Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 66
42 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR HANDBOLTI Grikklandsævintýri Ragnars Snæs Njálssonar lauk fyrir jól. Hann sá þá ekki fram á að fá lengur laun hjá félaginu og hélt heim á leið. Hann stefnir þó á að staldra stutt við enda með tilboð víða að úr Evrópu. „Thermaikou hefur verið í fjár- hagsvandræðum og ég hef ekki fengið laun í tvo mánuði. Ég fór því í mál við félagið og er með þrjá lögfræðinga ytra að vinna í mál- inu,“ sagði Ragnar Snær, sem býst ekkert endilega við að fá alla pen- ingana til baka enda segir hann forseta félagsins vera mafíósa. „Þannig er mál með vexti að forseti félagsins er einnig lög- regluforingi í borginni, sem og í framboði til borgarstjóra. Hann er æðsta höfuðið í mafíunni þannig að það er ekki beint hægt að rífa mikið kjaft við þennan mann. Sagan segir að hann eigi nóg af peningum í félagið en sé að nota þá alla í framboðið sitt,“ sagði Ragn- ar en hann tók allt sitt hafurtask heim um jólin. Allt nema rúmið. „Þeir gáfu mér rúm þegar ég kom hérna út. Ég var frekar reið- ur síðustu dagana áður en ég fór heim enda var búið að taka hitann af íbúðinni. Ég sagaði því rúmið í sundur og henti því í arininn. Það kom því smá hiti af rúminu og ég náði smá hefnd í leiðinni,“ sagði Ragnar sem segist vera með tilboð frá liðum í Noregi, Svíþjóð, Þýska- landi og Portúgal. - hbg Ragnar Snær Njálsson hættur að spila í Grikklandi og leitar á ný mið: Forseti félagsins er yfir mafíunni ÚTI ER ÆVINTÝRI Ragnar Snær hefur lokið keppni í Grikklandi. MYND/ÚR EINKASAFNI HANDBOLTI Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evr- ópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guð- mundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar,“ segir Guðmund- ur við Fréttablaðið. Margir leik- menn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragn- ar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kára- son og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina – bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman.“ Þó eru ekki allir í landsliðshópn- um algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir,“ segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því.“ Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkom- andi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einn- ig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með vara- plan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda,“ segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leik- menn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því.“ eirikur@frettabladid.is Frábærir leikmenn sem ég skil eftir Guðmundur Guðmundsson valdi í gær sautján leik- menn í landsliðshóp Íslands fyrir EM í Austurríki. „Frábærir leikmenn fyrir utan hópinn,“ segir hann. ÞJÁLFARATEYMIÐ Óskar Bjarni Óskarsson og Guðmundur Guðmundsson á hliðarlín- unni í leik með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EM-HÓPURINN Markverðir Björgvin Páll Gústavsson Kadetten SH Hreiðar L. Guðmundsson Emsdetten Aðrir leikmenn Alexander Petersson Flensburg Arnór Atlason FC Kaupmannahöfn Aron Pálmarsson Kiel Guðjón Valur Sigurðsson RN Löwen Ingimundur Ingimundarson Minden Logi Geirsson Lemgo Ólafur Guðmundsson FH Ólafur Stefánsson RN Löwen Róbert Gunnarsson Gummersbach Snorri Steinn Guðjónsson RN Löwen Sturla Ásgeirsson Düsseldorf Sverre Jakobsson Grosswallstadt Vignir Svavarsson Lemgo Þórir Ólafsson Lübbecke UTAN EM-HÓPS Þeir leikmenn sem má kalla inn vegna fjarveru annarra leikmanna. Markverðir Birkir Ívar Guðmundsson Haukum Ólafur Haukur Gíslason Haugaland Aðrir leikmenn Bjarni Fritzson FH Hannes Jón Jónsson Burgdorf Heiðmar Felixson Lübbecke Ragnar Óskarsson Dunkerque Rúnar Kárason Füchse Berlin Kári K. Kristjánsson Amicitia Zürich Sigurbergur Sveinsson Haukum Gunnar Berg Viktorsson Haukum Einar Ingi Hrafnsson Nordhorn VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 Taktu þátt í Lukkulífi VITA á Kanarí! GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 85 80 1 2/ 09 Við vildum að farþegum liði eins og þeir væru heima hjá sér þegar við settum ný sæti og nýtt afþreyingar- kerfi í flugflota Icelandair. Hver far- þegi hefur sinn eigin skjá þar sem er í boði án endurgjalds fjölbreytt úrval af kvikmyndum, vinsælum sjónvarpsþáttum, tónlist og tölvuleikjum. Hver og einn velur sína eigin dagskrá og getur auk þess sótt upplýsingar um flugferðina sjálfa og margt fleira. Beint morgunflug, glæsilegur flugkostur. Hjá VITA eru veittir 2.500 Vildar- punktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Auk þess getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Verð frá 89.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Lukkulíf VITA 2. jan.–15. jan. - 13 nætur Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 99.900 kr. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Lukkulíf VITA gerir þér kleift að velja áfangastað, brottfaradag og lengd ferðar en upplýsingar um hótel berast þér síðar. Eingöngu flug 2. jan.-15. jan. Flug fram og til baka 49.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar* *Verð án Vildarpunkta 59.900 kr. Innifalið: flug og flugvallaskattar Ótrúlegt verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.