Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 um háls henni. Hún sá einnig ströndina þverhnípta fyrir framan sig og skildi, að fallhraði hennar var nú orðinn of mikill, til þess að unnt væri að snúa við. Það var orðið um seinan að biðja foreldrana hjálpar á ný. Magnþrungin og tignarleg reis hún og svall og hló ofsalega, svo að undir tók í allri klettaströndinni. Þannig mætti hláa báran skapa- dægri sínu. Ástdrukkin mændi hún á elskhuga sinn og kyssti hann ástríðuþrungnum kossum, þar sem hann lá á ströndinni, meðan líf hennar var að fjara út. + Það er sagt: + að stærilæti. sé skilgetið afkvæmi auðlegðarinnar. ♦ að bros sé birta í svip manns, sem sýni, að hjarta hans sé heima hjá sér. ♦ að leyndarmál sé það, sem þú segir aðeins einum manni í einu. ♦ að þögn sé fullkonmasta tákn fyrir- litningar. ♦ að rökræða milli hjóna sé samtal, þar sem eiginmaðurinn fær að hafa næstsiðasta orðið. CJEGIÐ vinum yðar frá efni „Samtíðar- innar“ og berið verð hennar (25 kr. á ári fyrir 10 hefti) saman við verð á öðr- um íslenzkum tímaritum. FJÓRAR BEIXIDIIMGAR MINNSTU aldrei á greiða, sem þú hefur gert vinum þínum, og gleymdu aldrei þeim, sem hafa gert þér gott. FERÐASTU út um heiminn, en gættu þess, þegar þú kenmr heim, að halda því aldrei á lofti, að þú hafir verið að ferðast. LÁTTU MENN verða vara við, að þú sért glaður, en dyldu sorg þína vendilega fyrir þeim. VERTU kurteis. En ef þú ert ekk- ert, annað en kurteisin sjálf, skaltu hafa þig sem minnst í frammi. HEIMURINN er barmafullur af lygi, en þó getum við vonað, að það sé lygi, að allt sé lygi. ÞAÐ, SEM EKIÍI MÁ SEGJA: Við lækni: „Hve margir af sjúkl- ingum yðar hafa dáið eðlilegum dauða ?“ Við næturvörðinn: „Góðan dag, hvernig sváfuð þér í nótt?“ Við kvikmyndastjörnuna: „Hve oft hafið þér verið giftar og hve lengi samtals?“ Við rithöfundinn: „Hafið þér aldrei reynt að hafa ofan af fyrir yður með raunhæfu starfi?“ Við tónskáldið: „Hvaðan hafið þér nú „nappað“ þessu lagi?“ Við bílstjórann: „Hafið þér ný- lega rekizt á kuimingja?“ Við innheimtumanninn: „Reynið þér að sýna mér reikninginn á hverjum föstudegi.“ Við söngvarann: „Hafið sér aldrei reynt að láta kunnáttumann laga í yður röddina?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.