Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR16
V I Ð Á R A M Ó T
Á
rið 2009 var að mínu
mati óttalegt leiðinda-
ár. Ekki ár hörmung-
anna sjálfra, því bæði
krónuhrunið og banka-
hrunið áttu sér stað á árinu 2008,
eins og kunnugt er. En því miður
varð árið 2009 ekki heldur það
ár samstöðu og forystu til fram-
tíðar sem er forsenda endurupp-
byggingar íslensks efnahagslífs.
Vonandi göngum við vasklegar til
móts við árið 2010.
FRÆ TORTRYGGNI
Landsmálapólitíkin hefur oft
minnt óþægilega mikið á sand-
kassaleik, þar sem liðstreyjan og
skipan í stjórn og stjórnarand-
stöðu, skiptir meiru en málefn-
in. Vissulega hefur eitthvað þok-
ast varðandi endurskipulagningu
bankanna og fleiri mál, en hlut-
irnir þurfa að ganga miklu hrað-
ar fyrir sig og endurskipulagn-
ingin að ná út til fyrirtækjanna
og heimilanna. Að mínu mati eiga
hagsmunir banka, fyrirtækja og
þjóðarinnar almennt, samleið í því
að hratt sé unnið eftir þeim línum
sem stjórnvöld og bankar hafa
kynnt. Það er hins vegar auðvelt
að snúa út úr flóknum viðfangs-
efnum ef menn hafa einbeittan
vilja til þess og ýmsir hafa kosið
sér það hlutskipti að fiska í grugg-
ugu vatni og sá fræjum tortryggni
í garð alls sem gert er til að forða
frekara tjóni og atvinnumissi.
VEGIÐ AÐ ATVINNULÍFINU
Mistök stjórnvalda eru að leggja
mesta áherslu á að skattleggja sig
út úr vandanum og spilla skatt-
kerfinu, fremur en að leggja jafn-
framt áherslu á hraðari uppbygg-
ingu þar sem það er hægt og á að
stjórnvöld axli ábyrgð á að vinda
ofan af ofþenslu hins opinbera
bákns, sem átt hefur sér stað
á undanförnum árum. Byrðun-
um á að varpa á almenning og
fyrirtæki, sem þegar hafa sagt
upp jafnvel tugum prósenta af
sínu starfsfólki til að lifa af. Á
sama tíma er vegið að atvinnu-
lífinu með ýmsum hætti. Það
væri skárra að stjórnvöld dældu
út beinhörðum peningum held-
ur en að hengja byrðar óhag-
kvæmni á sjávarútveginn, sem
mun rýra lífskjör þjóðarinnar til
framtíðar.
Aflahlutdeildarkerfið er for-
senda þess styrks sem sjávarút-
vegurinn hefur, þrátt fyrir allt,
og hefur reynst eitt helsta tromp
landsmanna í þeim hörmungum
sem gengið hafa yfir. Viðleitni
stjórnvalda til að brjóta hlut-
deildarkerfið niður með gerræð-
islegri úthlutun aflaheimilda,
eins og í skötusel, og umræður
um fyrningu aflaheimilda hafa
að óþörfu skapað óvissu og dreg-
ið mátt úr atvinnulífinu, langt út
fyrir sjávarútveginn eins og hann
er venjulega skilgreindur.
KRÓNAN FRAMTÍÐARLAUSN?
Ég er þrátt fyrir allt bjartsýnn á
framtíðina og í rekstri 365 miðla
hefur með erfiðum aðgerðum
tekist að bæta afkomuna veru-
lega þótt tekjur hafi minnkað.
Til lengri tíma hljóta þó allir
að spyrja um þá umgjörð sem
atvinnulífi verður búin hér á
landi.
Ég á bágt með að sjá fyrir mér
opið hagkerfi með frjálsum fjár-
magnsflutningum með krónuna
sem gjaldmiðil. Hvaða mistök
voru gerð við stjórn hennar á
síðustu árum sem ekki þyrfti að
endurtaka? Ég kann ekki svar við
því, eða hvernig íslenskt atvinnu-
líf eigi að geta blómstrað með að
minnsta kosti fimm prósent hærri
vexti en eru annars staðar.
