Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR10 I N N L E N D U R A N N Á L L Á hrifa af ofhitnun hag- kerfisins síðustu ár og hruninu í fyrra gætti enn á árinu sem er að líða. Í raun má segja að allt hafi verið á suðupunkti. JANÚAR „Við höfum úr háum söðli að detta en ekki Simbabve,“ sagði Gylfi Magnússon, þá dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, um umfjöll- un vikuritsins Economist um hag- vöxt á heimsvísu í fyrstu viku árs- ins. Ísland vermdi botnsætið enda reiknað með tíu prósenta sam- drætti hér í kjölfar bankahruns- ins. Væntingarnar voru tvöfalt verri en í Afríkuríkinu Simbabve. Gylfi benti á að Simbabve hafi um árabil glímt við efnahagsþreng- ingar, áttatíu prósenta atvinnu- leysi og hungursneyð. Því sé ekki að skipta hér. Seðlabankinn flutti átján pró- senta stýrivexti með sér inn í nýtt ár og vildu margir koma þeim niður. „Ég hafna því að það sé nokkur ágreiningur innan Seðlabankans í peningamálum,“ sagði Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri um ósamræmi á milli bankastjórnar Seðlabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Bankastjórnin vildi lækka stýrivexti. Fréttablaðið sagði hag- fræðisvið bankans og AGS því mótfallið. Fleira var á suðupunkti en hag- kerfið. Ríkisstjórnin var í frjálsu falli og sneru stuðningsmenn við henni baki. „Ég hef aldrei verið í vafa um að ég ber hluta af hinni pólit- ísku ábyrgð og hef alltaf ætlað að axla hana,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er hann sagði óvænt af sér embætti undir lok mánaðar. Á sama tíma vék hann forstjóra Fjármálaeftir- litsins frá ásamt stjórn þess. Svo féll ríkisstjórnin. Jóhanna Sigurð- ardóttir tók við stól forsætisráð- herra af Geir Haarde í nafni Sam- fylkingar og Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri-grænna, tók við fjármálaráðuneytinu. Gæfan virtist almennt hafa snúið baki við landinu, ekki síst heimilum og fyrirtækjum. FEBRÚAR „Brýnasta verkefni ríkisstjórn- arinnar er að endurreisa traust á fjármálakerfi landsins. Grund- völlur þess er að gera breytingar á yfirstjórn Seðlabankans,“ sagði Jóhanna og sendi bankastjórun- um þremur í Seðlabankanum bréf þar sem farið var fram á að þeir færu samstundis frá. Hún lagði sömuleiðis fram stjórnarfrum- varp, sem gerði ráð fyrir einum seðlabankastjóra í stað þriggja. Sá skyldi hafa meistarapróf í hag- fræði. Sjálfstæðismenn urðu æva- reiðir og sögðu frumvarpið sniðið til þess eins að koma Davíð Odds- syni úr Seðlabankanum. Ingimundur Friðriksson var fyrstur til að hlýða kalli ráðherra en þeir Davíð og Eiríkur Guðna- son neituðu að hreyfa sig fyrr en frumvarpið yrði að lögum. Um svipað leyti settu skila- nefndir Glitnis og Landsbankans Baugi stólinn fyrir dyrnar. Lán til félagsins voru gjaldfelld og gengið að eignum í Bretlandi. Hreinsunarstarf var hafið og mælti sænski bankasérfræðing- urinn Mats Josefsson með því að „eitraðar eignir nýju bankanna“ yrðu færðar í sérstakt eigna- umsýslufélag. Þar á meðal voru helstu fjárfestingafélög lands- ins, fyrirtæki í byggingariðnaði og stór bílaumboð. Þegar halla tók á mánuðinn sáust fyrstu merki um uppstokk- un á bankakerfinu og hugsanlega aðkomu erlendra kröfuhafa að nýju bönkunum. Frumvarp forsætisráðherra um breytingar á Seðlabankanum varð loks að lögum í lok mánað- ar og kvöddu þeir Davíð og Ei- ríkur samstarfsfólk sitt. Norski hagfræðingurinn Svein Harald Øygard tók við starfi þeirra. MARS Endurreisnarnefnd Sjálfstæðis- flokksins setti út óvænt spil þegar hún sagði í drögum að ályktun