Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.06.1951, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 155. saga „Samtíðarinnar“ ddchnond VaL BLÁA BÁUAN ^NDVARINN bærðist þýtt og hljóð- lega í tunglsljósinu, og örlítill skýhnoðri sveif rólega niður geim- inn. Sk\úð og andvarinn felldu ástar- hug hvort til annars, og þau gengu að eigast. Þau eignuðust fimm dætur, er háru af öllum öðrum. Þær voru aldar á hinu kyrra, djúpa hafi kær- leikans. Þessar fimm systur voru allar næsta ólíkar hver annarri. Sú fyrsta var lítil og viðkvæm. Hún var hlátur- mild og glaðvær, og þegar hún renndi sér um hafflötinn, skein í mjallhvít- ar, fallegar tennur hennar. önnur systirin var varfærnari. Hún var fagurgræn og skyggð, en stundum hló hún þó, systur sinni til samlætis, og skein þá í skjallhvítar tennur hennar. Sú þriðja var stálgrá og forkunnarfögur, en hún var þótta- full og hló sjaldan. Fjórða systirin var stærri og dekkri yfirlitum en hinar. Hún hló stundum, var annars alvörugefin, en ávallt létt í lund. Sú fimmta var gerólík systrum sínum. Hún var blá eins og himinninn, hló aldrei, en var þó aldrei svipþung. Systurnar liðu urn hafflötinn, og hafbúarnir konui hver af öðrum til að biðja þeirra. Margir þeirra fengu hryggbrot, en er tímar liðu, giftust eldri systurnar samt hver af annarri, hættu að vera bárur og hurfu með mökum sínum inn i ríki sævarguðs- ins. En bláa báran, sem fékk flest bón- orðin, vildi ekki þ}Tðast neinn af biðlum sínum, heldur mændi upp úr sjávardjúpinu og trúði himninum fyrir þvi, að hún hefði aldrei neinn þann augum litið, sem hún gæti elsk- að. Þar kom, að höfðingjar sædjúps- ins urðu alveg úrkula vonar urn, að þeim mundi takast að vinna ástir hennar og létu hana því fara leiðar sinnar afskiptalaust. Kvöld eitt, þegar sólin gyllti kletta- beltin niðri í djúpi hafsins, renndi bláa báran sér niður í djúpið. Þar sá hún stærðar sldpsflak og kom auga á svipi sjódauðra manna, er sátu að veizlu með fiskum hafsins. Þegar báran sveif yfir þá, lutu þeir henni í lotningu, og skugga þeirra bar yfir iðandi sægróðurinn. Bláa báran, sem fann nú í fyrsta sinn til einverunnar, hóf auglit sitt til himins og mælti: „Ég get ekki elskað nema mennsk- an mann, og fái ég ekki fullnægt þeirri þrá, giftist ég aldrei." Eitt sinn, þegar hún leið um víkur og voga úti fyrir stóru landi, vildi svo til, að ungur og fríður hafbúi lcom auga á hana og fékk ofurást á henni. Hann elti hana, hvert sem hún fór, og þreyttist aldrei á að játa henni ást sína. Og hann grét beisklega, en táraúðinn sveif yfir sænum og varð að regnboga í skini sólarinnar. Þrátt fyrir þetta horfði báran aðeins til himins og sagði: „Ég get alls ekki elskað nema mennskan mann. Ef sú ósk mín ræt- ist ekki, giftist ég aldrei.“ Þau liðu frá landi, og l)láa báran lagði lengi, lengi leið sína um hið veglausa haf,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.