Fréttablaðið - 24.12.2009, Side 6

Fréttablaðið - 24.12.2009, Side 6
6 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR Áslaug fer í framboð Áslaug María Friðriksdóttir gefur kost á sér í fjórða sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins við borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Áslaug er formaður Hvatar og varaborgarfulltrúi. STJÓRNMÁL Mæðrastyrksnefndir styrktar Sjálfstæðiskonur söfnuðu um 2,9 milljónum króna til styrktar mæðra- styrksnefndum landsins. Ætla má að á milli fimm og sex þúsund manns hafi styrkt átakið. LÍKNARMÁL Rafmagnsverð hækkar Hækka á dreifigjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar um 6 prósent. Er það gert vegna almennrar verðlagsþróun- ar í landinu. FJARÐABYGGÐ HEILBRIGÐISMÁL „Sparnaðarkraf- an á spítalann er ótrúlega há. Við höfum ekkert val, við verðum að ná okkar markmiðum, ná að fylgja fjárlögum og einbeita okkur að öryggi sjúklinga,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Forsvarsmenn spítalans hafa dregið upp hagræðingaráætlun í sextíu liðum fyrir árið 2010. Þær aðgerðir sem ákveðnar hafa verið spara spítalanum 3,3 milljarða tæpa sem er sú krafa sem gerð er til spítalans. Tveir milljarðar eru hagræðingarkrafa fjárlaga eða sex prósent miðað við rekstur spítal- ans árið 2009 auk 1,2 milljarða uppsafnaðs halla á rekstri sama árs. Aðgerðirnar eru bæði almenn- ar fyrir LSH í heild og sértækar fyrir einstök svið eða starfsemi. Hvað almennu aðgerðirnar varðar á að ná mestum sparnaði með því að draga úr vakt- og launakostn- aði lækna og yfirvinnu starfsfólks, auk þess sem sumarafleysingar verða með öðru sniði. Þessir liðir spara tæplega milljarð. „Ég met það svo að helmingur þessarar 3,3 milljarða hagræð- ingar liggi í launum þegar allt er talið,“ segir Björn. Hann segir það hafa legið fyrir um tíma að fækka verði starfsfólki. Hins vegar er hann bjartsýnn á að ekki komi til beinna uppsagna nema að litlu leyti. „Ég tel að þessar breytingar náist meira og minna með starfs- mannaveltu, sem er alltaf töluverð á svo stórum vinnustað.“ Fjölmargir starfsmenn LSH hafa komið að því að finna leiðir til sparnaðar, eða 33 faghópar þegar allt er talið. Spurður hvernig þessi vinna hafi gengið segir hann þetta „líkt því að reyna að kreista blóð úr steini“. Hann gagnrýnir niðurskurð innan heilbrigðiskerfisins afar hart og segir það með ólíkindum að ekki sé tekið tillit til þess að gengistap í rekstri spítalans nemi þremur milljörðum frá hruni. „Ég verð að segja að það er einfald- lega ósanngjarnt að ekki sé tekið tillit til þessarar staðreyndar, eins og hefur verið gert hjá öðrum heilbrigðisstofnunum að nokkru leyti.“ Þegar Björn er spurður hvort ekki sé ljós í myrkrinu þá vísar hann í auglýsingu sem birtist í gær um forval fyrir hönnun á nýjum Landspítala. „Nú verður ekki aftur snúið. Ef allt gengur upp verður farið í jarðvegsvinnu vorið 2011. Þetta eru stórkostlegar fréttir.“ svavar@frettabladid.is Niðurskurðarkrafan hreint ótrúlega há Stjórnendur Landspítalans hafa birt nákvæma áætlun til að hagræða um 3,3 milljarða á næsta ári. Leiðarljós aðgerðanna er að viðhalda öryggi sjúklinga. Eins og að reyna að kreista blóð úr steini, segir Björn Zoëga, forstjóri LSH. BANDARÍKIN HP tölvuframleið- andinn kannar nú hvort galli í hugbúnaði vefmyndavélar á far- tölvum valdi því að myndavélin nemi ekki andlit hörundsdökkra einstaklinga en eigi ekki í vand- ræðum með þá sem ljósir eru á hörund, að því er segir á vef CNN. Hugbúnaðurinn á að nema andlit þess sem horfir í mynda- vélina og fylgja því eftir. Starfs- menn tölvuverslunar í Banda- ríkjunum sýndu með myndbandi sem þeir settu á YouTube að myndavélin fylgdi ekki eftir and- liti hörundsdökks starfsmanns, þó að hún ætti ekki í vandræðum með hvíta samstarfskonu hans. - bj Myndavél greinir ekki svarta: Kanna galla á nýrri tækni Kaupir þú lifandi jólatré? Já 30% Nei 70% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er möndlugjöf hluti af jólahefð- um á þínu heimili? Segðu skoðun þína á visir.is Almennar aðgerðir eru: ■ Dregið úr breytilegri og fastri yfirvinnu – 575,5 m.kr. ■ Dregið úr aksturskostnaði og símakostnaði – 58,8 m.kr. ■ Sumarafleysingar dregnar saman – 131,0 m.kr. ■ Dregið úr vakt- og launakostnaði lækna –206,0 m.kr. ■ Dregið úr viðhaldi, almennum innkaupum og eignakaupum – 206,0 m.kr. ■ Endurskoðun innkaupa á lækn- inga- og hjúkrunarvörum –180,0 m.kr. Sértækar aðgerðir eru: Lyflækningasvið ■ Fækkun sjúkrarúma og aukin dagdeildarþjónusta – 70,0 m.kr. ■ Legudeildum lokað, breytt í dag- deildir A-5 – 13-D –135,0 m.kr. ■ Samdráttur í rekstri skurðstofa 110,0 m.kr. Skurðlækningadeild ■ Legudeildum lokað, breytt í dag- deildir A-5 – 13-D –135,0 m.kr. ■ Endurskipulag á rekstri Blóð- banka – 40,0 m.kr. ■ Samdráttur í rekstri skurðstofa ■ rekstur –110,0 m.kr. Geðsvið ■ Loka deild 14 á Kleppi 92,0 m.kr. ■ Breytt vinnufyrirkomulag / mönn- unarmódel – 72,5 m.kr. Stoðþjónusta ■ Eignasvið, hagræðing í launum og rekstri –100,0 m.kr. ■ Fjármálasvið, hagræðing í launum og rekstri – 59,0 m.kr. DÆMI ÚR AÐGERÐALISTA LANDSPÍTALANS FRÁ LANDSPÍTALA Bráðamóttaka verður sameinuð og mun sú aðgerð skila minnst 60 milljónum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN GARÐABÆR Formlegar viðræður milli bæjarstjórna Álftaness og Garðabæjar um sameiningu sveitar- félaganna eru ekki hafnar en bæjar- stjóri Álftaness hefur þó haft sam- band við bæjarstjóra Garðabæjar. „Áhugi þeirra á að hefja viðræð- ur hefur komið fram og ég býst við að við heyrumst betur milli jóla og nýárs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Bæjarstjórn Álftaness nálgist málið með 90. grein sveitarstjórn- arlaga í huga, en það ferli getur verið nokkuð tímafrekt að mati Gunnars. Í greininni segir meðal annars að bæjarstjórnir skuli kjósa fólk í samstarfsnefnd, sem hafi samráð við ráðuneyti sveitarstjórnarmála, og skila síðan áliti um sameiningu. Þá skal ræða málið tvívegis í báðum bæjarstjórnum og loks skulu íbúar kjósa um sameininguna, að lokinni hæfilegum kynningarfresti. Spurður um afstöðu sína til sam- einingar, segir Gunnar hana koma til með að byggjast á því hvernig verði tekið á fjárhagsvanda Álfta- ness og hvernig ríkisvaldið komi að þeim vanda. Þá eigi íbúarnir að eiga síðasta orðið. Álftanes á að skila skýrslu til sveitarstjórnarráðuneytis um fjár- hagslegar björgunaraðgerðir sínar og um sameininguna fyrir 20. jan- úar. Ekki náðist í bæjarstjóra Álfta- ness. - kóþ Bæjarstjóri Garðabæjar vill sjá hvernig vandi Álftaness verður leystur: Á von á viðræðum eftir jól NOREGUR Piparkökubærinn í Bergen, sem er sá stærsti í heimi, var eyðilagður af ölvuð- um manni sem ekki gat gefið neina skýringu á framferði sínu. Í bænum voru 1.960 mann- virki sem þöktu þúsundir fermetra, hann var byggður af tólf þúsund íbúum borg- arinnar; fjölskyldum, leikskólabörnum og starfsmönnum fyrirtækja. Þegar ljóst var að öll þessi vinna var að engu orðin vegna drykkjuláta, upphófst ein mesta leit í sögu Bergen. Gerð var skýlaus krafa um að skemmdarvargurinn fyndist og fyrirtæki settu fé til höfuðs hans. Maðurinn fannst, reyndist vera 22 ára ónefndur karlmaður, sem sagðist ekkert muna. Andinn í borginni breyttist þó fljótt úr hefndarþorsta yfir í hinn sanna jólaanda. Opnun piparkökubæjarins var einfald- lega frestað um þrjár vikur og ákveðið að byggja hann upp aftur frá grunni. Aldrei hafa fleiri lagt fram krafta sína og með sam- stilltu átaki voru byggðir kastalar, kirkjur, hús, brýr og bátar. Einnig nokkrar bílaferj- ur, farþegaskip og olíuborpallar. Já, og svo auðvitað miðbær Bergen og allar hans fræg- ustu byggingar. Bærinn sem nú hefur risið er sá stærsti í áratuga sögu þessarar norsku jólahefðar. Á laugardag höfðu 60 þúsund manns heimsótt piparkökubæinn og dregið að sér höfugan ilminn af sírópi, engifer og kanil. Ef held- ur fram sem horfir verða slegin aðsóknar- met og syndir drukkins manns eru löngu gleymdar. - shá Ölvaður maður eyðilagði piparkökubæinn í Bergen sem er sá stærsti í heimi: Borgin byggði piparkökubæinn að nýju PIPARKÖKUVERÖLD „Mannvirkin“ skipta þúsundum og fermetrarnir líka. MYND/BJÖRGÓLFUR HÁVARÐSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.