Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Leikfélag Hafnarfjarðar 15 ára Samtal við formann félagsins, Stefán Júlíusson JJINN 19. apríl síðastl. varð Leik- félag Hafnarfjarðar fimmtán ára. 1 tilefni þess hefur ritstj. „'Samtíðar- innar“ farið á fund formanns félags- ins, Stefáns Júlíussonar yfirkennara, og spurt hann um nokkur atriði varðandi starfsemi íelagsins. „Hverjir voru helztu hvatamenn að stofnun Leikfélags Hafnarl'jarð- ar?“ „Það munu hafa verið þeir Daníel Bergmann, sem þá var bakari í Hafn- arfirði, og Gunnar Daviðsson bókari. Báðir þessir menn eru nú fluttir til Beykjavíkur. Daníel var fyrsti for- maður félagsins. En auk þeirra voru meðal stofnendanna, sem voru alls 11, margir áhugamenn um leiklist, og má þar t. d. nefna Eirík Jóhannes- son, sem var i fyrstu stjórninni og enn starfar af fullu fjöri. Hefur hann verið viðriðinn flestar leiksýningar í Hafnarfirði síðastliðin tuttugu ár, og lengst af hefur hann átt sæti í stjórn L. H.“ „Hafa ekki aðstæður að ýmsu leyti verið örðugar?“ „Jú. öll starfsemi félagsins hefur jafnan orðið að byggjast á áhuga félagsmanna í tómstundum þeirra. En um slíkt er sízt að kvarta, þvi margir hafa lagt J)ar mikið að mörk- um af einskærum áhuga, og áreiðan- lega telja þeir, að frístundum sín- um hafi verið vel varið. Og marga ánægjustund hafa þeir átt við þessa tómstundaiðju sina, eigi síður en á- horfendur að leiksýningunum. 1 fvrstu voru skilyrði til leikstarfsemi harla slæm. Þá var leikið í Góð- templarahúsinu, en það var reist árið 1886. Var leiksviðið mjög lítið, bún- ingsherbergi ófullkomin og ljósaút- búnaður fábreytilegur. Stórbót varð á starfsskilyrðumun, þegar félagið fékk inni í Bæjarbíó árið 1945. Átti þáverandi formaður félagsins, Sveinn V. Stefánsson, sinn þátt í því, að Bæjarbíó var svo úr garði gert, að grundvöllur fyrir leikstarfsemi er þar mjög sæmilegur. — Færðist starfsemi félagsins mjög i aukana við flutninginn í Bæjarbíó, og hefur það starfað með miklum hlóma síð- an. — Þó á félagið enn í miklum erfiðleikum með æfingapláss, og má geta þess í því sambandi, að í vetur urðum við að æfa á 6 eða 7 stöðum.“ „Hve mörg leikrit hefur félagið sýnt?“ „Þáu eru alls 20. I þessu sambandi er j)ó rétt að geta þess, að árin 1941— 43 lá félagið niðri. Einstakir félagar léku j)ó alltaf við og við og settu upp 2 leikrit á því tímabili.“ „Hvers konar leikrit hafa einkum notið vinsælda?“ „Ekki her að neita því, að gaman- lejkir hafa alltaf verið vinsælastir á leiksviði í Hafnarfirði. Báðskona Bakkahræðra er langvinsælasta verk- efni félagsins. Hún var leikin 86

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.