Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 39
H A U S
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
I N N L E N D U R A N N Á L L
keypti útibú bankans og Byr tók
yfir greiðslumiðlun hans.
Árið verður Björgólfi Guð-
mundssyni, fyrrverandi for-
manni bankaráðs Landsbankans
og stærsta hluthafa Landsbank-
ans, minnisstætt. Björgólfur, sem
styrkti útgáfur tveggja bóka um
Hafskipsmálið og horfði til þess
að fá gjaldþrot skipaflutningafé-
lagsins tekið upp að nýju, lenti í
erfiðleikum með greiðslu á láni
sem hann og sonur hans, Björgólf-
ur Thor, höfðu fengið hjá Búnaðar-
bankanum á sínum tíma í tengsl-
um við kaup á Landsbankanum
árið 2002. Lánið stóð í fimm millj-
örðum króna og reyndu þeir að fá
hluta skuldarinnar felldan niður
gegn innborgun. Það tókst ekki. Í
ljós kom að félag feðganna hafði
fengið meirihluta bankakaupanna
að láni.
MAÍ
Maímánuður byrjaði ekki vel hjá
Magnúsi Þorsteinssyni, þriðja
hjólinu undir Samsonarvagnin-
um, sem keypti Landsbankann.
Magnús hafði farið mikinn hjá
Eimskipafélaginu og í Icelandic
Group, félögum sem sömuleiðis
tengdust Björgólfi. Hann og Magn-
ús áttu það sameiginlegt að standa
ekki undir þeim skuldaklafa sem
þeir höfðu hlaðið utan á sig og var
Magnús úrskurðaður gjaldþrota.
Hann flutti til Rússlands um svip-
að leyti og hefur verið þar síðan.
Þá flaug rúmur fjörutíu pró-
senta eignahlutur bræðrafélaga
Engeyinganna Benedikts og Ein-
ars Sveinssona og Karls og Stein-
gríms Wernerssona í Icelandair
Group inn í Íslandsbanka. „Ég
vissi að þetta myndi skella á, gekk
frá reikningunum í möppur og lét
klippa á kortið,“ sagði Gunnlaugur
Sigmundsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Máttar og stjórnar-
formaður Icelandair Group.
JÚNÍ
Sumarið er alla jafnan rólegasti
tími ársins. Stýrivextir fóru niður
í tólf prósent og sagði peninga-
stefnunefnd Seðlabankans stærri
skref ekki stigin í bili enda sendi-
nefnd AGS mótfallin vaxtalækk-
un sem gæti ógnað stöðugleika
krónunnar.
Þá kom í ljós að fleiri en Magnús
Þorsteinsson höfðu sankað að sér
lánum. Af 730 milljarða króna út-
lánasafni hjá útibúi Landsbankans
í Lundúnum í Bretlandi námu lán
til íslenskra fyrirtækja þar 130
milljörðum króna á þáverandi
gengi.
Hvort um tilviljun var að ræða
eður ei var efst á lista lánabók-
arinnar Novator Pharma, félag í
eigu Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar Guðmundssonar. Skuld
þessa eina félags við bankann
nam fjörutíu milljörðum króna.
Bent var á síðar að þrátt fyrir
tengslin var Björgólfur Thor ekki
listaður sem tengdur aðili í árs-
reikningum bankans. Skipti engu
þótt hann ætti stærsta hlutinn í
bankanum ásamt föður sínum.
Þá var tekist hart á um Icesave-
samkomulagið, arfleifð gamla
Landsbankans, innan veggja
Alþingis.
JÚLÍ
Starfsmenn Ólafs Haukssonar,
sérstaks saksóknara, fóru í eina
af viðamestu húsleitunum í mán-
uðinum, nú hjá félögum tengd-
um þeim Werners-bræðrum. Þar
á meðal var húsleit gerð í húsa-
kynnum Aska Capital og Sjóvár
og á heimilum forstjóra beggja
fyrirtækja.
Ástæðan fyrir húsleitunum var
grunur um fjölda brota. Grunur
var um að félagið hefði fjárfest úr
bótasjóði í skrifstofubyggingum í
Belgíu og París og höfuðstöðum
bæversks banka í Þýskalandi.