Gjaldmiðilsmálið og þar með
möguleg aðild að Evrópusam-
bandinu er stærsta efnahags-
lega spurningin sem blasir við
stjórnvöldum á komandi árum.
Hún verðskuldar dýpri og mál-
efnalegri umræður en stjórnmál-
in hafa boðið upp á síðustu miss-
erin. Ég óska öllum farsældar á
komandi ári.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla:
Ár millibilsástands
Þ
að er einkenni á öllum
uppsveiflum að fólk
hneigist til of mikillar
bjartsýni og veitir að-
eins jákvæðum frétt-
um athygli en þeim neikvæðu
er ýtt til hliðar. Af þeim sökum
hleypur fólk oft fram úr sér á
þenslutímum. Öfgarnar eru síðan
endurteknar í hina áttina þegar
niðursveifla ríkir og neikvæðnin
skyggir á allar góðar fréttir. Nú
virðist það runnið upp fyrir þjóð-
inni að hún hafi gerst sek um of-
urbjartsýni á góðæristímunum en
þá jafnframt virðist sem mistök-
in ætli að verða endurtekin í hina
áttina með ofursvartsýni sem
lítur framhjá þeim góðu fréttum
sem hafa verið að koma fram und-
anfarna mánuði. Rétt eins og lít-
ill hljómgrunnur var fyrir úrtölu-
röddum á uppgangstímum, þurfa
þeir sem benda á björtu hliðarnar
nú að þola háðsglósur.
MARGAR GÓÐAR FRÉTTIR
Satt er að Ísland er í slæmri stöðu
við bankahrunið. Samt sem áður
er staðreyndin sú að nær öll tíð-
indi af efnahagsmálum hafa verið
jákvæð sem borist hafa á síðari
helmingi ársins 2009. Fyrst má
telja að niðursveiflan í hagkerf-
inu verður töluvert grynnri en ótt-
ast hafði verið og grænir sprotar
í útflutningi sjást víða. Þá hefur
tekist að einhverju leyti að ná sátt-
um við alþjóðafjármálaumhverfið
með yfirtöku kröfuhafa á tveim-
ur af þremur viðskiptabankanna.
Það sem skiptir þó mestu er að
neyðarlögin (frá október 2008)
virðast ætla að halda ef marka
má bráðabirgðamat ESA, eftirlits-
stofnunar EFTA, sem gefið var út
í byrjun desember. Neyðarlögin
voru sá hornsteinn sem var lagð-
ur fyrir lausn fjármálakreppunn-
ar hérlendis og endurreisn fjár-
málakerfisins – og hann virðist
ætla að halda. Það er hins vegar
tímanna tákn að þessi frétt fékk
litla sem enga athygli í íslenskum
fjölmiðlum.
KREPPAN LEYST ERLENDIS
Svo virðist einnig sem Ísland
muni ekki koma landa verst út úr
hinni alþjóðlegu fjármálakrísu.
Krísan sú arna var „leyst“ ytra
með því að lækka vexti að núlli
og prenta peninga í gríðarlegum
mæli. Hinum raunverulega vanda
hefur því verið sópað undir tepp-
ið – a.m.k. einhverju leyti – þar
sem bankastofnanir beggja vegna
Atlantshafs sitja enn með ónýt en
óafskrifuð lán á bókum sínum.
Björgunaraðgerðir á fjármála-
markaði hafa einnig kostað sitt
fyrir ríkissjóði þessara landa en
þær hafa falist í því að ríkisvæða
hluta af skuldum bankakerfisins
með því þjóðnýta banka, kaupa
lélegar bankaeignir og samþykkja
vafasöm veð í endurlánaviðskipt-
um. Þessi kostnaður hefur hins
vegar ekki enn komið upp á yfir-
borðið nema í litlum mæli.
Sem dæmi mætti nefna að fjár-
lagahalli Bretlands fyrir árið 2009
er nú áætlaður um þrettán prósent
af landsframleiðslu og hann hefur
nær eingöngu verið fjármagnað-
ur með peningaprentun – það er
uppkaupum breska seðlabankans
á ríkisskuldabréfum.
