Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR18 V I Ð Á R A M Ó T Á rið 2009 var viðburðaríkt hjá okkur í Arion banka. Þótt upp- gjör við Kaupþing banka (gamla Kaupþing) og einstök skulda- úrlausnarmál fyrirtækja hafi verið áberandi í umræðunni hefur fjöl- margt annað áunnist. Starfsemi bankans hefur verið löguð að gerbreyttum aðstæð- um á fjölmörgum sviðum fjármálaþjón- ustu, hagræðing aukin með breytingum á útibúanetinu, kynntar ýmsar lausnir á skuldavanda heimila, hafin markviss úr- vinnsla á málum of skuldsettra fyrirtækja og grunnur lagður að nýrri framtíð undir nýju nafni. Á sama tíma hefur verið unnið skipulega að því að efla starfsandann sem beið hnekki við fall gamla bankans í október 2008. NÝ SÝN – NÝ STEFNA Síðustu vikur ársins voru viðburðaríkar í Arion banka. Þá voru leidd til lykta ýmis mál sem höfðu verið í deiglunni býsna lengi. Ég hef þegar nefnt eigandabreytinguna sem tilkynnt var 1. desember. Nú er ljóst að Kaupþing banki – og með óbeinum hætti innlendir og erlendir kröfu- hafar þess banka – mun eiga 87 prósent af hlutafé Arion banka. Ég tel að þetta hafi verið afar farsæl niðurstaða fyrir alla aðila, ekki síst íslenska skattgreiðendur. Um svipað leyti tók bankinn upp nýtt nafn, stefnu, framtíðarsýn, markmið og gildi. Loks nefni ég ýmsar lausnir á skulda- vanda heimila sem bankinn kynnti í byrj- un desember og hafa mælst vel fyrir meðal viðskiptavina. Á árinu hefur þannig verið lagður grunnur að ýmsu sem bank- inn mun uppskera á næstu mánuðum og misserum. OF MARGIR BANKAR Í LANDINU Ýmislegt hefur áunnist á fjármálamarkaði á árinu en framundan eru fleiri mikilvæg verkefni. Ég nefni þau helstu: • Ná fram frekari hagræðingu. Arion banki lokaði sex útibúum/afgreiðslustöðum á árinu og stytti afgreiðslutíma sums stað- ar. Þá tók bankinn yfir rekstur Sparisjóðs Mýrasýslu og öll innlán SPRON þegar sá sparisjóður féll og þjónustar útlánin fyrir slitastjórn SPRON. Það þarf að gera betur því framboð af bankaþjónustu er einfald- lega of mikið. Núna eru fjórir aðilar að bjóða almenna bankaþjónustu um land allt, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn og sparisjóðirnir. Að mínu viti duga tveir. • Leysa úr skuldavanda fyrirtækja. Fjöld- inn allur af stórum og smáum fyrirtækj- um eru illa löskuð vegna of mikillar skuld- setningar, breytinga á rekstrarforsend- um eða hvoru tveggja. Því fyrr sem tekið er á málum þeirra, þeim mun fyrr verð- ur atvinnulífið heilbrigt og endurreisn hagkerfisins öflugri. Í þessum úrvinnslumálum munu koma upp siðferðileg álitamál, einkum hvort vinna skuli með núverandi eigendum og stjórnendum, hvort gætt sé jafnræðis í af- skriftum skulda og hvort bankarnir hafi óeðlileg áhrif á samkeppni með framgöngu sinni. Einstök mál munu verða umdeild og mistök munu verða gerð. Óttinn við það má þó ekki verða til að lama verkviljann. • Endurreisa innlendan hlutabréfamarkað sem skaddaðist við bankahrunið í október 2008. Í öllum þróaðri ríkjum eru starfandi öflugir hlutabréfamarkaðir, enda eru þeir mikilvæg uppspretta fjármagns fyrir at- vinnulífið og hagvöxt og vettvangur fyrir skipulögð viðskipti. Bankarnir munu á næstunni eignast ýmis fyrirtæki að hluta eða öllu leyti og kauphallarskráning getur verið kjörin leið til að selja þessa eignar- hluti. Þá hlýtur að koma til álita að kaup- hallarskrá hlutabréf í bönkunum sjálfum þegar fram líða stundir. FRESTUN MÁLA HÆTTULEG Þótt margt hafi áunnist í þjóðlífinu á árinu 2009 er samt eins og okkur hafi miðað skammt áfram. Það er eins og vonbrigð- in, vantraustið, tortryggnin, beiskjan og reiðin séu enn það sterk að við náum ekki að hrista af okkur bölmóðinn. Því er hætt- an sú að við hjökkum í sama farinu næstu mánuði og misseri. Ef við ætlum að fresta öllu á meðan við leitum að hinu fullkomna réttlæti, þá mun okkur ekki miða fram á veginn. Þá mun sífellt fleira fólk verða afhuga því að búa áfram hér á landi. Ég vil hins vegar trúa því að gamla góða íslenska seiglan og dugnað- urinn komi okkur út úr þeim vanda sem nú liggur fyrir á allra næstu misserum. