Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 50
26 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Höskuldi Þráinssyni, prófessor í ís-
lensku nútímamáli, voru í gær veitt
verðlaun úr verðlaunasjóði Ásu Guð-
mundsdóttur Wright og var hann út-
nefndur vísindamaður ársins.
„Höskuldur hefur aukið hróður ís-
lenskunnar bæði hér heima og erlend-
is,“ segir Sigríður Ása Sturludóttir,
formaður stjórnar Ásusjóðs. Höskuld-
ur hefur gefið út þrjár bækur á síð-
ustu árum. Árið 2004 gaf hann út bók
um færeysku með þremur færeyskum
málfræðingum en þar er að finna sam-
anburð á íslensku og færeysku og grein-
ingu á því hvernig málin hafa þróast.
Ári síðar gaf hann út stóra handbók um
íslenska setningagerð, sem er þriðja
bindið í ritsafninu Íslensk tunga, og árið
2007 kom út bók um íslenska setninga-
fræði hjá Cambridge University Press.
„Undanfarin ár hef ég svo ásamt
öðrum verið að vinna að verkefni um
tilbrigði í íslenskri setningagerð eftir
aldurshópum og landshlutum og hefur
fjöldi manns aðstoðað við verkið.
Gagnaöflun er að mestu lokið og stefni
ég að því að gefa út bók á næsta ári.“
Inntur eftir niðurstöðum segir Hös-
kuldur þær helstu vera að munurinn á
setningagerð sé frekar á milli aldurs-
hópa en landshluta. „Fyrir allmörgum
árum stjórnuðum ég og félagi minn
Kristján Árnason hins vegar verk-
efni þar sem við bárum saman fram-
burð eftir landshlutum og aldurshóp-
um og þá var ennþá talsverður lands-
hlutabundinn munur á framburði. Sama
landshlutamun höfum við ekki fundið í
setningagerðinni.“
Höskuldur er að vonum ánægður
með verðlaunin en þau eru með virt-
ustu verðlaunum sem íslenskur vísinda-
maður getur hlotið. „Maður eflist allur
við þetta,“ segir hann.
Ása Guðmundsdóttir Wright, stofn-
andi verðlaunasjóðsins, var dóttir
Guðmundar Guðmundssonar læknis á
Stykkishólmi. Hún lagði stund á hjúkr-
unar- og ljóðsmóðurnám í Lundúnum
en settist að lokum að í Trinidad í Vest-
ur-Indíum. Þar rak hún plantekru í
Arimadal. Ása var barnlaus og ráðstaf-
aði jarðeign sinni til félags fuglaskoð-
ara á efri árum og var henni breytt í
náttúrufriðlandið Asa Wright Nature
Centre. Söluandvirði bújarðarinnar
notaði Ása meðal annars til að stofna
verðlaunasjóð á hálfrar aldar afmæli
Vísindafélags Íslendinga árið 1968 og
hafa verðlaun úr honum verið veitt ár-
lega síðan. Sjóðurinn hefur rýrnað með
árunum og eru Alcoa - Fjarðarál og HB
Grandi styrktaraðilar hans.
Fyrir skemmstu kom bókin Kona
þriggja eyja eftir Ingu Dóru Björns-
dóttur út en hún fjallar um ævi og störf
Ásu. Auk þess stendur yfir yfir sýning
á munum hennar í Þjóðminjasafninu.
vera@frettabladid.is
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON: VÍSINDAMAÐUR ÁRSINS
Eykur hróður íslenskunnar
VON Á NÝRRI BÓK Höskuldur hefur að undanförnu rannsakað tilbrigði í íslenskri setningagerð eftir aldurshópum og landshlutum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
TIGER WOODS ER 34 ÁRA Í DAG
„Ég sé fyrir mér með því að
leika mér. Hvers er hægt
að óska sér meira en að fá
borgað fyrir að gera það
sem manni finnst skemmti-
legast?“
Tiger Woods er bandarísk-
ur atvinnumaður í golfi. Hann
er talinn með bestu kylfing-
um heims og hefur margoft
unnið Masters-mótið, U.S
Open, British Open og PGA-
mótaröðina. Vegna erfiðleika
í einkalífi hefur hann þó dreg-
ið sig úr keppni í bili.
MERKISATBURÐIR
1880 Svo hörð og langvarandi
frost eru að gengið er á
ís frá Reykjavík og upp á
Kjalarnes.
