Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.02.1958, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 Á heið-kvöldum, síðan, má sjá út í geim þessa sovét-listamenn með flaugar og hunda á fjarstýrðu rokki og flögrandi' í kringum oss enn. Viðlag: Já, Rokk og ról, er hnoss, sem vor heims- menning ól. Já, Rokk og ról, þú listanna lýsandi sól!!! * Oskalandið okkar Texti eftir Böðvar Guðlaugsson. Ingi- björg Smith syngur á HMV plötu nr. JOR 239. Birt með leyfi Fálkans hf. Eftir- prentun bönnuð. Þú kemur með mér, vinur kær. Lengst 1 suðri, fyrir handan höf og lönd, rís úr hafi bláu ævintýraströnd, þar er óskalandið okkar, vinur kær. Ýfist sær, öldufald klýfur glæstur knör, okkur tvö yfir sæ ber á brúðkaupsför. Og við safírbláan vog, þar sem gullið aldin grær. loks við göngum tvö á land, vinur kær. Villta þrá vakið fá suðræn sólarlönd, með sedrusvið, eplatré, hvíta pálmaströnd. Þar við nema skulum land, byggja bambusskýli lágt, og búa þar við guð og menn í sátt. Þar verður gott að lifa, þar verður elskað heitt, þar verður hverju angri í ljúfa sælu breytt. Og þegar tímar líða fram, mun margt töfrum slungið kvöld tifa um hvítan sandinn barnafjiild. Segið öðrum fráSAMTÍÐINNI Vá erurn meÉ d notunum Hljómplötur og músíkvörur. Afgreiðum pantanir um land allt. Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgasdóttur, Vesturveri, Reykjavík. — Sími 11315. W Ástamát W Á stfangin kona vill allt annað fyr- ir mann sinn gera en Inætta að gagn- rýna hann. Það, sem fyrir henni vak- ir, er að gera meiri mann úr honum. — J. B. Priestley. Ástin má sín meira en velmegun, fjársjóðir og auðæfi, en hún þarfn- ast þeirra engu að síður. Ekkert er hræðilegra fyrir næmgeðja elskanda en að þurfa sakir fjárskorts að leggj- ast svo lágt að grípa til aðferða, sem þeim lakari menn eru vanir að beita. — Prévost ábóti. Konan var sköpuð úr rifi úr síðu mannsins, til þess að hann skyldi á- vallt verndá hana við brjóst sér og elska hana af öllu hjarta. — Matt- hew Henry. Ástin kemur bæði miklu góðu og illu til leiðar .... Þunglynt fólk er einna bezt fallið til ásta. Oft er þann- ig að orði komizt, að ýstfanginn og dapur séu samnefni; en ástin ein megnar að skapa þá hryggð, sem er laus við óþægindi. — Frú de Lambert. Enginn þekkir orsakir ástarmnar, en allir afleiðingar hennar. Hún hef- ur haft áhrif á gang heimsmálanna, sigrað stjórnendur þjóðanna, heri og heilar þjóðir. Ef nefið á Kleópötru hefði verið styttra, mundi saga ýmsra landa hafa orðið öll önnur en raun ber vitni. — Pascal. Vindurinn þýtur og veggina ber. Komdu til hennar Hervarar kveðju frá mér. Húfugerð. Herraverzlun. MK EYFELD Ingólfsstræti 2, Reykjavík. Sími 10199.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.