Sjóvá var á leið í þrot og ákvað
ríkissjóður því að leggja trygginga-
félaginu til tólf milljarða króna.
Forstjóraskipti urðu hjá Sjóvá
og tók Hörður Arnarson, áður for-
stjóri Marel, við stýrinu um nokk-
urra mánaða skeið.
Fyrsta erlenda fjárfestingin
skilaði sér hingað í mánuðinum
þegar kanadíska félagið Magma
Energy keypti 10,8 prósenta hlut
í HS Orku af Geysi Green Energy
(GGE).
Þrátt fyrir allt gekk erfiðlega
að styrkja krónuna. Horft var
til þess að lánveitingar frá AGS
og norrænu nágrannalöndun-
um yrðu traust bakland. Lánin
strönduðu á Icesave-samkomu-
laginu, sem dróst von úr viti.
Gylfi Magnússon útilokaði ekki að
leita eftir stuðningi hjá evrópska
seðlabankanum.
ÁGÚST
„Ég horfi fram á nær alger-
an tekjumissi,“ sagði Björgólfur
Guðmundsson, eitt sinn auðmað-
ur, eftir að ákveðinn endapunktur
var settur aftan við hrakfarasögu
hann í byrjun ágúst þegar hann
var úrskurðaður gjaldþrota. Björ-
gólfur, sem hafði vafið skuldum
utan á sig í góðærinu, var í per-
sónulegri ábyrgð fyrir 96 millj-
örðum króna. Þar á meðal var
um sex milljarða króna skuld við
Kaupþing sem Samsonar-þríeykið
fékk að láni vegna kaupa á Lands-
bankanum á sínum tíma. Skuldin
fór í innheimtu í mánuðinum.
Þá láku upplýsingar úr lána-
bók gamla Kaupþings á Netið við
dræmar undirtektir bæði bank-
ans og viðskiptavina. Í ljós kom að
fimm stærstu lántakendur bank-
ans voru ábyrgir fyrir tæpum þús-
und milljörðum króna. Umsvifa-
mesti skuldunauturinn var Exista,
stærsti hluthafi gamla Kaupþings
og tengd félög með 330 millarða
króna skuld á bakinu. Aðrir stór-
ir skuldunautar voru breski fast-
eignajöfurinn Robert Tchenguiz,
Skúli Þorvaldsson, Bakkabræður,
félög tengd Ólafi Ólafssyni, einum
af stærstu eigendum Kaupþings,
og Gaumur, eignarhaldsfélag
Haga og Baugs.
SEPTEMBER
„Til lengri tíma litið verður staða
Mikið bar á Ólafi Þór Haukssyni, sér-
stökum saksóknara á árinu. Ólafur tók
til starfa hjá embættinu í febrúar og
voru starfsmenn þá fjórir. Eftir því sem
rannsóknin á bankahruninu og vensl-
um og tengslum við fjármálalífið hefur
undið fram hefur starfsemin tútnað út.
Starfsmenn eru nú 23 og flutti embættið
í rýmra húsnæði í september.
Embættið hefur unnið náið með Evu
Joly og Serious Fraud Office í Bretlandi.
Húsleitir á árinu eru á bilinu 34-36
talsins og hafa rúmlega fjögur hundruð
einstaklingar verið yfirheyrðir í tengsl-
um við þær. Viðamestu húsleitirnar eru
í húsakynnum Sjóvár og endurskoðenda-
fyrirtækjanna KPMG og PriceWaterhouseCoopers.
Málin sem nú eru í rannsókn eru í kringum sextíu talsins og
er um fimmtán til sautján lokið. Gert er ráð fyrir að fyrstu nið-
urstöður af rannsóknum embættisins verði birtar fyrir mitt
næsta ár, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.