KRÓNAN LÁG Í ÁRATUG
Ísland þarf vitaskuld að kljást
við mörg vandamál. Framtíðar-
hagvöxtur felst fyrst og fremst í
útflutningi en það tekur tíma að
byggja þær greinar upp. Á næstu
árum er fyrirséð að gjaldeyrisöfl-
un þjóðarinnar er ekki nægjanleg
til þess að standa undir afborgun-
um erlendra skulda, vaxta og kaup-
um á þeim innflutningi sem þjóð-
in þarfnast. Af þeim sökum verð-
ur gengi krónunnar að vera áfram
lágt til næstu fimm til tíu ára.
Höfuðmálið er samt sem áður að
ná trausti erlendra fjármálamark-
aða á nýjan leik og í því efni hefur
töluvert áunnist. Hvað sem um ís-
lenska fjármálakerfið má segja
eftir hrun er ljóst að afskriftirn-
ar hafa verið teknar og nú er mjög
langt komið að ganga frá uppgjöri
eftir fjármálabóluna. Það er mun
meira en flest önnur Evrópulönd
geta státað af en mikilvægi þeirr-
ar staðreyndar mun líklega verða
sýnilegt fyrr en síðar þegar lengur
er liðið frá hruninu.
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka:
Að líta á björtu hliðarnar
S
ennilega er þetta eitt furðulegasta ár síð-
ari tíma. Ár sem einkenndist af upplausn,
hófst með kröftugum mótmælum sem ekki
eiga sinn líka og leiddu til afsagnar ríkis-
stjórnar Geirs Haarde, nýrrar ríkisstjórn-
ar og kosninga.
Kosningarnar eyddu ekki óróanum og heiftúðug-
ar deilur hafa áfram sett sterkan svip á árið. Það er
ekki aðeins deilt á Alþingi. Ófriður geisar um allt
þjóðfélagið. Fúkyrðaflaumur og óvægin ummæli
um tiltekna einstaklinga er í raun og veru eitt helsta
einkenni ársins 2009 og flest öll umræða er lituð af
þessu andrúmslofti.
Allt eru þetta afleiðingar efnahagslegra ham-
fara, hruns banka, hruns alls fjármálakerfisins og
fall gjaldmiðilsins sem ekki hefur tekist að stöðva,
jafnvel ekki með gjaldeyrishöftum.
SÁRIN GRÓA EKKI STRAX
Almenningur hefur þurft að horfast í augu við tekju-
tap, hækkandi verðlag, hækkandi skatta og atvinnu-
leysi. Þrátt fyrir allt er atvinnuleysi á Íslandi þó
lægra en að meðaltali innan Evrópusambandsins
og lægra en í Bandaríkjunum. En hrunið skilur alla
eftir í sárum og það er fyrirsjáanlegt að þau sár
gróa ekki strax.
Hvað Landsbankann varðar, þá er þetta ár eftir-
minnilegt fyrir margra hluta sakir. Við hrunið bjó
gamli bankinn að miklum innistæðum – Icesave –
í útibúum sínum í Bretlandi og Hollandi sem með
neyðarlögunum breyttust í forgangskröfur í þrota-
búið. Þar sem um útibú var að ræða en ekki dótt-
urfélög, ber Tryggingarsjóður innstæðueigenda og
fjárfesta á Íslandi stórfellda fjárhagslega ábyrgð
vegna innistæðnanna.
BANKI Á NÝJUM GRUNNI
Landsbankinn nýi sem stofnaður var á rústum hins
gamla, er að fóta sig á nýjum grunni. Endurreisa inn-
viðina og takast á við vandamál viðskiptavina sinna,
jafnt fólks sem fyrirtækja. Bankinn á allt undir því
að ná sáttum við umhverfi sitt og öðlast traust til að
vera í framtíðinni það leiðandi afl sem stærð hans
kallar á og efnahagslífið þarf á að halda.
Starfsfólk bankans hefur gengið í gegnum mikla
elda á liðnu ári en jafnframt sýnt hvað í því býr.
