Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR8 V I Ð Á R A M Ó T VIÐSKIPTAMAÐUR UNDIR RATSJÁ Friðrik í Melabúðinni er sagður hafa báða fætur á jörðinni og því eigi hann að vera meðal viðskipta- manna ársins. A lls voru 24 einstaklingar nefnd- ir til sögunnar í vali á viðskipta- manni ársins. Dómnefnd fékk frjálsar hendur um valið en átti að velja þrjá einstaklinga sem töldust hafa skarað fram úr á árinu. Sá sem nefndur var fyrstur fékk þrjú stig, sá næsti tvö stig og sá þriðji eitt. Ellefu sátu í dómnefndinni að þessu sinni. Þeir eru flestir úr atvinnulífinu auk kennara við viðskiptafræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Hér á eftir verða þeir nefndir sem lentu í þriðja til fimmta sæti yfir viðskiptamenn ársins að mati dómnefndar Markaðarins. 3. SÆTI Skákmaðurinn Margeir Pétursson, stofn- andi og stjórnarformaður MP Banka, lenti í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni árs- ins að þessu sinni. Dómnefndin sagði um Margeir að banki hans hafi staðið af sér storminn og nýtt sér vel það tómarúm sem varð til við fall bankanna í fyrrahaust. MP Banki fékk viðskiptabankaleyfi á síðasta ári og kom það sér vel. Í kjölfar falls Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is (Spron) í mars síðastliðnum gerði MP Banki tilboð í vörumerki sparisjóðsins auk Netbankans, nb.is og hafði á prjónun- um að reka þrjú útibú hans undir merkjum Spron. Ætlunin var að viðhalda vörumerk- inu, sem hafði notið mikillar velvildar um árabil. Um þetta leyti höfðu innistæður verið fluttar úr Spron til Nýja Kaupþings (nú Arion banki). Bankinn neitaði að færa þær til baka og varð því ekkert úr viðskipt- unum. Í staðinn opnaði MP Banki eigin netbanka og réð hluta af starfsfólki Spron til sín. Fyrsta útibú MP Banka var síðan opnað á tíu ára starfsafmæli fyrirtækis- ins í Borgartúni hvar eitt útibúa Spron hafði áður verið til húsa. Starfsmenn MP Banka, sem hóf starf- semi sem MP Verðbréf fyrir áratug, eru nú 89. Þar af eru 76 hér en þrettán í Lit- háen. Gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsfólks í janúar þegar bankinn færir höfuðstöðvar sínar eftir áramótin. 4. SÆTI Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, er í þriðja sæti í vali á viðskipta- manni ársins að mati dómnefndar Mark- aðarins. Óhikað má segja að Eyrir Invest hafi tekið bikarinn heim þetta árið en fjárfest- ingafélagið er stærsti hluthafi matvæla- vinnsluframleiðandans Marels, sem komst á blað yfir viðskipti ársins en Árni Oddur er stjórnarformaður þess. Þá er Eyrir In- vest annar stærsti hluthafi stoðtækjafyrir- tækisins Össurar og er Þórður Magnússon, faðir Árna Odds, varaformaður stjórnar Össurar. Þá er Þórður jafnframt stjórnar- formaður netfyrirtækisins Calidris, sem lenti í 5. til 11. sæti. Árni Oddur og félög tengd Eyri Invest hafa jafnan skorað hátt hjá dómnefnd Markaðarins upp á síðkastið. Óþarfi er að tíunda frekar um Jón Sigurðsson og Össur. Þá voru kaup Marels á hollenska iðnfyrir- tækinu Stork Food Systems viðskipti ársins í fyrra. Árni Oddur á sæti í stjórn Stork. 5.