð.“
LEIÐINNI utan af Ki’istjánshöfn
inn í miðbæinn, var ég að liugsa
um jxetta í’isavaxna fyi’irtæki hinnar
dönsku smáþjóðar. —- 1 listasafni
danska rikisins hafði ég fyrir
skömmu veitt athygli geysistói’U
málverki af starfinu í smiðju fyrir-
tækisins einhvern tíma á 19 öld. Hvar
sem B & W hafði borið á góma í
lxópi Dana, höfðu menn orðið hátið-
legir á svipinn og sagt eitthvað á
þessa leið: „Burmeister & Wain er
ekki einungis mesta iðnaðarfyrirtæki
Danmerkui’, heldur einnig eitt hið
fi-ægasta fyrirtæki veraldai’innar í
sínum greinum“. En mér varð jxá
alltaf hugsað heim til Islands, til
alh’ar ónytjuðu orkunnar í fallvötn-
um landsins okkar, sem við eigum
fram yfir Danmörku, er verður að
kaupa í’aforku frá öðrum löndunx.