Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 17
IV
Desember og hér eru mörg kíló af
myrkri. Í Reykjavík hefur verið
dregið úr raflýsingu. Maður má
þakka fyrir að komast leiða sinna.
Stundum er ekki einn einasti leigu-
vagn í augsýn. Á sumum biðskyldu-
merkjunum eru grafskriftir. Eyjan
í norðri virðist vera sokkin í sæ.
Þegar menn koma saman ræða
þeir um það hræðilega sem gerðist.
Niðurstaðan er ævinlega sú sama:
Hér er ekki hægt að vera. Samt
virðist enginn vera á förum. Menn
ætla að fara með bílinn í skoðun á
morgun. Og á þriðjudaginn verð-
ur Rúna fertug. Veisla eftir viku.
And I ain‘t got no money and I ain‘t
got no hair!
V
Á haustdögum kom út íslensk þýð-
ing Kristjáns Árnasonar á einu
áhrifamesta bókmenntaverki allra
tíma, Ummyndunum, eftir róm-
verska skáldið Óvíd. Þar segir af
samskiptum manna og guða, en þó
einkum og sér í lagi af hamskipt-
um. Í bókinni breytist fólk í tré,
eyjur, hirti eða lindir. Skip breyt-
ast í dísir. Menn breytast í fiðr-
aða fugla. Þeir breytast í dádýr
og höggorma, og þeir breytast í
úlfa. Ein af hugmyndum verks-
ins er þessi: ef menn haga sér eins
og úlfar, eru í eðli sínu úlfar, taka
þeir á sig úlfs mynd. Ef kona er í
eðli sínu lárviður – og ber auk þess
nafn lárviðar – breytist hún í lár-
við. Refsinornir fara ekki leng-
ur um heiminn og flestir myndu
ætla að tími hamskipta væri lið-
inn. En vitum við, fólkið á þess-
ari eyju, Íslandi, hvaða mynd, það
fólk sem steypti íslensku þjóðinni
í fjárhagslega glötun, hefur tekið
á sig? Vissum við í hvaða mynd
það var, rétt á meðan það sigldi
skipinu í strand? Svarið er að ein-
hverju leyti já, vegna þess að það
var augljóst. Þess vegna kom bylt-
ingin of seint. Þess vegna hafði
enginn fyrir því að ganga niður
í bæ með Dómkirkjuna í Reykja-
vík í öðrum vasanum, Hamborg-
arabúllu Tómasar í hinum, og láta
til skarar skríða, fyrr en þann 20.
janúar árið 2009.
VI
Hvað sjáum við þegar við horf-
um á blóðrisa andlit Berlusconis?
Mann sem er að steypa þjóð sinni
í glötun?
VII
Það kom fram í Morgunblaðinu
(blaðinu sem birtir ekki viðtal við
vinveitta stjórnmálamenn ef þeir
eru óánægðir með það, blaðinu
sem ritstýrt er – eftir byltingu – af
einum úlfanna) að Massimo Tarta-
glia kvaðst vera óflokksbundinn.
Það var líka tekið fram að hann sé
ókvæntur og eigi við ofsóknaræði
að stríða. Morgunblaðið sagði líka
frá því að Berlusconi hefði meiðst
illa. Hann hefði nefbrotnað, feng-
ið skarð í vör og misst tvær tenn-
ur. Framundan sjúkrameðferð sem
tæki 25 daga. Í hvað var Berlusconi
að breytast? Kirkjuna á Þingvöll-
um sem hann heimsótti eitt sinn og
smánaði? Neflaust sjónvarpstæki?
Tannlausa dómkirkju? Var refsin-
ornin að hegna honum fyrir ítrek-
að framhjáhald? Eða fyrir það að
vera ein ömurlegasta táknmynd
innihaldsleysisins sem samtím-
inn býður okkur upp á? Er hægt að
gera byltingu gegn slíku innihalds-
leysi? Er hægt að gera byltingu
gegn hugarfari? Grípur maður
ekki bara til dómkirkjunnar, og
lætur þar við sitja?
VIII
Árið hefur farið í flugeldasýn-
ingu. Ágóðinn af henni hefur ekki
runnið til flugbjörgunarsveitanna,
heldur hafa þetta verið neyðarblys
úr sökkvandi skipi. Á himninum
yfir Íslandi hafa þessi orð staðið:
Hjálpið okkur! En enginn virðir
okkur viðlits, eðlilega. Það mun
heldur enginn taka eftir því þegar
við sprengjum næturhimininn í
loft upp á gamlárskvöld. Menn
hafa um nóg annað að hugsa.
Sjáðu fegurð þína er heiti á ljóða-
bók eftir Kristínu Ómarsdóttur.
Það er þörf ábending. Sjáðu fegurð
þína. Einstaklingur getur gleymt
fegurð sinni, afleiðingarnar geta
verið slæmar. Heilu þjóðirnar geta
líka gleymt fegurð sinni. Og þá er
voðinn vís. Þá fer fyrir þeim eins
og farið hefur fyrir okkur.
Ísland er ekki sokkið. Það er
ekki vegna þess að neyðarblys-
in haldi eyjunni á floti. Það er
eitthvað annað sem heldur þess-
ari eyju á floti. Og svo vill til að
ég veit hvað það er. Við vitum það
kannski flest. En það vill gleymast,
og stundum þarf ansi sterka norð-
anátt til þess að við áttum okkur á
því. Þá erum við líka búin að hlusta
ansi stíft á vorn innri mann. Aðrir
munu sennilega aldrei átta sig.
MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI „Hrunið sem átti sér stað haustið 2008 hafði gerst löngu fyrr. Búsáhaldabyltingin var þess vegna líka
gerð of seint. Þeir sem vilja gera hana að stórkostlegum sögulegum atburði gera það af offorsi viljans, þrá eftir því að hafa lifað
eitthvað sögulegt á tímum þegar búið var að sannfæra okkur um að sögunni væri lokið. FRÉTTABLAÐIÐ / DANÍEL
000.000
380.000.000
+620.000.000
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM!
MIÐINN GILDIR 30. DESEMBER 2009
A. 12 14 17 21 41 48
B. 05 16 23 36 37 38
C. 07 09 13 22 34 38
D. 03 06 19 24 25 31
E. 11 19 21 25 38 42
F. 01 25 35 36 39 46
G. 18 19 20 23 28 46
H. 22 27 29 39 40 42
Ekki gleyma að vera með,
fáðu þér miða fyrir klukkan
fimm í dag á næsta sölustað
eða á lotto.is
Þrefaldur fyrsti vinningur stefnir í 380 milljónir
og Ofurpotturinn stefnir í 620 milljónir.