Starfsfólkið hefur sjálft mótað gildi hins nýja banka:
heilindi, virðingu, fagmennsku og eldmóð og það
er mjög vel þess megnugt að bera bankann fram
til nýrra tíma. Það á hrós skilið fyrir frækilega
framgöngu sína á árinu og það mun ekki bregðast
væntingum á árinu sem fram undan er.
ENDURREISN BANKANS
Nú í desember náðist samkomulag um efnahag
og fjármögnun Landsbankans. Samningaviðræð-
ur voru flóknari en hjá hinum bönkunum tveim-
ur bæði vegna stærðar bankans og stöðu viðsemj-
endanna, fjármálaráðuneytanna í Bretlandi og Hol-
landi. Niðurstaðan er ásættanleg fyrir alla. Ríkið
leggur fram minna fé en upphaflega var ráð fyrir
gert, kröfuhafarnir fá meira en þeir gátu vænst
og Landsbankinn stendur fjárhagslega traustur og
vel búinn til forystu í endurreisn og uppbyggingu
íslensks efnahagslífs.
Landsbankinn tók meira til sín af eignum úr
gamla bankanum en gerðist hjá hinum bönkunum
og axlar á móti skuldabréf í erlendri mynt. Rekstur
bankans á að standa vel undir þeirri byrði og þar
sem skuldin er í erlendum gjaldmiðlum gerir hún
bankanum kleift að standa undir erlendri lánsfjár-
þörf útflutningsatvinnuveganna. Ef vel gengur mun
Landsbankinn skila kröfuhöfum viðbótargreiðslum í
samræmi við árangur. Bankinn endurgreiðir því það
sem hann hefur bolmagn til næstu árin, en án þess
þó að þrengt sé að rekstrarhæfi hans eða möguleik-
um til að þjóna einstaklingum og fyrirtækjum á Ís-
landi. Mikilvægt er að útflutningsgreinarnar vita nú
að þær eiga traustan bakhjarl í Landsbankanum.
LAUSNIR MÓTAST AF REYNSLU
Bankarnir hafa sætt gagnrýni fyrir að fara sér hægt,
einkum í samskiptum við fyrirtækin. Ég tel að bank-
arnir hafi gert rétt með því að gefa svigrúm og sýna
bæði fólki og fyrirtækjum tillitssemi og sveigjan-
leika á þeim mánuðum sem liðnir eru frá hruni.
Tíminn hefur verið notaður til að leita leiða.
Heimilin og fyrirtækin eru fundvísari en fjár-
málastofnanirnar á hvar sé hægt að hagræða og
hvar skuli sækja fram. Lausnirnar urðu að mótast
af reynslu. Bráðræði hefði stefnt mörgu í voða í ís-
lensku atvinnulífi. Það hefði verið rangt að keyra illa
stödd fyrirtæki umsvifalaust í gjaldþrot án frekari
umhugsunar, eins og margir hafa beðið um að yrði
gert. Þótt eigið fé fyrirtækis sé uppurið geta verið
mikil verðmæti í starfseminni sjálfri og störfunum
sem af henni leiða og gæta verður þess umfram allt
að neytendur skaðist ekki ef þrengt er að samkeppni.
Ég held að bankakerfið allt hafi sameinast um skyn-
samleg viðbrögð við erfiðri stöðu og fullyrði að ef
svo hefði ekki verið, væri atvinnuleysi hér á landi að
lágmarki þremur prósentum meira en það er.
Ég tel fyrirsjáanlegt að næsta ár verði erfitt en
ég vænti þess að mál þróist til betri vegar á síðari
hluta ársins.
FORTÍÐIN EKKI UMFLÚIN
Landsbankinn hefur að stórum hluta eytt þessu ári í
endurskipulagningu innanhúss, í skoðun á því hvað
fór úrskeiðis og af hverju. Það hefur tekið á. Eng-
inn hleypur frá fortíð sinni og nýtt nafn eða útlit
breyta engu þar um, það geta aðeins verkin gert.
Nú hefur stórum áfanga verið náð með samþykkt
stofnefnahags bankans og mjög mikilvægt er að vel
verði unnið úr stöðu hans, enda er framtíð Lands-
bankans og íslensks atvinnulífs tengd órjúfanlegum
böndum.
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbankans (NBI):
Byggt á nýjum grunni