far- sælast að ganga til viðræðna við Evrópusambandið um gjaldeyris- mál enda erfitt að byggja upp efna- hagslíf að nýju með ónýta krónu. Höfundur var Ólafur Ísleifsson hagfræðingur sem jafnframt á sæti í Skuggabankastjórn Mark- aðarins. Drögin skrifaði hann að beiðni flokksins. Hugmyndirnar urðu að engu enda samræmdust þær ekki stefnu flokksins. Þrátt fyrir væntingar Seðla- bankans til að styrkja krónuna með belti og axlaböndum í formi gjald- eyrishafta nýttu fjárfestar allar þær glufur sem þeir komu auga á til að fara fram hjá þeim og keyptu krónur á aflandsmörkuðum. Uppskeran var ríkulega enda tug- prósenta munur á gengi evrunnar hér og á mörkuðum ytra. Þá féll Straumur í hendur skila- nefndar þegar hann gat ekki stað- ið við skuldbindingar sínar. Þetta var fyrsti bankinn sem féll í hend- ur ríkisins á árinu. Erlendir fjöl- miðlar sögðu hættu á þjóðar- gjaldþroti Íslands. Staðan veikt- ist hratt og atvinnuleysi jókst stöðugt. Þá fóru fleiri fyrirtæki á hliðina, flest í byggingaiðnaði. Seðlabankinn sagði átján pró- sent heimila landsins með nei- kvæða eiginfjárstöðu. Forsætis- ráðherra sagði hugsanlegt að af- skrifa stóran hluta skulda þeirra verst settu. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, var vongóður um að horfur í efnahagsmálum gætu batnað undir lok árs. Horfurnar voru ekki betri en svo að Byr greindi frá 29 millj- arða króna tapi. „Þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Ragnar Z. Guð- jónsson sparisjóðsstjóri og biðl- aði til ríkisins eftir eiginfjár- framlagi. Fimm sparisjóðir áttu eftir að bætast í hópinn. Sparisjóðabankinn og Spron komust ekki niður á hnén. Áður en til þess kom tók FME bank- ana yfir og heyra þeir nú sögunni til. APRÍL Decode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, ein af vonar- stjörnum íslenskra tæknifyrir- tækja, greindi frá því í uppgjöri sínu að fjármunir þess væru að brenna upp. Seðlabankinn leitaði allra ráða til að vinda ofan af jökla- bréfastaflanum svokallaða, eign- um erlendra aðila í krónum sem gjaldeyrishöftin áttu að halda föstum í landinu. Ein hugmynd- anna var að gefa erlendu fjár- festunum færi á að fjárfesta í ís- lenskum skuldabréfum útgefnum af íslenskum útflutningsfyrir- tækjum, sem myndu fá krónur í kassann en greiða til baka í er- lendri mynt. Þegar á reyndi var ekki áhugi á slíku. Fyrsta verk nýja seðlabanka- stjórans fólst í lækkun stýri- vaxta. Þá var punktur settur aftan við sögu Spron þegar MP Banki Árið sem Ísland var gert upp Ý M S A R T Ö L U L E G A R U P P L Ý S I N G A R 2 0 0 8 - 2 0 0 9 Ja n. ´ 08 Fe b. ´ 08 M ar . ´ 08 Ap r. ´0 8 M aí ´ 08 Jú n. ´ 08 Jú l. ´0 8 Ág ú. ´ 08 Se pt . ´ 08 O kt . ´ 08 N óv . ´ 08 D es . ´ 08 Ja n. ´ 09 Fe b. ´ 09 M ar . ´ 09 Ap r. ´0 9 M aí ´ 09 Jú n. ´ 09 Jú l. ´0 9 Ág ú. ´ 09 Se pt . ´ 09 O kt . ´ 09 N óv . ´ 09 D es . ´ 09 20 15 10 5 0 - 5 Verðbólga Landsframleiðsla Atvinnuleysi Stýrivextir Hagkerfið kólnaði hratt á árinu sem er að líða. Atvinnuleysi jókst verulega og tilvera fjölda fyrirtækja færðist í sögubækur. Árið einkenndist af upplausn fyrstu mánuðina. Á vordögum brettu menn upp ermarnar og hófu að taka til í rekstrinum. Hreinsunarstarfið stendur enn yfir. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson renndi yfir brot af því sem gerðist á árinu. HÖFUÐSTÖÐVAR MILESTONE Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu gögn upptæk í höfuðstöðvum Milestone á árinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Prósent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.