1883 Fyrstu kirkjuhljómleikar á
Íslandi eru haldnir í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
1922 Rússland, Hvíta-Rússland,
Úkraína og Suður-Kákas-
us mynda Sovétríkin.
1940 Arroyo Seco Parkway,
fyrsta hraðbrautin í Kali-
forníu, er opnuð.
1980 Patrick Gervasoni, frönsk-
um manni sem sagð-
ur var landflótta, er vísað
af landi brott eftir mjög
miklar deilur.
2006 Saddam Hussein, fyrr-
verandi forseti Íraks, er
tekinn af lífi.
Þennan dag árið 1924 tilkynnti bandaríski
stjörnufræðingurinn Edwin Hubble að hann
hefði uppgötvað aðrar stjörnuþokur.
Stjörnuþoka, sem er stundum kölluð vetr-
arbraut, er þyrping fjölmargra stjarna og ann-
arra stjarnfræðilegra fyrirbæra sem haldast
í nágrenni hvert við annað vegna sameigin-
legs þyngdarsviðs stjörnuþokunnar. Dæmi-
gerðar stjörnuþokur geta verið frá þúsundum
til hundraða þúsunda ljósára í þvermál. Í einni
stjörnuþoku er talið að séu um 100-400 millj-
arðar stjarna, stundum miklu fleiri. Í flestum til-
vikum er vegalengdin á milli stjörnuþoka talin
í milljörðum ljósára en þó eru til stjörnuþokur
sem eru mun nær hvor annarri og jafnvel dæmi
þess að tvær rekist saman. Í dag telja menn
að í alheiminum séu um 100-400 milljarðar
stjörnuþoka. Talið er að svarthol sé í miðju
þeirra allra.
ÞETTA GERÐIST: 30. DESEMBER 1924
Hubble uppgötvar stjörnuþokur
EDWIN POWELL HUBBLE
Tónlistarhópur-
inn Elektra En-
semble heldur
tónleika á Kjar-
valsstöðum
klukkan átta í
kvöld. Á efnis-
skrá verða verk
frönsku tón-
skáldanna Gau-
bert, Saint-
Saëns, Milhaud,
Debussy og
Fauré.
Elektra En-
semble saman–
stendur af fimm
ungum tónlistar-
konum sem allar
hafa leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og
var hópurinn valinn tónlistarhópur Reykjavíkurborg-
ar árið 2009. Tónleikarnir í kvöld verða lokatónleikar
hópsins sem tónlistarhóps Reykjavíkurborgar. Miða-
verð á tónleikana er 1.500 krónur en 1.000 fyrir börn,
nemendur, eldri borgara og öryrkja.
Frönsk tónlist
á efnisskránni
ELEKTRA ENSEMBLE Heldur tónleika á Kjar-
valsstöðum í kvöld.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Sæmundur Sæmundsson
lést af slysförum þann 18. desember sl. Hann verður
jarðsunginn frá Digraneskirkju þann 30. desember
kl. 15.00.
Oddur Sæmundsson Eydís Ingimundardóttir
Íris Sæmundsdóttir Heimir Hallgrímsson
Jón Trausti Sæmundsson Grace Fu
Sigrún Erla Sæmundsdóttir
Guðbjörn Alexander Sæmundsson
Pétur Ásbjörn Sæmundsson Kolbrún Birna Bjarnadóttir
og barnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Finnbogi Vikar
Hjalla, Ölfusi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi,
fimmtudaginn 24. desember.
Guðmundur K. Vikar Guðný Snorradóttir
Lilja Vikar Þorsteinn Hauksson
Erna Vikar
Unnur Vikar Friðrik Kjartansson
Sigrún Vikar Benedikt Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, sonur
og bróðir,
Björn Björnsson
sem lést af slysförum 18. desember sl. verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 5. janúar kl.
13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvini
Sjálfsbjargar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Björn Viðar Björnsson
Margrét Björnsdóttir
Halldór Guðfinnsson
Hildigunnur Guðfinnsdóttir
Björn Ólafur Ingvarsson
Þorsteinn Björnsson
Elskulegur maðurinn minn, faðir
okkar, tengdafaðir, sonur og afi,
Guðmundur Heiðar
Guðjónsson
frá Bakkagerði,
Ystaseli 21, Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 26. desember.
Halldóra Sigurðardóttir
Heiðrún Ásta Guðmundsdóttir Andrew James Scrimshaw
Sigurjón Már Stefánsson Ásta Sólveig Stefánsdóttir
Guðjón Guðmundsson
og barnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.