Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 24.12.2009, Qupperneq 44
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2009 Nokkrir dagar eru eftir af árinu 2009 og ennþá tími til að rífa sig úr dúnúlp- unni, kasta af sér eyrnaskjólunum og panta sér flugmiða (aðra leið?) út í heim til að taka á móti nýju ári í stuttbuxum og sandölum á hvítri strönd. Á eftirfarandi fjórum stöðum má búast við sólríkum degi hinn 31. desember og áramótagleði sem lifir langt fram á fyrsta dag ársins 2010. HAAD RIN, KOH PHANGAN, TAÍLAND Hvítar sandstrendur Koh Phangan eru svo draumkenndar og fagrar að þær renna þeim seint úr minni sem þangað hætta sér. Í hverjum mánuði eru partí haldin til að fagna fullu tungli, þangað sem um tíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum koma í hvert sinn. Á gamlárskvöld má gera ráð fyrir enn fleira fólki og enn villtara partíi. En staðurinn er líka þekktur fyrir rólega og þægilega stemningu á daginn, svo hann hentar vel fyrir þá sem vilja skemmta sér ærlega en safna kröftum fyrir nýja árið líka. WAIKIKI-STRÖND, HONOLULU Það er örugglega ekki dapurlegt að horfa á flugeldana springa út yfir hinni ægifögru Waikiki-strönd á Honolulu á gamlárskvöld. Íslendingar sem þar dvelja munu líklega hugsa heim, því á Waikiki er mikið um að einstaklingar skjóti sjálfir upp flugeldum á ströndinni, sem flestum þjóðum þykir mesta brjálæði, en Íslendingum hið sjálfsagðasta mál. Á gamlárskvöld er strand- lengjunni lokað fyrir allri umferð og hún breytist í stærðarinnar gleðskap með mat, drykk og skemmtiatriðum. COPACABANA, RIO DE JANEIRO, BRASILÍA Fimm milljónir manna safnast saman í Rio de Janeiro um ára- mótin og þar af kemur um helm- ingurinn á Copacabana-strönd- ina. Götunum í kring er lokað fyrir umferð og í staðinn fyrir bílljósin koma milljónir kertaljósa, sem fólkið kveikir á til að bera fram óskir og loforð um árið sem er að renna upp. Ljósadýrðin og feg- urðin brýst svo út í stjórnlausum gleðskap sem stendur langt fram á næsta dag. GOA, INDLAND Á sjöunda áratug síðustu aldar varð Goa athvarf hippa sem komu þangað til að njóta hins ljúfa lífs. Þar er lífið ennþá ljúft og margir hippanna eru þar enn. En á Goa er orðið töluvert meira af annars konar ferðalöngum, sem vilja ekki bara slaka á heldur líka dansa frá sér allt vit um nætur. Einn af kostum Goa er að strendurnar eru margar og stemningin misjöfn þeirra á milli. Þeir sem heldur kjósa róleg áramót og að njóta fegurðar og kyrrðar á ströndinni eiga ekki síður erindi þangað. SÓLARSAMBA UM ÁRAMÓTIN Á fullu tungli Taílensk kona dansar frá sér gamla árið í „full moon“-partíi á Haad Rin. MYND/GETTY Mannmergð Milljónir manna alls staðar að úr heiminum fagna áramótunum á Copacobana- ströndinni í Ríó. MYND/GETTY ıwww.itr.is sími 411 5000 AFGREIÐSLUTÍMI SUNDSTAÐA ÍTR UM JÓL OG ÁRAMÓT 2009–2010 Þorláksmessa Aðfangadagur jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur 23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan Árbæjarlaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað 12:00–18:00 08:00–12:30 Lokað Breiðholtslaug 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað Grafarvogslaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað Klébergslaug 11:00-15:00 10:00-12:30 Lokað Lokað 10:00-12:30 Lokað Laugardalslaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað 12:00–18:00 08:00–12:30 12:00–18:00 Sundhöllin 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað Lokað 08:00-12:30 Lokað Vesturbæjarlaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað * Á öðrum dögum er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma* * Hátíðarsund Lykill að góðri heilsu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.