-11. SÆTI Sex einstaklingar deila með sér næstu sætum með jafnmörg stig. Þeir koma hver úr sinni áttinni en eiga það sammerkt með þeim Jóni Sigurðssyni, Hilmari, Margeiri og Árna Oddi að teljast rekstrarfólk. Einn þeirra fellur þó ekki í þann flokk. Sá er leik- arinn og fjöllistamaðurinn Jón Gnarr. Rök- stuðningurinn fyrir vali hans var sá að Jón og Pétur Jóhann Sigfússon, sem sami dóm- ari setti í annað val, hafi lyft þjóðinni upp í þrengingum auk þess að landa samningum við erlend fyrirtæki með vörur sínar. Í of- análag hafi þeir selt mynddiska með þrenn- unni Næturvaktin, Dagvaktin og Fanga- vaktin í tugþúsundatali fyrir jólin 2009 á innlendum markaði. Uppskeran á erlend- um mörkuðum muni koma í ljós á næstu tveimur árum. Hinir eru eftirfarandi í stafrófsröð: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta; Friðrik Guðmundsson, kaupmaður í Mela- búðinni í Reykjavík; Jón Norland, fram- kvæmdastjóri Smith & Norland; Magn- ús I. Óskarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda netfyrirtækisins Calidris; og Svava Johansen, forstjóri tískuvöru- keðjunnar NTC, en gjarnan kennd við verslunina Sautján. Um valið segir dómnefndin að viðskipta- mennirnir séu með báða fæturna á jörðinni og uppskeri í samræmi við það. Þá hafi þeir rekið sín fyrirtæki af festu og yfirvegun og hafa ekki orðið öðrum til skaða. Svövu er lyft á stall fyrir að láta ekki bölmóðinn á sig fá, synda á móti straumnum og opna nýja verslun undir merkjum Gallerís Sautj- án í Smáralind á haustdögum á sama tíma og flestir héldu að sér höndum. Krefjandi val í takt við erfitt ár Margir voru kallaðir til í vali á viðskiptamanni ársins. Dómnefnd Markaðarins var næsta einróma um að valið væri erfitt í ár. Niðurstaðan varð á endanum sú að rekstrarmenn standa upp úr. Ástæðan að nokkurra mati er sú að þeir eru með fæturna á jörðinni og þykja hafa óflekkað mannorð eftir fjármálakreppuna. Þá skoruðu þeir hátt sem hafa farið sér hægt og flogið undir ratsjá viðskiptalífsins. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði val dómnefndarinnar og rökin fyrir því. BROSAÐ Í KAMPINN Árni Oddur Þórðarson ásamt Erik Kaman, fjármálastjóra Marels. Fréttablaðið/ÓKÁ LEIKARINN Jóni Gnarr er talið til tekna að hafa lyft þjóðinni upp í þrengingum auk þess að eiga hlut að því að landa samningum við erlend fyrirtæki um sölu á vöru sinni, Vakta-þrennunni.  Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar  Eggert Pétursson listmálari  Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir hjá Auði Capital  Helgi Vilhjálmsson, stofnandi og forstjóri Góu/KFC  Hörður Arnarson, forstjóri Marels, Sjóvár og Landsvirkjunar á árinu  Inga María Guðmundsdóttir, bókasafnsfræðingur á Ísafirði sem rekur tengslasíðuna dressupgames.com  Jón Gerald Sullenberger, stofnandi lágvöruverðsverslunarinnar Kosts  Sigurbergur Sveinsson, Sveinn Sigurbergsson og Gísli Þór Sigurbergsson hjá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði  Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður  Vilhjálmur Bjarnason, lektor í HÍ  Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP  Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja * Í stafrófsröð Einnig tilnefndir* STJÓRNARFORMAÐURINN MP Banki á rætur að rekja til fyrirtækisins MP Verðbréfa sem Margeir Pétursson stofnaði í félagi við annan mann fyrir áratug. Bankinn er sagður hafa komið sterkur inn í fjár- málakreppunna og tekist að nýta sér þau tækifæri sem þar buðust. M ARKAÐ U RIN N /H EIÐ A BROSAÐ Í KREPPU Svava Johansen opnaði tut- tugustu verslun NTC í vetur. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í tilefni af því að mikilvægt væri að láta neikvæða umræðu ekki hafa áhrif á sig. M A R K A Ð U R IN N /A N TO N M A R K A Ð U R IN N /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.