Samtíðin - 01.02.1958, Page 11

Samtíðin - 01.02.1958, Page 11
SAMTÍÐIN / Kvennaþættir Samtíðarinnar — Jreyja ÉG ÓSKA ykkur öllum, kæru les- endur, gleðilegs nýárs og þakka hlý- leg bréf og áramótakveðjur, sem mér hafa horizt. Ég hlakka til samstarfs- ins við ykkur á þessu ári og sný mér fyrst að: Snyrting vetrarins HÚN er yfirlætislausari en maður hefur átt að venjast að undanförnu. Litirnir eru ljósir, án þess þó að vera fölir. Ef þið teljið nauðsynlegt að mála ykkur kringum augun, skuluð þið forðast að smyrja of þykkt á húðina, því að þá verðnr svipurinn þungíamalegri. Auðvitað leyfist allt- af að gera meira að þessu, áður en farið er út á kvöldin, en sem sagt: gerið það umfram allt smekldega og hófsamlega. Hér eru nokkur dæmi um tizku- liti andlitssnyrtingarinnar. Harriet Hubbard Ayer gefur þess- ar reglur viðvíkjandi litum sínum: Undirlagið émake) sé sólbrúnt, púð- ur brúnbleikt, kinnarlitir hleikir, augnaskuggar grænleitir eða blágrá- ir, augnalokin blýantsgrá eða svört, augnhár brún eða svört, varalitur skærrauður. Revlon gefur upp þessa liti: Undir- lag(make) fílaheinslitt eða ljóshrúnt, púður í sama lit, augnalok blá, græn eða svört, augnabrúnir dökkbrúnar, varalitur rauðhlár. Helena Rubinstein segir: Undir- lagið (make) sé silkivatnslitt. Púðr- ið segir hún líka, að eigi að vera vatnslitt, augnalok í sama lit og aug- un, augnhár svört, en varaliturinn skærrauður og lýsandi. ■fc Lifnaðarhættir Lily Pons FRANSKA óperusöngkonan heims- fræga, Lily Pons, eyddi sumarleyfi sínu 1957 á Suður-Frakklandi. Venju- lega hefur hún eytt leyfunum á Flór- ída,'en þar er hún heiðursborgari og nýtur ýmsra sömu réttinda og sjálf- ur Eisenhower forseti. Söngkonan hefur brennandi áhuga á húsagerðarlist og austurlenzkum listmunum. Hún hefur nýlega reist sér sérkennilegt hús í eyðimörku vest- ur í Kaliforníu. Uppdráttinn að hús- inu gerði hún sjálf, en það likist einna helzt austurlenzku musteri. Þakið er eins og lögregluhúfa, húsa- garðurinn lagður rauðum tígulsteini, loftin öll skreytt, húsgögn og gólf- teppi í austurlenzkum litum. „Ég get ekki lifað nema í þessu lilýja og leyndardómsfulla, austur- lenzka umhverfi,sem er andlega slcylt mér,“ segir söngkonan. „Ég hef oft ferðazt um austurlönd, lönd hinnar göfugu menniugar, þar sem timinn stendur kyrr, vegna þess að mann- inum finnst hann vera í tengslum við sjálfa eilífðina.“ Framleiðum lcápur og dragtir úr tízlcuefnum eftir sniðum frá þekktustu tízkuhúsum heims. — Sendum gegn póstkröfu. ií Á P A N H.F. Laugavegi 35. — Sími 14278.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.