Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR14 V I Ð Á R A M Ó T Á rið 2009 var um margt ágætt ár, að minnsta kosti sé tekið tillit til þeirrar vöggugjafar sem það fékk frá forverum sínum. Á líð- andi ári skýrðist smám saman við hvaða vanda við Íslendingar eigum að etja í efnahagsmálum og hverjar rætur hans eru. Jafnframt kom í ljós hvað gera þarf til að leysa vandann. Verkefnin fram undan eru vissulega flók- in og það mun taka tíma að leysa þau. Sjald- an hefur hugtakið þjóðarátak átt betur við. Það er hins vegar engin ástæða til að láta fallast hendur. Engin þeirra verkefna sem við stöndum frammi fyrir eru óleysanleg, því fer fjarri. LÍFSKJÖR MUNU BATNA Ekki er útlit fyrir annað en að lífskjör Ís- lendinga á 21. öldinni verði með þeim allra bestu í heiminum, líkt og þau hafa verið áratugum saman. Þau verða fyrirsjáan- lega innan fárra ára orðin betri en þau hafa nokkurn tíma verið í þær rúmu ell- efu aldir sem landið hefur verið í byggð. Því má ekki gleyma að þótt tekjur landsmanna hafi dregist nokkuð saman voru þær á und- anförnum árum afar háar, jafnt í söguleg- um sem alþjóðlegum samanburði – og eru það enn. FJÖGUR VERKEFNI Helstu viðfangsefnin eru ferns konar. Í fyrsta lagi þarf að vinna úr miklum skuldavanda fyrirtækja og heimila. Fjöl- mörg fyrirtæki þurfa nú að ganga í gegn- um fjárhagslega endurskipulagningu. Þetta er afar umfangsmikið verkefni sem verður fyrst og fremst unnið innan fjármálastofn- ana og viðkomandi fyrirtækja. Í öðru lagi þarf að ná tökum á fjármál- um hins opinbera. Snúa þarf gríðarlegum fjárlagahalla við með niðurskurði og auk- inni tekjuöflun og ná að lokum afgangi. Þetta verkefni snýr fyrst og fremst að rík- inu en snertir vitaskuld landsmenn alla. Í þriðja lagi þarf að bregðast við sam- drætti í sumum greinum efnahagslífsins, svo sem fjármálaþjónustu, byggingageir- anum og þeim sem tengjast innflutningi. Í þeirra stað þurfa aðrar greinar að vaxa og fjölga starfsmönnum. Á meðan breyting- arnar standa yfir má búast við að atvinnu- leysi verði meira en alla jafna. Meðal greina sem hafa svigrúm til vaxtar má nefna útflutning og þær sem keppa við innflutning. Í báðum tilfellum styður lækk- un gengis krónunnar frá óraunhæfu gengi bóluáranna við vöxtinn. Hér má þegar sjá mörg mjög jákvæð teikn á lofti og þeim ætti að fara ört fjölgandi á næsta ári. Í fjórða lagi þarf að fara yfir allt reglu- verk íslensks efnahagslífs, löggjöf og aðra þætti. Draga þarf fram hverjar brotalam- irnar voru. Að því marki sem lög voru brot- in þarf að sanna hverjir gerðu það og draga þá til ábyrgðar í samræmi við reglur réttar- ríkisins. Þar sem eftirlit brást þarf að rann- saka og bæta úr. Horfa þarf bæði fram á veginn og til liðinna atburða. Annars vegar þarf að leiða í ljós hvað fór úrskeiðis og hvers vegna – hins vegar læra af reynsl- unni og móta nýja umgjörð sem tryggir að leikurinn verði ekki endurtekinn. BÓLUHAGKERFIÐ SEM HVARF Allt eru þetta verðug verkefni en við höfum alla burði til að takast á við þau. Vinna við þau öll er þegar hafin en komin mislangt á veg. Takist okkur vel upp verður hruns íslenska fjármálakerfisins fyrr en varir ekki bara minnst vegna bóluhagkerfisins sem hvarf heldur miklu frekar vegna þess heilbrigða hagkerfis sem kom í þess stað. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Verk að vinna Á rið 2009 og seinni hluti 2008 eru eitt erfiðasta tímabil sem íslenskt atvinnu- og efnahagslíf hefur gengið í gegnum um langt árabil. Á árinu hefur landsfram- leiðsla dregist saman, kaupmáttur rýrnað og atvinnuleysi aukist verulega. Við Íslendingar höfum eytt miklum kröftum í að takast á við afleiðing- ar bankahrunsins og alþjóðlegrar efna- hagsniðursveiflu. En þó að viðfangsefnin séu snúin hefur engu að síður töluverður árangur náðst. Árið 2009 er vissulega kreppuár, en það er einnig árið sem við brugðumst við gjörbreyttum aðstæðum og hófum að treysta hinar nýju stoðir efnahagslífs- ins. Endurreisn bankakerfisins er nú langt komin og vinna við endurskipulagningu á efnahag atvinnulífs og heimila lands- ins komin á skrið. Seðlabankinn hefur lagt af stað í vaxtalækkunarferli sem er grundvallarforsenda endurreisnar og atvinnuuppbyggingar. Ef horft er út fyrir landsteina skiptir mestu að á árinu tókst að koma í veg fyrir að efnahagsniðursveiflan yrði að enn al- varlegri kreppu. Vaxtalækkanir allra helstu seðlabanka heimsins og viðbrögð stjórnvalda helstu hagkerfa hafa tryggt að botn niðursveiflunni er nú þegar að baki. Flest bendir til að fram undan sé hægur en öruggur efnahagsbati á heimsvísu. At- hyglisvert er að nýmarkaðir í Asíu og S- Ameríku munu að líkindum taka hraðar við sér en Vesturlönd og verða drifkraftur heimsbúskaparins næstu árin. MAREL STYRKTI STOÐIR SÍNAR Ástand efnahagsmála á heimsmörkuðum hafði mikil áhrif á rekstur Marels á árinu sem er að líða. Hin snarpa niðursveifla í heimsbúskapnum sem varð undir árs- lok 2008 og sú mikla óvissa sem fylgdi í kjölfarið leiddi af sér tímabundinn sam- drátt í fjárfestingu atvinnuvega um allan heim. Stjórnendateymi Marels og starfs- fólk brást við af mikilli snerpu og lag- aði kostnaðargrunn félagsins að nýjum aðstæðum. Með bættu sjóðsstreymi, sölu eigna utan kjarnastarfsemi og hlutafjár- aukningu hefur tekist að treysta efnahag félagsins verulega. Árangur í rekstri er nú þegar farinn að sýna sig og við horfum björtum augum til framtíðar. Við erum ánægð með það traust sem fjármálastofnanir og hluthafar hafa sýnt Marel. Í þeim efnum má sérstak- lega nefna kaup sjóða á vegum banda- ríska eignastýringarfyrirtækisins Col- umbia Wanger á ríflega fimm prósenta hlut í Marel í haust. Þar eru á ferð afar öflugir og reynslumiklir fjárfestar sem horfa til lengri tíma. Það er fróðlegt og ánægjulegt að sjá að þeir deila skoðun- um okkar á horfum í atvinnugreininni og þróun markaða næstu árin. Þegar alþjóðlegt efnahagslíf og fjár- málamarkaðir taka við sér að nýju sjáum við mikil tækifæri til þess að vaxa með góðum og arðbærum innri vexti eftir að hafa styrkt samkeppnisstöðuna með vel heppnuðum yfirtökum síðustu ár. Einnig hefur ekkert verið gefið eftir í fjárfestingum tengdum vöruþróun félags- ins á sama tíma og samkeppnisaðilar fé- lagsins hafa dregið stórlega úr rannsókn- ar- og þróunarkostnaði. Samkeppnisstaðan er því sterk og fram undan uppskerutími ef rétt er haldið á spilunum. LÆRUM AF REYNSLUNNI Árið 2010 verður að mörgu leyti erfitt ár fyrir okkur Íslendinga. Árið mun að öllum líkindum marka botninn í kreppunni, en á sama tíma er það sá tímapunktur þegar ástandið fer að batna að nýju ef rétt er haldið á málum. Óhjákvæmilegt er að hið opinbera Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest: Ár uppbyggingar fram undan E ins og flesta morgna vaknaði ég snemma með dóttur minni. Fyrir mér lá meðal annars að skrifa stuttan pistil í áramótablað Mark- aðarins og skila honum fyrir há- degi. Þegar ég hellti AB-mjólkinni með suð- rænum ávöxtum í skálina handa henni fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um við þessi tímamót. Fljótlega stað- næmdust hugsanir mínar við hvað þessi unga dama mundi spyrja mig um þegar áhugi hennar vaknaði síðar meir á sögunni, þjóðfélaginu og hagfræði. SPURNING NÆSTU KYNSLÓÐAR Niðurstaða mín var sú að tveir möguleikar kæmu til greina og sá fyrri væri eitthvað á þessa leið: „Hvað voruð þið að hugsa? Sáuð þið virkilega ekki að þið gerðuð hverja vitleysuna á fætur