Fréttablaðið - 24.12.2009, Síða 44
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
DESEMBER 2009
Nokkrir dagar eru eftir af árinu 2009 og ennþá tími til að rífa sig úr dúnúlp-
unni, kasta af sér eyrnaskjólunum og panta sér flugmiða (aðra leið?) út í
heim til að taka á móti nýju ári í stuttbuxum og sandölum á hvítri strönd. Á
eftirfarandi fjórum stöðum má búast við sólríkum degi hinn 31. desember
og áramótagleði sem lifir langt fram á fyrsta dag ársins 2010.
HAAD RIN, KOH PHANGAN, TAÍLAND
Hvítar sandstrendur Koh Phangan eru svo draumkenndar og fagrar að
þær renna þeim seint úr minni sem þangað hætta sér. Í hverjum mánuði
eru partí haldin til að fagna fullu tungli, þangað sem um tíu þúsund manns
alls staðar að úr heiminum koma í hvert sinn. Á gamlárskvöld má gera ráð
fyrir enn fleira fólki og enn villtara partíi. En staðurinn er líka þekktur fyrir
rólega og þægilega stemningu á daginn, svo hann hentar vel fyrir þá sem
vilja skemmta sér ærlega en safna kröftum fyrir nýja árið líka.
WAIKIKI-STRÖND, HONOLULU
Það er örugglega ekki dapurlegt að horfa á flugeldana springa út yfir hinni
ægifögru Waikiki-strönd á Honolulu á gamlárskvöld. Íslendingar sem þar
dvelja munu líklega hugsa heim, því á Waikiki er mikið um að einstaklingar
skjóti sjálfir upp flugeldum á ströndinni, sem flestum þjóðum þykir mesta
brjálæði, en Íslendingum hið sjálfsagðasta mál. Á gamlárskvöld er strand-
lengjunni lokað fyrir allri umferð og hún breytist í stærðarinnar gleðskap
með mat, drykk og skemmtiatriðum.
COPACABANA, RIO DE
JANEIRO, BRASILÍA
Fimm milljónir manna safnast
saman í Rio de Janeiro um ára-
mótin og þar af kemur um helm-
ingurinn á Copacabana-strönd-
ina. Götunum í kring er lokað fyrir
umferð og í staðinn fyrir bílljósin
koma milljónir kertaljósa, sem
fólkið kveikir á til að bera fram
óskir og loforð um árið sem er að
renna upp. Ljósadýrðin og feg-
urðin brýst svo út í stjórnlausum
gleðskap sem stendur langt fram
á næsta dag.
GOA, INDLAND
Á sjöunda áratug síðustu aldar
varð Goa athvarf hippa sem
komu þangað til að njóta hins
ljúfa lífs. Þar er lífið ennþá ljúft og
margir hippanna eru þar enn. En
á Goa er orðið töluvert meira af annars konar ferðalöngum, sem vilja ekki
bara slaka á heldur líka dansa frá sér allt vit um nætur. Einn af kostum Goa
er að strendurnar eru margar og stemningin misjöfn þeirra á milli. Þeir sem
heldur kjósa róleg áramót og að njóta fegurðar og kyrrðar á ströndinni
eiga ekki síður erindi þangað.
SÓLARSAMBA
UM ÁRAMÓTIN
Á fullu tungli Taílensk kona dansar frá sér gamla árið í „full moon“-partíi á Haad Rin.
MYND/GETTY
Mannmergð Milljónir manna alls staðar að úr
heiminum fagna áramótunum á Copacobana-
ströndinni í Ríó. MYND/GETTY
ıwww.itr.is sími 411 5000
AFGREIÐSLUTÍMI
SUNDSTAÐA ÍTR
UM JÓL OG ÁRAMÓT
2009–2010
Þorláksmessa Aðfangadagur jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur
23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan
Árbæjarlaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað 12:00–18:00 08:00–12:30 Lokað
Breiðholtslaug 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað
Grafarvogslaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað
Klébergslaug 11:00-15:00 10:00-12:30 Lokað Lokað 10:00-12:30 Lokað
Laugardalslaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað 12:00–18:00 08:00–12:30 12:00–18:00
Sundhöllin 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað Lokað 08:00-12:30 Lokað
Vesturbæjarlaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað
* Á öðrum dögum er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma*
*
Hátíðarsund
Lykill að góðri heilsu