Fréttablaðið - 24.12.2009, Side 2
2 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR
VEÐRIÐ Líklega verður hörkukuldi milli jóla og nýárs á
öllu landinu og mikið frost í innsveitum.
Að mati Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofu-
stjóra, mun norðaustanáttin ríkja enn
um sinn næstu daga og éljagangur
líklegur fyrir norðan. Þurrt verði að
mestu um Suður- og Vesturland.
Veðurstofa Íslands býst við stormi
á Vestfjörðum í dag og niður í fimm
stiga frost þar.
Sex stiga frost verði á hádegi á
Egilsstöðum, en hlýjast í Vestmanna-
eyjum, þar sem verði einnar gráðu
hiti.
Í höfuðstaðnum verður hiti um og
undir frostmarki í dag en þriggja gráðu kuldi á jóladag.
En svo kólni og má búast við allt að tíu stiga frosti að
meðaltali á sólarhring.
Páll segir að um áramótin verði veðrið trúlega mild-
ast á suðvesturhorninu.
„Þótt tölvurnar séu háar er of langt í það til að maður
reiði sig mikið á þær,“ segir hann og treystir sér því ekki
til að útlista nánar hugsanleg hlýindi. - kóþ
Páll Bergþórsson telur að ekki fari að hlýna fyrr en um áramótin:
Hörkukuldi milli jóla og nýárs
PÁLL
BERGÞÓRSSON
Á LEIÐ TIL BYGGÐA Þegar síðasti jólasveinninn verður kom-
inn til byggða fer að kólna og verður kalt allt til áramóta.
FRÉTTABLAÐIÐ/SÓLVEIG
JAMAÍKA, AP Fjórir farþegar eru
alvarlega slasaðir og 40 til við-
bótar sárir eftir að þota frá flug-
félaginu American Airlines með
154 innanborðs fór út af flug-
brautinni við lendingu á flug-
vellinum í Kingston á Jamaíku
í gær.
Úrhellisrigning var þegar
þotan lenti og náði hún ekki að
stöðvast á flugbrautinni. Hún
stöðvaðist að lokum innan við
fimm metra frá sjávarmálinu.
Mikið högg kom á vélina
þegar hún fór út af flugbraut-
inni. Báðir hreyflar þotunnar
losnuðu af vængjunum og lend-
ingarbúnaður fór undan vélinni.
Áhöfnin kom farþegunum frá
borði. - bj
Þota fór út af flugbrautinni:
Stöðvaðist í
sjávarmálinu
FLUGSLYS Rannsakað verður hvort rétt
hefði verið að snúa þotunni annað
vegna veðurs, en aðrar þotur náðu að
lenda skömmu fyrir slysið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HESTAMENNSKA „Folöldin eru komin
og unnu hjörtu Mexíkóanna um
leið og þau birtust.“
Þetta stendur í tölvupósti sem
hin þýska hestakona, Regína
Hof, skrifaði Huldu Gústafsdótt-
ur á Árbakka í Rangárvallasýslu,
útflytjanda sjö folalda, sem flutt
voru frá Íslandi til Mexíkó.
Eins og Fréttablaðið greindi
frá leitaði Regína til Huldu eftir
aðstoð við að finna út úr því
hvernig hægt væri að flytja hross
frá Íslandi til Mexíkó. Þegar
komin var áætlun um flutninginn
keypti Regína folöldin sjö. Þau
munu vera fyrstu íslensku hest-
arnir sem fluttir eru milli þessara
landa eftir því sem best er vitað.
Hulda segir að afskaplega vel
hafi farið um folöldin á þeirri
löngu leið sem þau lögðu að baki,
fyrst með flugi til New York og
síðan með bíl gegnum Bandarík-
in.
„Hingað komu þau, svolít-
ið skítug en afskaplega ánægð,“
skrifar Regína enn fremur til
Huldu. „Svo var eins og máttar-
völdin hefðu ákveðið að hafa hönd
í bagga með að taka á móti þeim,
því daginn sem þau komu var
fremur kalt í veðri miðað við það
sem gerist hér, ekki nema sextán
gráður yfir hádaginn og rigning,
sem er ekki venjulegt hér á þess-
um árstíma. Þeim leið því mjög
vel við komuna.“
Folöldin lögðu af stað í ferðina
miklu 25. nóvember. Þau komu á
leiðarenda 17. desember. Hulda
segir að þess hafi verið vel gætt
að þeim liði vel á ferðalaginu; gott
fóður, vatn og mikill og góður
undirburður í bílnum. „Þau voru
þrjár vikur á leiðinni, þar af sex-
tán daga í hvíld. Þá var stoppað á
búgörðum, þar sem þau fengu að
teygja úr sér og leika sér í gerðum
eða á túnum. Það var allt gert til
þess að þau hefðu það sem best.