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka: Enn margt ógert í endurreisn landsins É g tel að ársins 2009 verði fyrst og fremst minnst sem árs aðgerðarleysis og doða. Að sumu leyti er það skiljanlegt; áfall- ið sem dundi yfir haustið 2008 var stórt og því er eðlilegt að það taki tíma að ná áttum. Nú er hins vegar kominn tími til að taka á sig rögg og horfa til framtíðar því við stöndum frammi fyrir ein- stöku tækifæri til að byggja upp á nýjum grunni og setja okkur nýja og skýra framtíðarsýn. FRAMTÍÐARSÝNIN MIKILVÆG Á þessum tímamótum er lykil- atriði að hafa kjark til að horfa til langs tíma, það nægir ekki að setja niður tólf til átján mán- aða markmið. Skammtímalausn- ir geta ef til vill „reddað“ okkur til skamms tíma litið, en hættan er sú að þær geri langtímahorf- ur okkar verri. Við þurfum að hafa dug og þor til að setja okkur framtíðarsýn og markmið til tíu til fimmtán ára, og við þurfum að hafa úthald til að fylgja þeim eftir. Þrátt fyrir að afraksturinn taki tíma að koma í ljós verðum við að gera okkur grein fyrir því að það réttlætir ekki frestun umræðu og ákvarðana. Það eru einmitt ákvarðanirnar sem við tökum í dag sem munu þegar upp er stað- ið koma okkur á þann áfangastað sem við sækjumst eftir. ÍSLAND FYRIRMYND ANNARRA Ég er sannfærð um að Ísland hefur alla burði til að vera fyrir- mynd annarra landa hvað varðar skynsamlega nýtingu náttúruauð- linda, þróun hreinnar orku, mann- virðingu, heiðarlega og gagnsæja viðskiptahætti, fjölbreytileika og jöfn tækifæri. Til þess að svo megi verða þurfum við bæði að hlúa að sérstöðu okkar og huga vel að því hvernig við ráðstöfum þeim auðlindum sem náttúra og mann- auður okkar hefur að geyma og við þurfum að festa okkur í sessi sem ábyrgur og eftirsóttur aðili í alþjóða samstarfi. INNGANGA Í ESB Innganga í Evrópusambandið er að mínu mati ein mikilvægasta ákvörðunin sem við stöndum frammi fyrir. Það val má ekki stjórnast af þröngum sérhags- munum né skammtímasjónar- miðum. Ég tel að sjálfstæði þjóðarinn- ar verði best tryggt með nánum tengslum við alþjóðasamfélagið. Einangrun, einhæft atvinnulíf og afturhvarf til fortíðar mun ekki skila langtímaárangri. Innganga í Evrópusamband- ið tryggir okkur jafnframt lang- tímalausn í gjaldmiðlamálum. Það er löngu úrelt sjónarmið að ör- myntin krónan færi okkur sveigj- anleika og sjálfstæði í hagstjórn. Því miður hefur sú tálsýn átt stór- an þátt í að koma okkur í þann vanda sem við glímum nú við. Þau rök sem gjarnan eru notuð gegn aðild að Evrópusambandinu eru hve langan tíma það taki að fá evruna, það er að aðild muni ekki „redda málum“ til skemmri tíma. Hér er gríðarlega mikil- vægt að huga að langtímahags- munum þjóðarinnar: Við munum ekki geta byggt upp samkeppn- ishæft atvinnulíf með gjaldmiðil sem er einskis virði í alþjóðlegum viðskiptum. MENNTUN OG NÝSKÖPUN Það er grundvallaratriði að nýta næstu ár vel til að styrkja innviði íslenska samfélagsins. Það gerum við fyrst og fremst í gegnum gott og skilvirkt menntakerfi. Vissu- lega skipta heilbrigðis- og vel- ferðarmál miklu máli en fram- tíðarfjárfesting samfélagsins liggur fyrst og fremst í uppbygg- ingu menntunar. Þannig er öflug menntun grundvöllur nýsköpun- ar og fjölbreytts atvinnulífs. Við þurfum að halda vöku okkar gagn- vart þróun og endurbótum í mennt- un og vera tilbúin að gera nauð- synlegar breytingar sem tryggja gæði, skilvirkni og skynsamlega nýtingu fjármuna. Efling mennt- unar er grunnur að uppbyggingu samfélags sem getur nýtt auð- lindir á skynsaman hátt, þannig að þær skili hagsæld og verðmæt- um ekki einungis til okkar sem nú byggjum landið heldur einnig til komandi kynslóða. HORFA Á LANGTÍMAMARKMIÐIN Ég tel að nú um áramót beri okkur að taka á okkur rögg og vera óhrædd við að beina sjónum okkar út yfir ásakanir og skammtíma- sjónarmið og einbeita okkur að nýrri framtíðarsýn og langtíma- markmiðum. Það er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum, skylda sem okkur ber að efna. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital: Hugsum til lengri tíma Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Lágmarkskaup 5.000 kr. Enginn munur á kaup- og sölugengi. » » » » » innlán ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf90% 10% RÍKISVÍXLASJÓÐUR Traustur kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.