Samtíðin - 01.11.1957, Síða 17

Samtíðin - 01.11.1957, Síða 17
SAMTIÐIN 13 liann, „það er kalt. Ég held það hafi hlotið að slá að mér eða ég sé að kvefast.“ Andartak horfði hún á hann, stundi við, tók svo' frakka ofan af herðatré og rétti honum. „Hérna,“ sagði liún liljómlausri röddu. „Farðu í þetta og hypjaðu þig svo héðan, áður en ég kalla á hjálp.“ Án þess að mæla orð frá vörum fór hann i frakkann, lahbaði niður þrepin og hvarf út á vellina. Tungl var fullt og gaf frá sér gullna birtu. Hún gekk löturhægt niður tröppurn- ar, leysti hundana og horfði á þá þjóta út á vellina eins og grannvaxna, spengilega úlfa. Að þvi húnu gekk hún aftur upp þrepin og læsti dyrun- um. Það var enn glaða tunglsljós. Snemma morguninn eftir færði dökkleit, þrekvaxin tatarakona úr vagni þar i grenndinni henni frétt- irnar. „Ökunnur maður hefur fundizt dauður, Rósa,“ sagði hún, „i glóandi lynginu, sundurtættur af hundunum þínum, alveg eins og margir segj a, að þeir hafi einu sinni banað manninum þínum. — Er það ekki undarlegt?“ „Ef til vill,“ sagði hún svo lágt, að enginn hefði getað heyrt það nema hún sjálf, „og þó ekki svo skrítið, þvi liann var i frakkanum hans.“ Frúin: ,,Þa5, sem fitar mann, eni þessar sífelldu leifar, sem ekki tekur að geyma, en óviðkunnanlegt er aö fleygja.“ Húfugerð. Herraverzlun. 1». EYFELD Ingólfsstræti 2, Reykjavík. Sími 10199. Drauvnaráðningar • IS. Það veit á hugarangur, ef þig dreymir, að þú sért að éta ís. • VARÐHALD. Ef þig dreymir, að þú dúsir í fangaklefa, mun þér mikill fögnuður í vændum. • MYKJA. Það veit á illt, ef þig dreymir, að þú sért að bera mykju á tún, nema þú hafir það starf með höndum, þegar svo her undir. • ÞORSTI. Það er fyrir góðu, ef þig dreymir, að þú svalir þorsta þínum með tæru vatni. Sé vatnið hins vegar gruggugt, er það fyrir óheppni. • HJÚKRUN. Ef þig dreymir, að þú sért að hj úlcra barni eða hlynna að því, mun þér brátt verða trúað fyrir ánægjulegu starfi, sem þú lief- ur lengi óskað þér. FRÆCiIR ORÐSKVIÐIII Hneigðu þig fyrir auðnum, og hann mun brátt heimta, að þú kyssir fót sinn. Öttastu ekki ókominn dag. Hygginn maður hneigir höfuðið; tréð, sem ber ávexti, beygir sig dýpst. Rétta aðferðin til að drepa tím- ann er að vinna hann í hel. Þögn er vissari en sögn, þegar ó- vinir vorir heyra til. Dygðugt líf er varanlegasti minn- isvarðinn. Húsgagnasmíöastofan LaUgaveg 34b selur ávallt góð og ódýr húsgögn. Tekur einnig gömul húsgögn til viSgerðar. — Fljót og góð afgreiðsla. Sími 18461.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.