Ég er rosa ánægð með hvað
þetta gekk vel og spennt að sjá
hvort eitthvert framhald verður
á þessu,“ bætir Hulda við.
„Í fyrstu hugsaði Regína sér
þessi folaldakaup einungis fyrir
sig, en nú stefnir í að þetta gæti
undið upp á sig vegna áhuga Mex-
íkóanna, sem vilji nú ólmir kynn-
ast íslenska hestinum, prófa hann
og kaupa.“
jss@frettabladid.is
VELKOMIN Folöldin hafa þegar vakið mikla athygli eftir að þau komu út til Mexíkó,
enda litskrúðug og falleg. Þeim var vel fagnað við komuna eins og má sjá.
Folöldin hafa unnið
hjörtu heimamanna
Folöldin sjö sem lögðu af stað héðan til Mexíkó 25. nóvember eru nú komin til
nýrra heimkynna. Ferðalagið gekk vel, enda allt gert til að sem best færi um þau.
Þau fengu sextán hvíldardaga á leiðinni. Mexíkóar eru stórhrifnir af þeim.
STOKKHÓLMUR, AP Forsvarsmenn
Ford-bílaverksmiðjanna sögðu í
gær samninga við kínversku bíla-
framleiðendurna Geely Group
um sölu á Volvo-verksmiðjunum
langt komna. Líklegt er talið að
samningar takist á nýju ári.
Ford eignaðist Volvo-verk-
smiðjurnar árið 1999, en eins og
aðrir bílaframleiðendur, sér-
staklega í Bandaríkjunum, hefur
Ford átt í miklum fjárhagsvanda
undanfarið.
Sérfræðingar telja víst að
Volvo-bílarnir verði áfram hann-
aðir og framleiddir í Svíþjóð
þrátt fyrir breytt eignarhald,
enda hluti af vörumerkinu. - bj
Ford selur Volvo-verksmiðjur:
Kínverskt fyrir-
tæki áhugasamt
SÆNSK GÆÐI Búist er við áframhaldandi
samstarfi Ford og Volvo þótt Ford-verk-
smiðjurnar selji hlut sinn í Volvo.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SELFOSS Skammhlaup myndað-
ist þegar gröfubílstjóri á Selfossi
ók of nálægt háspennulínu með
þeim afleiðingum að rafmagn
sló út í bæjarfélaginu. 66 þúsund
volta spenna hljóp í gegnum gröf-
una með tilheyrandi neistaflugi
en bílstjórann sakaði ekki sem
þykir mikil mildi.
Rafmagnsleysið olli töluverðu
tjóni hjá Mjólkursamsölunni á
Selfossi. Að sögn Guðmundar
Geirs Gunnarssonar forstjóra
þurfti að hella niður sex þúsund
lítrum af mjólk, þrífa tækin og
hefja vinnslu dagsins á ný. Seink-
unin þýddi einnig fjögurra tíma
lengingu á vinnudegi hjá um tíu
manns en að sögn Guðmundar
Geirs tóku menn því með jafn-
aðargeði enda ýmsu vanir. Fjár-
hagslegt tjón af rafmagnsleysinu
hjá MS nemur um 650 til 750 þús-
und krónum. - sbt
Skammhlaup olli mjólkurtjóni:
Sex þúsund
lítrar í súginn
SIGLINGAR Útlit er fyrir að öll
íslensk skip verði í landi yfir
hátíðirnar, samkvæmt upplýs-
ingum frá vaktstöð siglinga.
Fjögur íslensk skip sáust á sigl-
ingu innan íslensku lögsögunn-
ar klukkan sjö í gærmorgun og
stefndu þá öll til hafnar.
Þær upplýsingar fengust hjá
vaktstöðinni að undanfarin ár
hefðu alltaf einhver skip verið úti
um jólin. Ekki lá þó fyrir hvenær
það hefði síðast gerst, ef einhvern
tímann, að ekkert íslenskt skip
væri á miðunum um jólin. - sh
Enginn á miðunum:
Öll íslensk skip í
landi um jólin
FÓLK Níu börn komu í heiminn á
fimm tímum á Landspítalanum í
gærmorgun sem er vel yfir með-
altali. Eins og venja er voru sex
ljósmæður á vakt, fjórar á fæðing-
argangi og tvær í Hreiðrinu Allar
fæðingarnar gengu vel, að sögn
Guðrúnar Eggertsdóttur, yfirljós-
móður á fæðingargangi, sem munar
miklu þegar mikið er að gera.
