Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 6
6 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
IÐNAÐUR Orkuþörf fyrirhugaðs
gagnavers Verne Holdings gæti
orðið meiri en 140 MW, miðað
við athugasemdir við fjárfesting-
arsamning ríkisins og fjögurra
fyrirtækja, sem að framkvæmd-
inni standa.
Gagnaverið hefur verið til
umræðu síðan á síðustu mánuðum
ársins 2007. Þá var það kynnt sem
25 MW ver, sem gæti stækkað í 50
MW. Síðan hefur af og til verið rætt
um 25 til 80 MW, en oftast um lægri
töluna, 25 megavött.
Heimildarmaður blaðsins, sem
kom að gerð fjárfestingarsamn-
ingsins, segir 140 megavatta orku-
þörf þó í samræmi við fyrstu áætl-
anir. 25 megavöttin hafi verið nefnd
sem orkuþörf fyrsta áfanga. En
áfangarnir verði hugsanlega fjór-
ir, gangi vel. Óvíst sé nákvæmlega
hversu mikla orku þurfi fyrir hina
áfangana. Það fari eftir pöntunum
viðskiptavina og tækniframförum.
Verne hefur ekki tryggt sér orku
umfram þessi títtnefndu 25 mega-
vött. Þau skuldbatt Landsvirkj-
un sig til að selja fyrirtækinu með
þeim fyrirvara að virkjað yrði í
Þjórsá, eins og blaðið greindi frá í
mars 2008. Það var skýrt með því
að Landsvirkjun ætti ekki aðra
virkjunarkosti en í Þjórsá.
Þrátt fyrir þetta segir heimild-
armaður blaðsins að Verne hafi
ekki áhyggjur af því að erfitt reyn-
ist að ná í meiri orku, jafnvel þótt
álver í Helguvík verði að veruleika.
Fyrirtækið telji sig vera framarlega
í röðinni að orku, og slík stækkun
gagnaversins verði ekki fyrr en
árið 2016.
Spurður um verðið, segir hann
að Landsvirkjun hafi haft frum-
kvæði að því að trúnaður ríki um
það. Ísland sé ódýrari kostur fyrir
slíka stóriðju en nágrannalöndin, en
ekki ódýrasti kostur í heimi. Til að
mynda sé hægt að fá betra orkuverð
í norðvesturhluta Bandaríkjanna.
klemens@frettabladid.is
HÁTÍÐAHLJÓMAR
VIÐ ÁRAMÓT
MIÐASALA í Hallgrímskirkju, í síma 510 1000
LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 28. STARFSÁR listvinafelag.is
T U
Forðast þú að dýpka hjólförin í
umferðinni?
Já 77,7%
Nei 22,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Kaupir þú flugelda fyrir ára-
mótin?
Segðu þína skoðun á Vísir.is.
ÍRAN „Bretar fá kjaftshögg ef þeir hætta ekki þess-
ari vitleysu,“ sagði Manouchehr Mottaki, utanríkis-
ráðherra Írans í gær.
Mottaki var með þessu að bregðast við orðum
Davids Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sem
á mánudaginn lofaði hugrekki mótmælenda og gagn-
rýndi framferði öryggissveita íranskra stjórnvalda.
Í fyrradag sagði Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, að írönsk stjórnvöld hefðu beitt járnhnefa og
óréttlátri kúgun gegn friðsömum mótmælendum.
Ali Larijani, forseti íranska þingsins, tók undir
með Mottaki í gær. Hann gagnrýndi Breta og Banda-
ríkjamenn harkalega fyrir að hafa fordæmt aðgerðir
íranskra stjórnvalda. Larijani sagði að breski sendi-
herrann í Teheran yrði kallaður á fund til að skýra
málflutning breskra stjórnvalda.
Í tíu daga hafa íranskir umbótasinnar staðið fyrir
mótmælum gegn írönsku stjórninni en þó kannski
helst Mahmouds Ahmadinejad forseta sem vann
umdeildan sigur í forsetakosningunum í landinu í
júní.
Larijani segir að þeim mótmælendum sem virði
ekki Ashura-hátíðina verði mætt af fullri hörku.
Ashura er ein helsta trúarhátíð sjía-múslíma.
