Fréttablaðið - 30.12.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 30.12.2009, Síða 10
10 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Hollráð um eldvarnir oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Reykskynjarar bjarga mannslífum Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur er að finna á oryggi.is. PPII PPAAA RRRRRR \\\\\\\\\\\\ TTTTTTTTTTBBBBB WWWWWW AAAA •• SSÍÍ AAA • 9 2 2 5 4 5 44 9 2 2 5 9 2 2 EFNAHAGSMÁL Allar leiðir fjármála- stofnana til greiðslujöfnunar hús- næðislána og skuldaaðlögunar eru því marki brenndar að þær auka heildargreiðslubyrði heimilanna, fyrir utan leið Arion banka. Þetta er furðulegt í ljósi þess að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hefur upplýst að töluvert svigrúm sé fyrir veru- lega lækkun á greiðslu- og skulda- byrði heimilanna. Svo segja Hagsmunasamtök heimilanna í nýrri samantekt. Greiðslujöfnun húsnæðislána geti hækkað heildarkostnað lántaka um allt að 180 prósent á lánstíma. Í greinargerð samtakanna er fullyrt að Mark Flanagan, sendi- fulltrúi AGS, hafi sagt á fundi með félögum úr samtökunum að sjóð- urinn vilji sjá allt svigrúm stóru bankanna til leiðréttingar nýtt. Svigrúmið nemi um 44 prósentum af verðmæti lánasafnanna. Hagsmunasamtökin telja bank- ana beita blekkingum. Lausnir fjármálastofnana bjóði upp á að mánaðarlegar greiðslur lækki mikið með því að greitt sé minna af höfuðstóli, en meira í vexti. Lækkunin vari í ákveðinn tíma en svo byrji bankarnir að „vinna upp hvern þann afslátt sem lántakar fá fyrstu árin“. Ef bankarnir skiluðu þeim afslætti sem þeir fengu frá gömlu bönkunum gætu þeir veitt fimmtíu prósenta afslátt af gengistryggð- um lánum, og tuttugu prósenta afslátt af höfuðstóli verðtryggðra lána, segja samtökin. Bankarnir eigi að ganga mun lengra en þeir hafa gert. Þessar fjármálastofnanir hafi valdið hruni bankakerfisins og ætlist nú til þess að almenningur borgi brúsann. Samtökin krefjast þess að fyrirtækin axli sína ábyrgð og stuðli að sátt í samfélaginu. klemens@frettabladid.is Telja banka beita sjón- hverfingum Hagsmunasamtök heimilanna kalla þær leiðrétt- ingar á lánum sem nú bjóðast „sjónhverfingar“. Þau vilja tafarlausar aðgerðir og minna á orð AGS um að svigrúm sé fyrir lækkun á greiðslubyrði. HÚSIN Í 101 REYKJAVÍK Hagsmunasamtök heimilanna minna á orð Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um að svigrúm sé til leiðréttingar skulda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslandsbanki var beðinn um að svara staðhæfingum Hagsmunasamtak- anna: ■ Í fyrsta lagi um að heildargreiðslubyrði aukist við greiðslujöfnun. Samskiptasvið bankans segir að vextir á óverðtryggðum lánum hafi lækkað í 6,5 prósent en útreikningur samtakanna geri ráð fyrir sjö prósenta vöxtum hjá bankanum. „Miðað við að vaxtastig haldi áfram að lækka þá mun kostnaður lánsins einnig lækka.“ ■ Einnig var bankinn spurður um meintar sjónhverfingar. „Hvað varðar höfuðstólslækkun þá hefur alltaf verið skýrt að vextir í íslenskum óverðtryggðum krónum eru hærri en erlendir vextir og því er ekki um neina blekkingu að ræða í þeim efnum,“ segir samskiptasviðið. Bankinn hafi ávallt leitast við að gefa sem réttasta mynd af kostum og göllum úrlausna bankans. Ásökunum um sjónhverfingar er vísað á bug. ■ Bankinn var einnig beðinn um viðbrögð við því sem samtökin segja, að mikið svigrúm sé til þess að lækka skulda- og greiðslubyrði skuldara, en þau bárust ekki í svari bankans. SVARA EKKI UM SVIGRÚMIÐ PAKISTAN, AP Stjórnvöld í Pakistan sendu út beiðni um ró í gær vegna óeirða sem fóru í gang eftir sjálfs- morðssprengingu sem beint var að sjía múslimum á mánudag. Árásin átti sér stað við Ashoura-hátíðahöld sjía múslima í Karachi, stærstu borg Pakistans. Miklar öryggisráðstafanir voru viðhafðar þegar fólk safnaðist saman í miðborg Karachi í gær vegna útfara sumra sem létust. Árásin varð kveikja óeirða þar sem hópar fólks fóru um borgina og kveiktu í mörkuðum og versl- unum. Ehteshamul Haq, slökkviliðs- stjóri Karachi, sagði að tvær bygg- ingar, með fjölda verslana og skrif- stofa hafi þegar hrunið, og tvær til viðbótar væru að hruni komnar. Pakistanskir embættismenn sök- uðu ónefnda „misindismenn“ um ofbeldisölduna, fremur en sjíana sem sjálfsmorðsárásin beindist að, mögulega til að draga úr spennu milli trúarhópa. „Við teljum að um skipulegt samsæri sé að ræða,“ sagði Reh- man Malik, ráðherra innanríkis- mála. „Þeir sem gripu til ofbeldis voru misindismenn, ekki mótmæl- endurnir.“ Ekki lá enn ljóst fyrir í gær hver væri ábyrgur fyrir árásinni á mánudag, en þá hófust hátíðahöld sjía múslima til að minn- ast dánardags sonarsonar Múham- meðs spámanns, Imams Hussein. Sjíar eru minnihlutahópur í Pak- istan og hafa mátt þola tíðar árásir frá öfgahópum súnní múslima sem líta á þá sem trúvillinga. - óká EFTIR ÓEIRÐIR Eftir sjálfsvígsárás á mánudag var kveikt í stærsta heildsölumarkaði Kar- achi. Yfir 200 slökkviliðsmenn börðust enn við elda 24 stundum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sjálfsmorðsárás í Karachi í Pakistan á mánudag varð kveikja að öldu ofbeldis í borginni: Enn barist við elda sólarhring eftir árás Í HEIMSÓKN Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, (til hægri) vísar Madhav Kumar Nepal, forsætisráðherra Nepals, veginn í móttökuathöfn í heimsókn þess síðarnefnda í þinghúsinu í Peking í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.