Samtíðin - 01.04.1955, Page 27
SAMTÍÐIN
23
9. — Ertu fús til að taka sæti í
nefndum eða gegna öðrum viðlika
ábyrgðarstörfum ?
10. — Ertu fljótur að bjóðast til
að vinna fyrir aðra?
11. — Ertu mikið fyrir að fylgjast
með öllu, sem er að gerast á þínu
félagsmálasviði?
12. — Mundirðu verða fljótur til
að rétta lilut þinn, ef þú fyndir þig
sniðgenginn á einhverju sviði?
13. — Ertu þægilegur viðmóts,
þar sem karlar og konur eru sam-
an komin?
14. — Ertu oft boðinn í sam-
kvæmi ?
15. — Áttu marga vini?
16. — Er margt kvenfólk meðal
vina þinna?
17. — Tekur þú þér oft fram um
að kynnast fólki eða endurnýja
kunningsskapinn við fólk, sem þig
langar til að kynnast betur?
18. — Gerist þú oft hvatamaður
þess, að aðrir hefjist handa um
eitthvað, sem þú þykist viss um, að
þið munuð hafa ánægju af að fram-
kvæma í félagi?
19. — Er þér sú gáfa léð að vera
háttvís i framkomu og segja alltaf
það, sem við á?
20. — Áttu tilkall til þess, að meiri
hluta þess fólks, sem þú umgengzt
af háðum kynjum, líki vel við þig?
GEFÐU ÞÉR fimm stig fyrir hvert
„JÁ“. 70 stig eru mjög góð einkunn,
og hvað þú færð yfir 60 stig er ágætt.
50—60 stig eru nægileg, 40—50 stig
léleg einkunn. Fáirðu undir 40 stig-
um, liefurðu ekki staðizt prófið.
ÞAKJÁRN
ÞAKPAPPI
ÞAKSAUMUR
PAPPASAUMUR
ÞAKGLUGGAR
MÚRHÚÐUNARNET
SAUMUR alls konar
Hafnarstræti 19. — Sími 3184.