Á mánudaginn voru fjölmargir umbótasinnar
handteknir, þar á meðal samstarfsmenn Mirs Hoss-
eins Mousavi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Þá var
frændi Mousavi myrtur á sunnudaginn. Í gær bár-
ust síðan fregnir af því að systir Shirin Ebadi hefði
verð handtekin. Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels
árið 2003 fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum í
Íran. - th
Öryggissveitir íranskra stjórnvalda handtaka systur Nóbelsverðlaunahafa:
Hóta Bretum kjaftshöggi
SHIRIN EBADI Öryggissveitir íranskra stjórnvalda handtóku
systur Nóbelsverðlaunahafans á mánudagskvöldið.
NORDICPHOTOS/AFP
HESTAMENNSKA „Markmiðið er að
við fáum að njóta hestsins við sem
besta umgjörð,“ segir Haraldur
Þórarinsson, formaður Landssam-
bands hestamannafélaga, um þá
samþykkt stjórnar sambandsins
að ganga til viðræðna við hesta-
mannafélagið Fák um að halda
Landsmót 2012 á svæði félagsins
í Víðidal.
Haraldur bendir á að ekki sé
endan lega afráðið hvar Lands-
mót 2012 verði haldið. Samkvæmt
reglugerð þurfi að byrja á að ræða
við þau félög sem til greina komi,
til þess að ná samningum.
„Það er ljóst að við höfum verið
með mjög gott mótahald úti á landi,
á Vindheimamelum og Hellu, sem
gengið hefur mjög vel,“ segir
Haraldur. „Við viljum athuga hvort
hugsanlega séu meiri sóknarfæri
til að mynda í markaðssetningu
íslenska hestsins með því að fara
inn í þéttbýlið. Spurningin er hvort
við getum gert eitthvað nýtt á þessu
svæði sem við getum ekki gert úti á
landi. Það eru ýmsar hugmyndir á
lofti varðandi nýjungar.“
Haraldur segir ljóst að ekki
verði haldið landsmót, eins og ger-
ist í sveit, í Víðidal. Enda sé ekki
verið að reyna það. Hins vegar séu
ýmis atriði, sem liggi betur við þar,
svo sem aðgengi knapa og varsla
fjölmargra, verðmætra hrossa. - jss
Landssamband hestamannafélaga ræðir við Fák um landsmótshald 2012:
Landsmótið kannski í borginni
HARALDUR ÞÓRARINSSSON Vill athuga
sóknarfæri mótshalds í þéttbýli.
VIÐSKIPTI Menn ársins í viðskipta-
lífinu er feðgarnir í Fjarðarkaup-
um, samkvæmt vali tímaritsins
Frjálsrar verslunar. Mennirn-
ir eru Sigurbergur Sveinsson og
synir hans Sveinn og Gísli Þór.
„Í mati sínu lagði dómnefndin
til grundvallar frumkvöðlastarf
á sviði lágvöruverðsverslunar á
Íslandi, langan og farsælan feril,
hófsemi, dugnað og útsjónar-
semi sem gert hefur Fjarðarkaup
að stöndugu og framúrskarandi
fyrirtæki,“ segir í tilkynningu
tímaritsins. Þar kemur jafnframt
fram að verslunin hafi verið
stofnuð fyrir 37 árum sem fyrsta
lágvöruverðsverslun á Íslandi,
hagnaði hafi ævinlega verið hald-
ið inni í fyrirtækinu og langtíma-
skuldir þess séu engar. - óká
Feðgarnir í Fjarðarkaupum:
Menn ársins í
viðskiptalífinu
VIÐURKENNING AFHENT Katrín Júlíus-
dóttir iðnaðarráðherra afhenti viður-
kenningu Frjálsrar verslunar til manna
ársins 2009 í viðskiptalífinu í hófi sem
haldið var á Hótel Sögu síðdegis í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lönduðu fyrir fimm milljarða
Skip Þorbjarnar hf. í Grindavík lönd-
uðu samtals 22.846 tonnum af afla á
árinu sem er að líða. Verðmæti aflans
er 5.191 milljón króna. Frystitogarar
lönduðu 13.610 tonnum og línubátar
9.236 tonnum. Botnvörpungurinn
Gnúpur GK 11 var aflahæstur sjö skipa
félagsins, með rúm fimm þúsund
tonn.
SJÁVARÚTVEGUR
ÞJÓNUSTA Borgarbúar í Reykja-
vík munu ekki geta losað sig
við jólatré út á næsta götuhorn
eftir hátíðarnar. Reykjavíkur-
borg ætlar ekki að hirða trén
eins og verið hefur um árabil.
