Samtíðin - 01.02.1958, Síða 8

Samtíðin - 01.02.1958, Síða 8
4 SAMTÍÐIN hið vandaðasta rit, 270 bls. að stærð. Hún er myndskreytt af Jóhannesi S. Kjarval listmálara, Pétur Sigurðsson prófessor annaðist prófarkalestur og reit athuga- semdir að bókarlokum, en Bjarni alþm. Bcnediktsson reit inngangsorð og lýsti markmiði útgefenda með bókinni. Veiztu ? 1. Hver orti þetta: Ertu á förum, elsku vinur, út í heiminn, vestur í bláinn? 2. Hvaða efni vinnur lauf trjánna úr loftinu á sumrin? 3. Hvaða biblíuhetja barðist með asnakjálka að vopni? 4. Hvar eru Skáleyjar? 5. Hvað er réttliyrningur ? Svörin eru á bls. 32. li /n i þcssa heftis: Magnús Víglundsson: ,,Lífvörður þessa lands er vor saga“ .....Bls. 3 Dægurlagatextar ................. — 4 Ástamál ..................... — 5 Draumaráðningar ................. — 6 Kvennaþættir Freyju . ...........— 7 Úlla Winblad .................... — 11 Farið varlega, frú mín (framh.saga) — 12 Verðlaunaspurningarnar .......... — 15 Guðm. Löve: Baráttusaga .........— 16 Bréfaskóli Samtíðarinnar ........— 19 Afmælisspádómar fyrir febrúar .. — 21 Guðm. Arnlaugsson: Skákþáttur .. — 24 Árni M. Jónsson: Bridge .........— 24 Þeir vitru sögðu. — Vísnaþáttur o. m. fl. Forsíðumynd: GRACE KELLY og STE- WART GRANGER í MGM-kvikmyndinni „Green Fire“, sem Gamla Bíó sýnir á næstunni. <2^œ^uría^atextar Við birtum vegna áskorana eftirfarandi texta: Rokk-valsinn Söngur um liringdans og rálðstjórnar- mána. Texti og lag eftir Tólfta September. Á böllum er hringdans í heiðri sem stendur, þar herra með dömu snýst, um gólfið í einlægum bugðum og bylgjum og brjóstum er lyft, — og þrýst. Og sagt er, að menningin hylli þá hljómsveit, er helzt spilar rokk og ról og lætur sem flesta, er fara’ út á kvöldin, þar finna sitt miðnæturskjól. Viðlag: Já, Rokk og ról, er hnoss, sem vor heims- menning ól. Já, Rokk og ról, þú listanna lýsandi sól!M Og svo eru þeir, sem ei dansa við dömur, en dufla við stjörnurnar, og þjóta á ball út í blákaldan geiminn með brennandi eldflaugar. En eldflaugar blossa og skipta um skoðun jafn skjótt eins og leikarar, og lenda þá kannske á hringsóli’ um heiminn sem himneskir þjóðleiðtogar. Viðlag: Já, Rokk og ról, er hnoss, sem vor heims- menning ól. Já, Rokk og ról, þú listanna lýsandi sól!!! Og ráðstjórnarmánunum frægu var falið að finna hann nafna sinn, og skyldu því taka með tilboð frá Krúsév, er tryggði þeim heimsfriðinn. Tízkan er á okkar bandi. Landsins beztu og fjölbreyttustu prjónavörur. Sent gegn póstkröfu. HLÍN, Skólavörðustíg 18. Sími 12779. Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes, Laugavegi 30. Sími 19209. Trúlofunarhringir, 14 og 18 karata Steinhringar, gullmen.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.