Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 14
1U SAMTÍÐIN Hafbúinn gerðist gamall. Síðu lokkarnir hans urðu hvítir eins og tunglsgeislarnir. Alltaf logaði ástin til bárunnar í hrjósti hans, en samt sem áður virti hún hann alls ekki viðlits. Eitt sinn varð á leið þeirra skraut- legur dreki, sem snart fald hárunnar með stefni sínu, og í fyrsta sinn á ævinni skein á stjarskærar tennur hennar, og hún hló. Drekinn var al- skipaður afreksmönnum. 1 lyftingu á honum stóð konungssonur og drakk úr alahastursbikar. Hann lyfti bikarnum og drakk minni bárunnar bláu. Þegar hafbúinn sá þetta, froðu- felldi hann af heiftarhræði. Hann þreif vinstri hendi í kjöl drekans, en ýtti með hinni hægri á kinnung hans og færði því næst skipið i kaf með allri áhöfn. Konungssonur stökk fyrir borð, faðmaði báruna bláu að sér, kyssti bana og drukknaði í örmum hennar. Áfram, áfram liðu þau, bláa báran með dána konungssoninn í faðmi sér og hafbúinn harmþrunginn á eft- ir þeim. Allir fiskar, sem urðu á leið þeirra, göptu og góndu á þessa furðu- sýn, og sumir þeirra eltu þau, en hafbúinn drap þá alla í afbrýðisæði sínu. Tímar liðu, og þau komji loks að endimörkum úthafsins. Langt fram- luidan hyllti landið uppi í purpura- móðu eins og draumský. Við þái sýn kom bláu bárunni ráð i hug. Hún var orðin dauðleið á þessum þrot- lausu bónorðum. Hún hrópaði til himinsins: „Ég ætla að varpa mér upp á ströndina þarna og deyja, því eng- inn mun dirfast að varna mér þess!“ Þegar hafbúinn heyrði þetta, lagði hann á hraðsund til lands og geyst- ist langt fram úr þeim. Röstin eftir hann var eins og plógfar ofar dökk- um skuggum hafsins alla leið að háum kletti, sem hann staðnæmd- ist á. „Hér ætla ég að doka við og neyða þessa óstýrilátu töfradís til að láta loks staðar numið,“ tautaði hann. Þegar bláa báran sá fyrirætlun hans, hrópaði hún af öllum mætti: „Voldugu foreldrar, vindur og ský, komið mér til hjálpar! Hrindið mér áfram með afli ykkar, svo ég verði að voldugri öldu og fái sigrazt á haf- búanum og banað honum á klettin- um, þar sem hann ætlar að hand- sama mig!“ Himinninn varð nú dimmur, og mikið far kom á skýin, en allt nötraði af vængjaþyt stormsins. Bláa báran óx og magnaðist. Faldur hennar gnæfði við himin, og það var eins og úthafið sjálft hopaði fyrir ofurmagni hennar. Við þessa sýn skelfdist hafbúinn, en hann unni bárunni enn af allri þeirri dularfullu ástríðu, sem er leyndardómur hafsins, og það var þessi ástríða, sem veitti honum þrek til að bíða á klettinum með opinn faðminn. Kaldir voru samfundir þeirra og bænvænn koss sá, er bláa báran kyssti hafbúann. Því næst hélt hún óhindruð leiðar sinnar, en hann iá efíir náfölur i valnum. iiláa báran litaðist nú um og varð þess þá vör, að armar konungsson- arins dána, elskhuga hennar, lágu

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.