Sérstakur saksóknari
Endurfjármögnun stóru viðskiptabankanna þriggja reyndist
talsvert ódýrari en óttast var í fyrstu. Við upphaf árs var reikn-
að með að ríkissjóður gæti þurft að leggja þeim til 385 millj-
arða króna. Um miðjan september samþykktu kröfuhafar Glitn-
is hins vegar að taka 95 prósenta hlut í Íslandsbanka og kröfu-
hafar Kaupþings að taka 87 prósent í Arion banka mánuði síðar.
Kröfuhafar Landsbankans vildu hins vegar aðeins nítján pró-
sent. Munar þar um að helstu kröfuhafar Landsbankans voru
bresk og hollensk sveitarfélög en fjármálafyrirtæki í hinum
bönkunum tveimur.
Af þessum sökum lagði ríkið fram tæpa tíu milljarða til Ís-
landsbanka en rúma þrjá til Arion banka í formi hlutafjár, auk
víkjandi lána. Framlag ríkisins til Landsbankans nam hins
vegar rúmum 122 milljörðum. Heildarfjárbindingin nam því
183,6 milljörðum króna, eða 250 milljörðum lægra en gert var
ráð fyrir.
Ódýrari endurfjár-
mögnun bankanna
4,
0%
3,
3%
8,
5%
9,
9%
10
,8
%
10
,9
%
6,
2%
-3
3,
5%
300
250
200
150
100
50
0
V E L T A Í
S M Á V Ö R U V E R S L U N
Í miljörðum kr.
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
G E N G I S V Í S I T A L A
Ja
n.
´
08
Fe
b.
´
08
M
ar
. ´
08
Ap
r.
´0
8
M
aí
´
08
Jú
n.
´
08
Jú
l.
´0
8
Ág
ú.
´
08
Se
pt
. ´
08
O
kt
. ´
08
N
óv
. ´
08
D
es
. ´
08
Ja
n.
´
09
Fe
b.
´
09
M
ar
. ´
09
Ap
r.
´0
9
M
aí
´
09
Jú
n.
´
09
Jú
l.
´0
9
Ág
ú.
´
09
Se
pt
. ´
09
O
kt
. ´
09
N
óv
. ´
09
D
es
. ´
09
250
200
150
100
Eignarhald á Högum, móðurfélagi Hagkaupa, Bónus og fjölda annarra
verslana sem eru að mestu í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl-
skyldu hans, var mjög í umræðunni þegar seig á seinni hluta ársins.
Snemma í ágúst var frá því greint að Kaupþing hafði fjármagnað
kaup eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. á Högum úr Baugsveldinu um
mitt ár 2008 með láni upp á þrjátíu milljarða króna með gjalddaga
árið 2010. Veð fyrir láninu voru eignir Haga.
Morgunblaðið greindi svo frá því seint í ágúst að stjórnarskipti
hefðu orðið á félaginu og væri það í raun að mestu í höndum Nýja
Kaupþings.
Helst var deilt um hvort lánið hefði verið afskrifað að einhverju
leyti eður ei. Heilmikið sjónarspil fór af stað í kjölfarið sem meðal
annars athafnamaðurinn Guðmundur Franklín Jónsson fór fyrir.
Hópur á hans vegum þrýsti á um að Hagar yrðu boðnir til sölu og al-
menningi gert kleift að fjárfesta í félaginu. Félagið reyndist
ekki falt enda stóðu viðræður eigenda Haga við forsvarsmenn
bankans enn yfir og leituðu þeir leiða til að fjármagna félag-
ið. Fyrrverandi viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
frá Bretlandi þóttu um tíma koma til greina.
Tekist á um eignarhald Haga
JÓN ÁSGEIR
JÓHANNESSON
ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON
Sérstakur saksóknari vegna
bankahruns.
Íslands best innan Evrópusam-
bandsins,“ sagði Robert Ford, að-
stoðarsviðsstjóri landrannsókna á
hagfræðideild Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar (OECD) þegar
hann kynnti niðurstöður skýrslu
um leiðir til að koma á stöðugleika
hér. Niðurstöðurnar voru þær að
eini góði kosturinn sem Ísland
hefði um að velja væri að ganga
í Evrópusambandið og taka upp
evru. Sísti kosturinn væri sá að
taka upp fastgengisstefnu á nýjan
leik.
