Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 3
Frank Aarnink, slagverksleikari
og tónlistarmaður, hefur dvalið
nokkrum sinnum á Íslandi yfir
áramót. Hann er frá Hollandi
og segir að íslensk áramót séu
alls ekki svo frábrugðin þeim
hollensku.
„Maður hittir vinafólk og fjölskyldu
og horfir á sjónvarpið. Hollending-
ar horfa mikið á sjónvarpið þenn-
an síðasta dag ársins. Til að eyða
tímanum held ég. Svo borðar maður
alltaf „oliebollen“, en það eru nokk-
urs konar Berlínarbollur án sultu.
Djúpsteikar og feitar bollur með
rúsínum,“ segir Frank og ber
saman íslenska áramótaskaupið og
hið hollenska, en í Hollandi er það
einn maður sem heldur uppi grín-
inu með mónólog um árið sem leið.
Frank segir Hollendinga síst minna
skotglaða en Íslendinga, fyrir
honum sé íslenska rakettubrjálæðið
ósköp venjulegt. „Það heldur enda-
laust áfram, það er ótrúlegt, en við
notum miklu meira af kínverjum en
Íslendingar. Svo er alltaf fólk sem
tapar auga eða eyra,“ segir Frank
og lítur á það sem staðreynd lífs-
ins. Hollendingar eru ekki með ára-
mótabrennur en þess í stað hafa
þeir páskabrennur. „Á nýársdag er
horft á Vínartónleika og austurískt
skíðastökk í sjónvarpinu. Ég veit
ekki af hverju en það er bara ekk-
ert annað sýnt þennan dag,“ segir
Frank kankvís. - nrg
Kínverjasjúkir Hollendingar
Hollenskar „oliebollen“ eru ómissandi
þáttur gleðinnar.
Frank Aarnink tónlistarmaður við hluta af slagverkshljóðfærum sem hann lemur og
hristir hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Joanne Kearney er írskt söngva-
skáld með plötu í bígerð. Hún er
mikið jólabarn en heldur mun
minna upp á áramótin.
„Ég held ég haldi mig heima við
þetta árið. Ég er eins og köttur,
þú þarft líklega að lokka mig úr
fylgsni mínu á gamlársdag,“ segir
Joanne og reynir að sannfæra
blaðamann um að hún sé ekki rétta
manneskjan að spyrja út í þetta
málefni þar sem hún hreinlega hati
áramótin. „Ég þoli ekki hávaðann.
Og hér á Íslandi er ekki eins og
það verði eitt stórt „BANG“ á mið-
nætti og nýja árið er komið, heldur
gengur á með sprengjuhríðum alla
nóttina,“ segir Joanne og áttar sig
engan veginn á áramótasiðum
landans. „En hvað í andskotanum
er ég þá að gera á þessu landi um
áramótin mætti spyrja? Ég elska
veturinn hérna, frosnu vötnin
og snjóinn. Friðsældina í náttúr-
unni og langan jólamánuðinn. En
svo koma áramótin og allt verð-
ur galið í þessu sprengju standi!“
segir Joanne og reytir hár sitt.
Henni finnst þó gott að ágóðinn
af flugeldasölunni renni til góðra
málefna, en hún ætlar samt að fela
sig undir rúmi þar til nýja árið er
komið. - nrg
Jólabarnið hleypur í felur
Mynd sem sýnir flugeldasýningu við
Kilkenny-kastala árið 1865.
Joanne Kearney ætti að setja bómull í eyrun á gamlársdag. MYND/ÚR EINKASAFNI
Elín Sigurðardóttir
Rope Yoga Meistarakennari
Íþróttafræðingur
Rope Yoga • elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419
Við bjóðum upp á átta byrjendanámskeið, eitt
lyftingarnámskeið og ástundunartímarnir verða
áfram eins og áður.
Rope Yoga
Námskeið hefjast 4. janúar
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu yngri en 60 ára sem búa á
áskriftarheimilum Morgunblaðsins
lesa frekar Fréttablaðið.
Staðreyndir um dagblaðalestur
Heimild: Lestrarkönnun Capacent maí-okt 2009.