Þeim sem eiga erfitt með að
koma frá sér jólatrjánum mun
hins vegar bjóðast sá valkostur
að fá útsendara íþróttafélagsins
í sínu hverfi til að koma og
hirða trén gegn eitt þúsund
króna þóknun. Trjánum verður
síðan komið í förgun á við-
eigandi hátt í samvinnu við
gámafélög. - gar
Íþróttafélögin sækja jólatré:
Ná í trén fyrir
þúsund krónur
ÞORSKELDI Skipulagsstofnun telur
að fyrirhugað 900 tonna þorsk-
eldi í Skutulsfirði við Ísafjarð-
arbæ kunni að hafa í för með
sér umtalsverð umhverfisáhrif
og skuli háð mati á umhverfis-
áhrifum.
Fyrirtækið Álfsfell, sem nú
elur 200 tonn á ári af þorski í
Skutulsfirði, hefur áform um að
meira en fjórfalda framleiðslu
sína. Í áliti Skipulagsstofnunar
segir að niðurstaða um mat á
umhverfisáhrifum byggist meðal
annars á vísbendingum um að
eldisstarfsemi í Skutulsfirði hafi
nú þegar haft neikvæð áhrif á
botndýralíf. - pg
Ísafjörður:
Þorskeldi fari í
umhverfismat
ÞORSKELDI Meta þarf umhverfisáhrifin
af fyrirhuguðu þorskeldi í Skutulsfirði.
BORGARMÁL Ríflega 1.500 hug-
myndir bárust um það sem betur
má fara í skipulagi borgarinnar á
fundum skipulags- og bygginga-
sviðs Reykjavíkurborgar sem
fram fóru í tíu hverfum borgar-
innar í október og nóvember.
Á fundunum gafst íbúum tæki-
færi til að koma sínum hug-
myndum á framfæri í vinnu- og
umræðuhópum vegna mótunar
aðalskipulags Reykjavíkur 2010
-2030 með framtíðarsýn allt til
ársins 2050. Markmiðið með fund-
unum var að færa aðalskipulagið
nær íbúum hverfanna.
Nú stendur yfir úrvinnsla á
hugmyndunum og tillögugerð. - shá
Aðalskipulag Reykjavíkur:
Ríflega 1.500
tillögur bárust
Verne gæti þurft sex
sinnum meiri orku
Verne Holdings býst við að þurfa jafnvel meira en 140 megavött af orku fyrir
gagnaver sitt, en hefur einungis tryggt sér 25. Þetta er þó sagt í samræmi við
allar áætlanir. Íslensk orka mun ekki vera sú ódýrasta í heimi.
SKEMMUR VERÐA AÐ GAGNAVERI Verne Holdings hefur komið sér fyrir á gamla
hersvæðinu á Reykjanesi. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Iðnaðarráðherra hefur verið spurður
af greinarhöfundum í Fréttablaðinu
um hvaðan orkan fyrir álver í Helgu-
vík og gagnaverið eigi að koma, en
hefur ekki svarað því opinberlega.
Miðað við forsendurnar gætu þessar
framkvæmdir á suðvesturhorninu
kostað 630 MW fyrir Helguvík og
140 fyrir gagnaver. Samtals 770
megavött.
Katrín Júlísdóttir ráðherra
segir þetta ekki rétt. Heim-
ild hafi ekki verið veitt fyrir
360.000 tonna álveri, heldur
fyrir 250.000 tonnum. Ástæða
þess að fjárfestingarsamn-
ingur vegna álvers hafi
verið upp á 360.000 tonn
sé sú að um gamaldags
fjárfestingarsamning
hafi verið að ræða. „Það var ákveðið
að hafa þetta rýmra, ef þetta þyrfti
að fara fyrir þingið aftur,“ segir hún.
Ríkið komi ekki að orkusölu til
álversins heldur Orkuveitan og
Hitaveita Suðurnesja. Þessi fyrirtæki
og forystumenn suður með sjó eigi
því að svara fyrir um uppsprettu
orkunnar.
Um orku fyrir gagnaver, sem
er á hendi Landsvirkjunar,
segir hún að sér skiljist að
á milli þrjátíu og fimmtíu
megavött liggi á lausu í
kerfinu. Hún gefur lítið
fyrir umræðu um virkjun
Þjórsár að svo stöddu
og segist vinna að því
að gera orkuverð til
stóriðju gagnsærra.
HVAÐAN Á ORKAN AÐ KOMA?
KJÖRKASSINN