Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.05.1951, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN um að nefna þessi nöfn: Rudolph Valentino, Will Rogers, Ronald Col- man, Eddie Cantor, Gaiy Cooper, Danny Kay, Dana Andi’ews, David Niven og Terese Wright. Fram úr röðum hinna kunnu „Goldwyn stúlkna", þ. e. hinna fögru hóp- stúlkna, er oft koma fram í kvik- myndum Goldwyns til þess að „punta upp á“, hafa stigið ýmsar, er seinna gerðust frægar stjörnur, t. d. Betty Grable, Paulette Goddard og Lucille Ball. Hér er vitanlega ekki rúm til að telja upp þær myndir, sem Gold- wyn hefur látið gera. Ymsar þeirra hafa verið teknar eftir frægum sög- um, t. d. Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum (Remarque), Arrowsmith og Dodsworth (Sinclair Lewis) o. s. frv. En bezta allra mynda hans telja Bandaríkjamenn Beztu ár ævinnar, sem áður er getið og sýnd hefur verið hér á landi. Samuel Goldwyn er svo lýst, að hann sé maður hár og þrekinn, athafnasamur, ákafur og skjótráður. Hann er oft sagður órór í skapi, er líða tekur að þvi, að kvikmynd sé fullgerð í vinnustofum hans og á það reynir, hvernig hún hafi tekizt, en einnig þegar nýjar hugmyndir vitja hans. Goldlwyn er tvíkvæntur. Hann og fyrri kona hans slitu hjúskap 1915, en 10 árum seinna kvæntist hann fagurri leikkonu, Frances Howard að nafni. Þau eiga einn son, Samuel yngri, 24 ára gamlan, og er hann orðinn forstjóri kvikmyndafélags, enda sagður ámóta athafnasamur og faðir hans. ..l»OKW RAIJÐA“ KRISTMANN GUÐMUNDSSON á heimtingu á því, að gefinn sé gaum- ur hverri hók, sem hann lætur frá sér fara. Hann á sér merkilegan skáldferil, sem minnzt mun verða í bókmenntasögunni, er verkum hans verða gerð viðeigandi skil. Korn- ungur réðst hann til Noregsfarar og sendi vonum bráðara frá sér á norsku smásagnasafnið Islenzka ást (Islandsk kjærligliet). Það var árið 1926. Síðan rak hver skáldsagan aðra á norsku. Brúðarkjóllinn, hugþekk saga, kom 1927, Ármann og’ Vildís, fjaðurmögnuð hók, 1928, Morgunn lífsins, mjög sterkt skáldrit, með persónulýsingum í ætt við hetjulýs- ingar fornsagnanna, 1929. Kristmann dvaldist í Noi’egi til 1933, en kom þá snöggvast heim. Var síðan 2 ár er- lendis, en fluttist því næst alkom- inn til íslands og hefur síðan sam- ið verk sín á íslenzku með sívax- andi tökum á íslenzku máli og stíl. En norsku ritaði hann brátt með þeim ágætum, að mjög var rómað af norskum gagnrýnendum. Upphafsbindi nýrrar skáldsögu eftir Kristmann: Þokan rauða, laum- aðist inn á bókamarkaðinn 2—3 dög- um fyrir síðustu jól. Höf. hefur val- ið sér að aðalsöguhetju fornmann, sem næst lítið er vitað um, höfund Völuspár, en þetta bindi gerist eink- um við Breiðafjörð, í Irlandi, Þránd- heimi og á siglingu út hingað. Isarr Dagsson, en svo nefnist aðalsögu- hetjan, á sér að móður völuna Kaðlinu. Hjá henni vex hann upp, en nemur ýmis fræði af Clemet, írsk-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.