Samtíðin - 01.11.1957, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.11.1957, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN 5 Augun bláu, augnn bláu bliðu mér tjá. Augim dökku, augun dökku dreymandi þrá. Svannabros er sveini sölargeisli kær. Forlög ráða rúnir þær, hver rósirnar fær. Bjössi kvennagull (Poppa Piccolino) Við birtum vegna áskorana eftirfarandi texta: Sungið af Hauk Morthens á HMV plötur. Birt með leyfi Fálkans h.f. Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri? Bjössi á mjólkurbílnum, Bjössi á mjólkurbílnum. Hver stígur benzinið í botn á fyrsta gíri? Bjössi á mjólkurbilnum, — hann Bjössi kvennagull. Við brúsapallinn bíður hans mær, „Hæ, — Bjössi, keyptirðu þetta í gær?“ Og Bjössi hlær: „Ertu öldungis ær, ... alveg gleymdi ég því. — Þér fer svo vel að vera svona æst, en vertu nú stillt, — ég man þetta næst. Einn góðan koss, svo getum við sætzt á ný ...“ Hann Bjössi kann á bíl og svanna tökin, við brúsapallinn fyrirgefst mörg sökin ... Hver ekur eins og ljón ... E. Guðmundsson. Frúin: „Áöur létuð þér yður nægja að hafa einn karlmann hjá yður á kvöldin, en í gærkvöldi höfðuð þér tvo.“ Stúlkan: „En kvöldin eru nú líka svo löng núna í skammdeginu.“ Frá Þjóðleikhúsinu KVIKMYNDALANDIÐ Bandaríki Norð- ur-Ameríku hefur einnig orðið vagga merkilegrar leikritagerðar. Hafa kvik- myndirnar haft veruleg áhrif i þvi efni. Þjóðleikhúsið sýnir nú þriðja áhrifamikla leikinn eftir eitt af athygliverðustu yngri leikritaskáldum Bandaríkjanna, Arthur Miller. Nefnist leikurinn á íslenzku: Horft af brúnni. Dr. Jakob Benediktsson hefur þýtt leikritið á íslenzku, Lárus Pálsson annast leikstjórn, og hefur hvort tveggja vel tekizt. Mikla athygli vekur meðferð Róberts Arnfinnssonar á hlutverki Eddies Carbones. Myndin er af Róbert í gervi Carbones. Sýning þessa örlagaleiks má teljast menningarviðburður. TÖKUM myndir við öll tækifæri. Ljósmyndavinnustofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10-297. Pósth. 819.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.