annarri? Voru skattahækk- anir, háir vext- ir og ríkisvæð- ing atvinnulífs- ins eina leiðin sem þið komuð auga á, þótt þekkt hefði verið í átta- tíu ár að slíkar áherslur leiddu efnahagslífið ein- göngu í enn meiri ógöngur? Eða hún myndi spyrja: „Hvernig fó r u ð þ i ð a ð þessu? Y kkur tókst að vinna ykkur út úr þess- ari hræðilegu bankakreppu á undraverð- um hraða þannig að aðdáun vakti um heim allan. Ég er stolt af því hvernig þið lögðuð grunn að öflugum markaðsbúskap á ný sem er í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Það er gott að vera Íslendingur.“ MINNI KREPPA EN SPÁÐ VAR Nú rúmu ári eftir hrunið er erfitt að átta sig á því hvor niðurstaðan er líklegri. Þegar litið er á helstu hagstærðir virðist mega draga þá ályktun að okkur hafi farnast ívið betur en búist var við. Þannig hefur landsfram- leiðsla á árinu 2009 dregist minna saman en spáð var, atvinnuleysi er einnig minna og viðskiptin við útlönd hafa verið hagstæð- ari en reiknað var með. Á móti hefur hins vegar endurskipulagning hagkerfisins geng- ið hægt og efast má um margt sem þar hefur verið gert – og ekki gert. JÁKVÆÐ MERKI Á MARKAÐI Við þetta má bæta af því að Kauphöll- in stendur mér nærri að á þeim vettvangi hafa birst ýmis jákvæð teikn. Til marks um það er hröð endurreisn skuldabréfamark- aðar á árinu 2009. Þar erum við á áætlun – og virkur skuldabréfamarkaður er einn af hornsteinum skilvirks markaðsbúskapar. Við bjuggumst ekki við miklu af hlutabréfa- markaði á líðandi ári, þótt þar hafi einn- ig gerst jákvæðir hlutir, meðal annars sala Marel á hlutum til Columbia Wanger og vel heppnað hlutabréfaútboð fyrirtækisins. Við væntum þess hins vegar – og munum gera það sem í okkar valdi stendur – að hann nái sér á strik á komandi ári. SEX ATRIÐI Enginn vafi er á því að við erum á kross- götum um þessar mundir. Réttar ákvarð- anir núna skipta miklu máli fyrir hagvöxt og velferð í framtíðinni. Ég vil nefna hér á eftir sex atriði sem að ég tel brýnt að hafa sérstaklega í huga á þessum krossgötum. 1. Leysa þarf sem fyrst atvinnulífið úr viðj- um ríkis- og bankavæðingar. Ríkisbúskap- ur af því tagi sem við búum nú við getur ekki borið uppi hagvöxt og velmegun til framtíðar. 2. Nýta verður hlutabréfamarkaðinn til að losa okkur úr þessum viðjum. Hann er öfl- ugt tæki til þess að auka valddreifingu, gegnsæi og reisa efnahagslífið við. 3. Gegnsæi þarf að vera á borði, ekki bara í orði. Meðal annars þarf að endurbæta vinnulag við sölu fyrirtækja og eignarhald banka verður að vera gegnsætt. 4. Töluverðar hættur felast í framleng- ingu gjaldeyrishafta: óbeinn kostnaður, trúverðugleiki skaðast og spilling eykst. 5. Efnahagsstefnan má ekki vera úr takti við hagsveifluna. Í núverandi stöðu hags- veiflunnar er vafasamt að aðhaldsstig ríkis- fjár- og peningamála sé rétt stillt. Hugsan- lega er víðs fjarri að svo sé. 6. Draga þarf réttan lærdóm af fjármála- kreppunni/bankahruninu. Sníða þarf agnúa af markaðshagkerfinu en ekki snúa baki við kerfi sem reynst hefur vel um langt skeið og stuðlað að mikilli velmegun. BÖRNIN LÍTA UM ÖXL Þegar næsta kynslóð lítur um öxl og vegur og metur hremmingarnar sem sóttu að þjóð- inni undir lok fyrsta áratugar aldarinnar vona ég og óska að hún geti dáðst að hyggju- viti og yfirvegun ráðandi kynslóðar á þeim tíma – og enn verði hér í boði AB mjólk – og önnur lífsgæði – í hæsta gæðaflokki. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar: Á krossgötum Þegar næsta kynslóð lítur um öxl og vegur og metur hremming- arnar sem sóttu að þjóðinni undir lok fyrsta ára- tugar aldarinnar vona ég og óska að hún geti dáðst að hyggjuviti og yfirvegun ráðandi kynslóðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.