Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 8
 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR AFGANISTAN, AP Opinber nefnd skipuð af Hamid Karzai, forseta Afganistan, rannsakar fregnir af því að tíu óbreyttir borgarar hafi verið drepnir í skærum þar sem þátt tóku erlendir hermenn á sunnudaginn var. Í hópnum eiga að hafa verið átta námsmenn. Karzai hefur fordæmt dráp- ið, en atburðurinn átti sér stað á átakasvæði í austurhluta landsins, þorpi í Narang-umdæmi í Kunar- héraði. Dráp á almenningi er með erf- iðustu málum fyrir erlenda setu- liðið í Afganistan. Þótt fleiri borg- arar falli fyrir hendi Talíbana þá ýtir dráp herafla Bandaríkj- anna og Atlantshafsbandalagsins (NATO) á borgurum undir andúð á veru hermannanna í landinu og grefur undan tilraunum þeirra til að veikja uppreisnarliða. Ásökunin er sögð alvarlegasta dæmið um dráp vestrænna her- manna á óbreyttum borgurum í Afganistan frá því snemma í desember, þegar embættismenn stjórnvalda greindu frá því að tólf borgarar hefðu verið drepnir í loftárás í Laghman-héraði. NATO neitaði þeim ásökunum. „Forsetinn varð mjög hryggur og reiður þegar hann heyrði frétt- irnar,“ sagði Waheed Omar, tals- maður Karzais forseta í gær, þriðjudag. Hann gagnrýndi stjórn herafla Bandaríkjanna og NATO í Afganistan og sagði að hernað- araðgerðirnar á sunnudag hefðu átt að hafa verið í samstarfi við þjóðarher Afganistans. „Þjóðarher okkar annast nú um 60 prósent af aðgerðum,“ sagði Omar og bætti við að mannfall óbreyttra borgara væri minna þegar afganskir hermenn ættu hlut að máli. Fulltrúi NATO sagði að hern- aðaraðgerðirnar í Kunar á sunnu- dag hefðu verið í samstarfi banda- rískra og afganskra hermanna og að herflugvélum hafi ekki verið beitt. Fulltrúinn baðst undan því að vera nafngreindur til þess að trufla ekki aðkomu erlenda her- liðsins að rannsókn stjórnar Afganistans á atburðinum. Hann segir að í aðgerðinni á sunnudag hafi verið fylgt eftir rannsókn á uppreisnarhópi sem fylgst hafði verið með í nokk- urn tíma og talinn bera ábyrgð á árásum á afganska og erlenda hermenn með heimagerðum sprengjum. Vopn og sprengju- búnaður á staðnum hafi verið staðfesting þess að hinir föllnu, allt ungir karlmenn, hafi verið uppreisnarmenn. Zaman Mamozai, yfirmaður landamæralögreglunnar á svæð- inu, sagði jafnframt í gær að þeir sem voru drepnir hafi allir verið uppreisnarmenn. olikr@frettabladid.is GÖTULÍF Í AFGANISTAN Afgönsk kona bakar brauð í þorpi nærri Kabúl. Erlendir hermenn eru nú sakaðir um að hafa drepið óbreytta borgara á átakasvæði i Kunar-héraði í austurhluta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sendinefnd kannar dráp á ungmennum Grunur leikur á að hermenn hafi drepið tíu óbreytta borgara, þar af átta náms- menn, í austurhluta Afganistans á sunnudag. Fulltrúi NATO segir fyrstu fregnir herma að níu uppreisnarmenn hafi verið drepnir. Stjórnarnefnd rannsakar málið. ALÞINGI Gylfi Magnússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, vísar frá sér spurningum um meðferð skulda sjávarútvegsfyrirtækja. Þótt ríkið eigi hluti í bönkunum gildi um þá reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga í fjármála- fyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með bönkunum. Í svari Gylfa við fyrirspurn frá Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, kemur fram að hann geti ekki svarað því hve mikið af skuld- um útgerðar- fyrirtækja varð eftir í þrotabú- um gömlu bank- anna þriggja, hve stór hluti skulda f lutt- ist yfir til nýju bankanna og hvaða reglum var beitt við mat á skuldunum og afskriftir skulda sjávarútvegs- fyrirtækja, ef einhverjar voru. „Efnahags- og viðskiptaráðu- neytið hefur ekki undir höndum neinar upplýsingar um starfsemi einstakra fyrirtækja á fjármála- markaði. Né hefur það undir höndum upplýsingar um skuldir einstakra viðskiptamanna bank- anna. Eftirlit með starfsemi á fjármálamarkaði er í höndum Fjármálaeftirlitsins,“ segir í svari Gylfa til Ólínu. - pg Ráðherra segist engu geta svarað um meðferð skulda sjávarútvegsfyrirtækja: Trúnaður um meðferð skulda GYLFI MAGNÚSSON KÍNA, AP Sendingar ganga á milli kínverskra og breskra yfirvalda eftir að Kínverjar virtu að vettugi beiðnir alþjóðasamfélagsins og tóku í gær af lífi breskan mann sem fund- inn hafði verið sekur um að smygla eiturlyfjum. Maðurinn hét Akmal Shaikh og var 53 ára gamall. Ættingjar mannsins sögðu hann andlega vanheilan og að hann hefði verið plataður til að flytja efnin. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, sagði í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær vegna málsins að hann væri „hneykslaður“ á fram- ferði Kínverja. Aftakan á Shaikh er fyrsta líflát Kínverja á Evrópubúa í sextíu ár. Stjórnvöld í Kína hafa hins vegar varið ákvörðun sína og segja að engin skjöl hafi verið lögð fram sem sýnt hafi fram á andlega vanheilsu Shaikhs. Þá gagnrýna Kínverjar ummæli forsætisráðherra Breta, en sögðust vona að málið skaðaði ekki tvíhliða samband landanna. Utanríkisráðuneyti Kína bað bresk stjórnvöld að búa ekki til „hindr- anir“ að bættum samskiptum ríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC og fleiri fjölmiðlar höfðu eftir Laillu Horsnell, dóttur Shaikhs, að henni væri brugðið. „Ég varð einnig fyrir vonbrigðum með að aftakan skyldi hafa verið látin ná fram að ganga án tillits til geðheilbrigðisvandamála föður míns,“ sagði hún. „Ég á erfitt með að sjá hvaða réttlæti er í þessu fólgið.“ - óká TEKINN AF LÍFI Akmal Shaikh, Bretinn sem handtekinn var í Kína fyrir fíkni- efnasmygl og líflátinn í gær með eitursprautu. Ættingjar mannsins sögðu hann veikan á geði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Aftaka bresks manns í Kína vegna fíkniefnasmygls vekur reiði á alþjóðavísu: Kínverjar verja ákvörðun sína Gláp í bíó fyrir Ringjara. Við sendum tilboð beint í símann. Tilboð dagsins: Gláp MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Gildir í dag, miðvikudag E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 3 4 7 50% afsláttur í bíó hjá Senu fyrir 1 Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Ath. Gildir ekki í lúxussal, á íslenskar myndir og myndir sýndar í digital þrívídd. Tilboðið gildir í tilteknum bíóum Senu: Ekkert vesen með afsláttarmiða, þú sýnir bara GSM símann í afgreiðslunni. Bíó á hálfvirði í dag á ring.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.