Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN vetur hefur hér eigi linnt á kafalds- hriðum, fellibyljum og frosthörkum, og nú eru fannkomur og frosthörk- ur á hverjum degi. Allur þorri manna mun kominn hér á nástrá, svo ekki er annað sýnna en að hér verði enn einu sinni stórfclldur fellir, nema hati komi von bráðar.“ Úr bréfi úr Húnavatnssýslu 4. apríl. „Tíðarfarið er og hefur verið ótta- legt. Með síðari göngum byrjuðu hríðar og ströngustu illviðri. Viku fyrir jólaföstu komu hinar verstu brunahríðar, með liverjum ísinn kom alskapaður. Síðan hafa gengið viðvarandi megnustu harðindi, og má eflaust telja þennan vetur þann harðasta, sem komið hefur á þessari öld. Hér var þó veturinn 1866—’67 úrtöku harður, og engum í þessu plássi mundi hafa komið til hugar, að yfir þá liði verri vetur; þó er það nú orðið. Það er næstum því undra- vert, hvað menn hafa liarizt áfram fram á þennan dag með pening sinn, enda munu nú flestir á nástrái og óumflýjanlegur peningsfellir fyrir hendi, ef ekki batnar nú vel úr há- tíðinni.“ Ur bréfi úr sömu sýslu 23. apríl. „Allir Miðfjarðardalir og Hrúta- fjörður er svo þakinn gaddi, að ekki sér nema á hæstu vörðuholt. Hér er því auma útlitið, og guð veit, hver endirinn verður, því nú fyrst fara skepnurnar fyrir alvörii að falla.“ JN SVO skipti um, rétt eftir sumar- málin, og mátti ekki tæpara standa, að fram úr sæi, ]>vi að fjár- t'ellir vofði yfir meginþorra bænda á Norður- og Austurlandi. Hér eru að lokum tveir bréfkaflai’, sem lýsa umskiptunum. Úr bréfi úr Húnavatnssýslu 30. apríl. „Fram að þessum tíma hefur von og kvíði mjög barizt um yfirráðin í hugum manna, en nú getur hver með hressum huga og fagnaðai'sælli von óskað öðrum góðs og gleðilegs sum- ars, sökum hinnar dýrmætu sumar- gjafar, er drottinn hefur nú öllum veitt mcð því mesta blíðviðri nú í 3—6 daga, er nálega svo undrum sætir hefur brætt hinn beinharða og feikimikla jökulgadd.“ Úr bréfii úr Axarfirði 1. maí: „A sumarmálum voru flestir hér í sveit á þrotum með heybjörg, fénað- urinn orðinn dreginn og víða sár- magur, og allt annað en álitlegar horfur, því þá var öll jörð hulin klaka og fönn, 10—12 stiga frost fyrsta og annan sumardaginn, en eins og oftar rættist það, að „þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst,“ því fyrsta sunnudaginn í sumri skipti um, og siðan hefur hver dagurinn verið öðrum blíðari og betri, svo nú er komin nægðarjörð.“ Þetta sumar færði þjóðinni sól- skin og gróður og konung og stjórn- arskrá. Bendið vinum yðar á að gerast áskrif- endur að „Samtíðinni." Ef yður vantar góð herra- eða dömu-úr, ættuð þér að tala við mig. Sent um allt land. GOTTSVEINN ODDSSON, úrsmiöur, Laugaveg 10. — Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.