Þá var kröfuhöfum gamla Kaup-
þings boðið að taka 87 prósenta
hlut í bankanum á móti ríkinu.
OKTÓBER
Fjármálaráðuneytið var á jákvæð-
ari nótum í október þrátt fyrir
hrikalega skuldabyrði og enda-
lausar tafir á lánum frá AGS og
nágrannaþjóðunum. Ráðuneyt-
ið taldi nú að samdráttur í lands-
framleiðslu gæti orðið 8,4 pró-
sent í ár en á bilinu 1,9 prósent á
næsta ári, 2,9 prósent tefjist fram-
kvæmdir vegna álvers í Helguvík.
Árið 2011 er svo reiknað með tæp-
lega þriggja prósenta hagvexti.
Þrátt fyrir væntingar frestuð-
ust lánafyrirgreiðslur frá AGS
von úr viti. Þótt fulltrúar sjóðs-
ins segðu það ekki beinum orðum
strandaði það á Icesave-málinu.
Bjarni Benediktsson, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, Þór Saari
og Lilja Mósesdóttir vildu öll
slíta samstarfi við AGS. Það var
sosum engin nýlunda enda höfðu
þau verið andsnúin sjóðnum frá
fyrsta degi.
NÓVEMBER
„Þeir sem stjórna svona fyrir-
tæki bera ábyrgð á því hvaða
leið er farin. Ég sá enga aðra
leið,“ sagði Kári Stefánsson,
forstjóri Decode, móðurfélags
Íslenskrar erfðagreiningar,
eftir að fyrirtækið óskaði eftir
greiðslustöðvun. Fyrirtækið
hafði glímt við þrönga fjárhags-
stöðu og sótt sér rekstrarfé á
yfirdráttarvöxtum um nokkurra
mánaða skeið. Það hafði aldrei
skilað hagnaði. Kári taldi stutt í
slíkt enda viðskiptamódelið annað
eftir breytinguna.
Þetta var ekki eina áfallið því
alþjóðlega matsfyrirtækið Mood-
y‘s lækkaði lánshæfismat íslenska
ríkisins um tvo flokka og var það
einum flokki ofan við ruslbréfa-
flokk.
Undir lok mánaðar gerðu starfs-
menn sérstaks saksóknara hús-
leit hjá MP Banka og Byr í tengsl-
um við rannsókn á sölu stofnfjár-
bréfa í sparisjóðnum í kringum
hrunið í fyrra. Í kjölfarið ákvað
sparisjóðsstjórinn Ragnar Z. Guð-
jónsson, að láta tímabundið af
störfum.
DESEMBER
Peningastefnunefnd Seðlabank-
ans gaf landsmönnum jólapakka
sem þeir höfðu lengi beðið eftir.
Stýrivextir voru lækkaðir um
eitt prósentustig niður í tíu pró-
sent og innlánsvextir bankans um
hálft prósentustig í 8,5 prósent á
aukavaxtaákvörðunarfundi bank-
ans. Rökin voru meðal annars þau
að gengi krónunnar hafði haldist
stöðugt þótt hátt væri. Forsvars-
menn bankans sögðu gengið geta
haldist veikt lengi, jafnvel gæti
tekið ár eða áratugi fyrir krónuna
að ná jafnvægisgengi.
Skuggabankastjórn Markaðar-
ins sagði niðurstöðuna ekki koma
á óvart en taldi vaxtalækkunar-
ferli í farvatninu. Gangi þær
væntingar eftir má gera ráð
fyrir að þeir Úlfar Eysteinsson og
Tómas Tómasson, löngum kennd-
ur við Tommahamborgara, legg-
ist undir hnífinn og láti skerða
skegg sitt.
Þessu til viðbótar bárust aðrar
gleðifregnir um miðjan jólamán-
uðinn: þjóðin myndi eignast 87
prósenta hlut í Landsbankanum.
Þar með var endurreisn gömlu
stóru viðskiptabankanna lokið.
Aðeins sparisjóðirnir, sem biðu
á gjörgæslunni, voru eftir.
Stig