Fréttablaðið - 24.12.2009, Side 50
26 24. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Kvikmyndir ★★★★
Bjarnfreðarson
Leikstjóri: Ragnar Bragason
Aðalhlutverk: Jón Gnarr, Pétur
Jóhann Vigfússon, Jörundur Ragn-
arsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir
og Margrét Helga Jóhannsdóttir.
Eftir þrjár vel lukkaðar þáttarað-
ir er smiðshöggið rekið á vakta-
bálkinn með kvikmynd í fullri
lengd, Bjarnfreðarsyni. Hér
er það sem allir þræðir eiga að
koma saman, þar sem örlög lán-
leysingjanna þriggja verða ráðin.
Þetta er þó fyrst og fremst mynd
um Georg, og hvernig það atvik-
aðist að hann varð samvisku-
fangi móður sinnar, Bjarnfreðar.
Sagan hefst þegar Georg er sleppt
úr steininum. Bjarnfreður móðir
hans hefur snúið við honum bak-
inu og hann á í engin önnur hús
að venda en hjá Daníel, sem hefur
líka skotið skjólshúsi yfir Ólaf
Ragnar, sem gerir það gott sem
sendill þar til hann verður fyrir
óvæntum missi. Út á við reynir
Daníel enn að lifa í samræmi við
væntingar annarra en er að safna
í sig kjarki til að taka örlögin í
eigin hendur. Það er gaman að sjá
þremenningana í nýjum aðstæð-
um. Æskusakleysi Ólafs Ragn-
ars blómstrar í umgengni við tví-
burastrákana hans Daníels, og
eftir mikla þrautagöngu virðist
gullna hliðið að veröld hnakkanna
loksins ætla að ljúkast upp fyrir
honum.
Georg gengur aftur á móti illa
að fóta sig utan veggja fangels-
isins og leggst í heilmikla nafla-
skoðun. Hann virðist kominn af
röð harðstjóra, afa sem beitir
dóttur sína andlegu ofbeldi, sem
brýst út í uppreisn gegn feðra-
veldinu þar sem Georg er gerð-
ur að tilraunadýri, sem enn reyn-
ir að þóknast móður sinni í einu
og öllu.
Bjarnfreðarson er meinfyndin
mynd en melódramatískari verk
en vaktaþættirnir voru: í þeim
var vissulega ávallt undirliggj-
andi dimmur tónn en hér er sleg-
ið á fleiri strengi og kafað dýpra.
Sálarskoðun Georgs er til dæmis
afskaplega sannfærandi og leiðir
til umbreytinga, sem Jón Gnarr
leysir afar vel af hendi og ljáir
persónunni þá auknu vídd sem
hana hefur vantað fram að þessu.
Þetta er saga sem ekki er hægt
að ljúka án þess að Georg verði
heill. Hann er í rauninni sá eini
af þremenningunum sem gengur
í gegnum slíka umbreytingu; ytri
aðstæður hinna tveggja breytast
vissulega, en þeir yfirstíga ekki
þær innri hindranir sem Georg
gerir til að ná sálarþroska.
Ég er meira hugsi yfir persónu
Bjarnfreðar Geirsdóttur. Í frá-
bærum meðförum Margrétar
Helgu hefur hún birst sem ískald-
ur harðstjóri sem hefur komist til
metorða hjá femínistum. Sjálfum
fannst mér það gefa til kynna að
Bjarnfreður sýndi á sér aðra hlið
út á við (eins og harðstjórar gera)
og kæmist til áhrifa í krafti þess.
Þessi tvöfeldni gerði Bjarnfreði
alltaf dálítið forvitnilegan kar-
akter í mínum huga. Tvíræðninni
sleppir hins vegar í Bjarnfreð-
arsyni; í endurlitsköflum birtist
Bjarnfreður einfaldlega sem kona
vanheil á geði, ónýt eftir andlega
misnotkun föður síns, og fyrir það
líður Georg. Engu að síður er hún
í fararbroddi kvenfrelsishreyf-
ingarinnar á áttunda áratugnum.
