Samtíðin - 01.04.1955, Page 14

Samtíðin - 01.04.1955, Page 14
10 SAMTÍÐIN burt. En í því kvað við reiðileg hundgá frá einu af götuhornunum Einn af íbúunum hafði hleypt rottu- hundinum sinum út. Janus snarhætti að syngja og stökk upp á grindverkið til hinna kattanna. Hann brosti dá- lítið vandræðalega til Kisu og strauk hárið yfir sköllótta blettinn. Þá fann Mons á sér, að nú var það hann, sem átti leikinn. „Ég skal sansa þennan hundbjána,“ sagði hann og spígsporaði kæruleysislega niður i húsagarðinn. Kisa litla sá sér til mikillar angistar, hvar rottuhundur- inn kom hlaupandi i loftköstum. Dauðskelkuð hjúfraði hún sig að Janusi. I sama bili skaut Mons upp kryppunni — það er þessi gamla, liefðabundna list, sem alveg þarf nautabanataugar til að leika. Það leit út fyrir, að hann ætlaði að mynda glóandi sigurboga handa hundinum, sem hann gæti farið gegnum, ef hann vildi. En hundurinn nam staðar; honum leizt ekki á blikuna. En þetta var rottuhundur og gafst því ekki upp. Urrandi og geltandi dansaði hann hringinn i kringum Mons. Þannig liðu þrjú andartök. Þá var eins og kviknaði i hundinum. Rauði kötturinn tók undir sig stökk og sentist upp á bakið á honum, lú- barði hann í hausinn með framfót- unum og keyrði hann áfram með afturfótunum. Gelt hundsins varð að eymdarlegu ýlfri; hann hentist út úr húsagarðinum með Mons eins og eyðandi eld á baki sér. Kvein hans fjarlægðist óðfluga. „Ó!“ sagði Kisa hugfanginn, „þetta var svei mér vel af sér vikið“. „Þetta er afreksköttur“, anzaði Janus og kinkaði kolli í viðurkenn- ingarskyni. „Komdu svo, ástin mín, við skulum fara. Nú er leiknum lokið“. „Já, en hvað svo, þegar Mons kemur aftur?“ „Þá erum við öll á bak og burt. Komdu nú. Það lifir hvort eð er enginn á hjólhestaslöngum — eða hvað?“ Kisa stóð andartak hikandi og eins og á báðum áttum. En svo leit Janus á hana. Augu hans skutu rauðum og grænum leiftrum og gáfu furðulegt merki, sem var samtímis visbend- ing um að nema staðar og koma þó nær. Það stenzt það enginn. Kisa fylgdi honum andvarpandi meðfram stauragirðingunni fram hjá ylliviðar- stofninum að brandgaflinum. Þaðan lá leiðin gegnum opið á múrnum inn i geysistórt geymsluhús, þar sem korn- og músailm lagði fyrir vit þeim, Janus mælti ekki orð, en Kisu skildist, að þetta væri hluti af hinu víðlenda ríki hans, sem hún átti nú að eignast með honum. Hann fetaði sig nú upp eftir sperru alla leið upp í mæni á húsinu. Það var orðið heiðslurt. öll borgin blasti við þeim. Hann lagði vangann að kinn henn:', og X’ófur þeii'ra lyftust eins og ákuf upphrópunarmerki í áttina til tungls- ins, senx Ijómaði í fyllingu. Hvorugt þeiri’a hugsaði um Mons vesalinginn, sem þessa stundina laumaðist eftir dinmium hjágötum heim til sin með sildai’haus í kjaft- inurn. Bendið vinum yðar á Samtíðina. Munið: 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 krónur.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.