Þegar Fréttablaðið hafði samband
um tvöleytið í gær voru ellefu börn
fædd frá því að Þorláksmessa hófst
á miðnætti og voru fjórar fæðingar
í gangi. Það stefndi því í fjölda fæð-
inga umfram meðaltal sem eru um
tíu fæðingar á sólarhring. „Þetta
er fjörugur og góður dagur,“ segir
Guðrún sem var létt í skapi þegar
haft var samband. Guðrún segir
ómögulegt að spá fyrir um hvernig
hátíðardagarnir verði á fæðingar-
deildinni, oft sé rólegt á aðfanga-
dag og jóladag en þó ekki alltaf.
Alls hafa fæðst 3.435 börn á árinu
á Landspítalanum og Guðrún segist
eiga von á 87 fæðingum miðað við
áætlanir en reynslan sýni að þær
séu gjarnan fleiri. Miðað við það
munu yfir 3.500 börn koma í heim-
inn á Landspítalanum í ár sem er
met en 3.479 fæddust þar í fyrra.
Á Akranesi var eitt Þorláks-
messubarn komið í heiminn þegar
Fréttablaðið hafði samband og
sömuleiðis á Akureyri. Bæði Soffía
Þórðardóttir, ljósmóðir á Akranesi,
og Ingibjörg Jónsdóttir á Akureyri
eiga von á fleiri börnum fyrir ára-
mót en sögðu illmögulegt að spá til
um komudaginn, þau kæmu bara
þegar þau kæmu. - sbt
Mörg börn flýttu sér í heiminn á Þorláksmessu:
Fjörugur og góður dagur
SAKAMÁL Það skýrist fyrstu mán-
uði næsta árs hver niðurstaða
verður í fyrstu málunum af þeim
um fimmtíu
sem sérstak-
ur saksóknari
hefur til rann-
sóknar.
Þetta kom
fram í sam-
tali Ólafs Þórs
Haukssonar,
sérstaks sak-
sóknara, við
Fréttablaðið í
gær. Hann segir farið að sjá fyrir
endann á rannsóknum fyrstu
málanna.
Ólafur Þór vildi ekki tjá sig
um líkur á því að ákært verði.
Hann segir slíkar vangaveltur, á
þessu stigi, geta gert sig vanhæf-
an til að taka ákvörðun um hvort
ákæra eigi eða fella niður mál
þegar rannsókn lýkur. - pg
Sérstakur saksóknari:
Ákvörðun um
ákærur á fyrstu
mánuðum 2010
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra skipa nam rúmum 85
milljörðum fyrstu níu mánuði
ársins. Það er 21 prósenti meira
en á sama tímabili í fyrra, þegar
það nam 70 milljörðum króna.
Aflaverðmæti botnfisks var í
lok september orðið 59 milljarð-
ar, hafði aukist um 19,1 prósent
miðað við sama tímabil í fyrra.
Verðmæti þorskafla var 26,5
milljarðar og jókst um 12,5 pró-
sent frá fyrra ári. Verðmæti ýsu
stóð í stað á milli ára, nam um 12
milljörðum króna. Verðmæti flat-
fiskafla nam tæpum 8 milljörð-
um króna sem er 75,2 prósenta
aukning frá í fyrra. - kóp
Sjávarafli eykst:
85 milljarðar á
níu mánuðum
Kertasníkir, gefurðu mömmu
gömlu einhvern tíma
í skóinn?
„Stundum, en þá fær hún reyndar
bara grýlukerti.“
Kertasníkir kom til byggða í nótt, síðast-
ur jólasveinanna, leitaði uppi tólgarkerti
og gaf smáræði í skóinn. Á leið sinni
fann hann nokkur grýlukerti sem hann
gefur kannski Grýlu móður sinni þegar
hann kemur heim aftur.
KVENNADEILDIN Mikið fjör var á fæðing-
ardeild Landspítalans í gærdag.
TUGGA OG VATNSSOPI Ekki var verra að
fá heytuggu og vatnssopa við komuna.
SPURNING DAGSINS
Ekki efni á landgræðslu
Bæjarstjórn Ölfuss segir sér ekki
fært að verða við ósk Landgræðsl-
unnar um fjárstyrki til tveggja
uppgræðsluverkefna innan sveit-
arfélagsins. Var þar um að ræða
eina milljón króna til uppgræðslu
á Kambinum austan Þorlákshafnar
og tvær milljónir til uppgræðslu í
beitarhólfinu á Mosfellsheiði milli
Lyklafells og Hengils.
ÖLFUS