Þetta er tónninn sem er sleginn;
kvenfrelsishreyfingin saman-
stóð af geggjuðum, bitrum konum
sem komu saman til að bera á sér
sköpin í viðurvist barna. Það var
normið í þessum hópi. Persóna
Georgs Bjarnfreðarsonar er vel
lukkuð ádeila á pólitískan rétt-
trúnað en í honum birtast slíkar
öfgar að hann er dæmdur til að
vera hornreka í mannlegu sam-
félagi. Þessa ókosti hefur hann
frá móður sinni, en sá munur er á
hlutskipti þeirra að hennar öfga-
hegðun ryður henni til rúms hjá
tilteknum hópi, það er að segja
femínistum. Þarna snýst ádeilan
á pólitískan rétttrúnað í höndun-
um á höfundum myndarinnar og
verður að klisju.
Þetta er í rauninni sá ljóður sem
kemur í veg fyrir að Bjarnfreð-
arson verði ein allsherjar flug-
eldasýning frá upphafi til enda;
það er aldrei dauður punktur og
sumar uppákomurnar eru með
því alfyndnasta sem bálkurinn
hefur boðið upp á. Útlit myndar-
innar er afskaplega vel úr garði
gert. Tónlist Péturs Ben er falleg
en á köflum væmin fyrir minn
smekk, en það er bæði smekksat-
riði og sparðatíningur. Heilt á litið
er Bjarnfreðarson afar fullnægj-
andi málalok á bestu sjónvarps-
þáttum sem gerðir hafa verið hér
á landi.
Bergsteinn Sigurðsson+
Niðurstaða: Fullnægjandi lyktir á
frábærum bálki.
Myndin af mömmu
BJARNFREÐARSON Samskipti mæðginanna Georgs og Bjarnfreðar eru undir smá-
sjánni og ljósi brugðið á fortíð leiðinlegasta manns Íslands.
allt hitt dótið.
Sigríður Klingenberg
Ve m
Sm óla.
jólaspá...
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Svörtuloft
Arnaldur Indriðason
Mannasiðir
Egill “Gillz” Einarsson
Heitar laugar á Íslandi
Jón G. Snæland
Karlsvagninn
Kristín Marja Baldursdóttir
Snorri - Ævisaga 1179-1241
Óskar Guðmundsson
Meiri hamingja
Tal Ben-Shahar
Vigdís
Páll Valsson
Harmur Englanna
Jón Kalman Stefánsson
Horfðu á mig
Yrsa Sigurðardóttir
Enn er morgunn
Böðvar Guðmundsson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
16.12.09 – 22.12.09
Unglinga-
hljómsveitin
Heiðurs- gestur
FJÖLDASÖNGUR:
MINNI KVENNA:
MINNI KARLA:
RÆÐUMAÐUR
VEISLUSTJÓRI:
Á KRINGLUKRÁNNI 1. JANÚAR 2009
FORRÉTTUR:
AÐALRÉTTUR:
EFTIRRÉTTUR:
‘68
Diddi Fiðla
Ingólfur Margeirsson bítlafræðingur
Súsanna Svavarsdóttir skáldkona
Ólafur Gunnarsson rithöfundur
Halldór Gunnarsson í Þokkabót
Forsala miða á Kringlukránni
Borðapantanir í síma 893 2323
eða á sophus@kringlukrain.is
Miðaverð f. mat
og dansleik
aðeins 9900 kr.
Miðaverð á
dansleik frá
kl. 23:30 3000 kr.
NÝÁRSFAGNAÐUR KYNSLÓÐARINNAR
Sítrusmarineruð lúða
og koníakstónuð humarsúpa
Andabringa með chili-kirsuberjasósu
og lambafillet með rjómasoðnum
kóngasveppum ásamt kartöfluturni
Frönsk súkkul.kaka m. bláberjagljáa
Kl. 19:00 – Fresita
Engilbert Jensen
FORDRYKKUR: