Fréttablaðið - 30.12.2009, Page 34

Fréttablaðið - 30.12.2009, Page 34
MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR10 I N N L E N D U R A N N Á L L Á hrifa af ofhitnun hag- kerfisins síðustu ár og hruninu í fyrra gætti enn á árinu sem er að líða. Í raun má segja að allt hafi verið á suðupunkti. JANÚAR „Við höfum úr háum söðli að detta en ekki Simbabve,“ sagði Gylfi Magnússon, þá dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, um umfjöll- un vikuritsins Economist um hag- vöxt á heimsvísu í fyrstu viku árs- ins. Ísland vermdi botnsætið enda reiknað með tíu prósenta sam- drætti hér í kjölfar bankahruns- ins. Væntingarnar voru tvöfalt verri en í Afríkuríkinu Simbabve. Gylfi benti á að Simbabve hafi um árabil glímt við efnahagsþreng- ingar, áttatíu prósenta atvinnu- leysi og hungursneyð. Því sé ekki að skipta hér. Seðlabankinn flutti átján pró- senta stýrivexti með sér inn í nýtt ár og vildu margir koma þeim niður. „Ég hafna því að það sé nokkur ágreiningur innan Seðlabankans í peningamálum,“ sagði Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri um ósamræmi á milli bankastjórnar Seðlabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Bankastjórnin vildi lækka stýrivexti. Fréttablaðið sagði hag- fræðisvið bankans og AGS því mótfallið. Fleira var á suðupunkti en hag- kerfið. Ríkisstjórnin var í frjálsu falli og sneru stuðningsmenn við henni baki. „Ég hef aldrei verið í vafa um að ég ber hluta af hinni pólit- ísku ábyrgð og hef alltaf ætlað að axla hana,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er hann sagði óvænt af sér embætti undir lok mánaðar. Á sama tíma vék hann forstjóra Fjármálaeftir- litsins frá ásamt stjórn þess. Svo féll ríkisstjórnin. Jóhanna Sigurð- ardóttir tók við stól forsætisráð- herra af Geir Haarde í nafni Sam- fylkingar og Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri-grænna, tók við fjármálaráðuneytinu. Gæfan virtist almennt hafa snúið baki við landinu, ekki síst heimilum og fyrirtækjum. FEBRÚAR „Brýnasta verkefni ríkisstjórn- arinnar er að endurreisa traust á fjármálakerfi landsins. Grund- völlur þess er að gera breytingar á yfirstjórn Seðlabankans,“ sagði Jóhanna og sendi bankastjórun- um þremur í Seðlabankanum bréf þar sem farið var fram á að þeir færu samstundis frá. Hún lagði sömuleiðis fram stjórnarfrum- varp, sem gerði ráð fyrir einum seðlabankastjóra í stað þriggja. Sá skyldi hafa meistarapróf í hag- fræði. Sjálfstæðismenn urðu æva- reiðir og sögðu frumvarpið sniðið til þess eins að koma Davíð Odds- syni úr Seðlabankanum. Ingimundur Friðriksson var fyrstur til að hlýða kalli ráðherra en þeir Davíð og Eiríkur Guðna- son neituðu að hreyfa sig fyrr en frumvarpið yrði að lögum. Um svipað leyti settu skila- nefndir Glitnis og Landsbankans Baugi stólinn fyrir dyrnar. Lán til félagsins voru gjaldfelld og gengið að eignum í Bretlandi. Hreinsunarstarf var hafið og mælti sænski bankasérfræðing- urinn Mats Josefsson með því að „eitraðar eignir nýju bankanna“ yrðu færðar í sérstakt eigna- umsýslufélag. Þar á meðal voru helstu fjárfestingafélög lands- ins, fyrirtæki í byggingariðnaði og stór bílaumboð. Þegar halla tók á mánuðinn sáust fyrstu merki um uppstokk- un á bankakerfinu og hugsanlega aðkomu erlendra kröfuhafa að nýju bönkunum. Frumvarp forsætisráðherra um breytingar á Seðlabankanum varð loks að lögum í lok mánað- ar og kvöddu þeir Davíð og Ei- ríkur samstarfsfólk sitt. Norski hagfræðingurinn Svein Harald Øygard tók við starfi þeirra. MARS Endurreisnarnefnd Sjálfstæðis- flokksins setti út óvænt spil þegar hún sagði í drögum að ályktun far- sælast að ganga til viðræðna við Evrópusambandið um gjaldeyris- mál enda erfitt að byggja upp efna- hagslíf að nýju með ónýta krónu. Höfundur var Ólafur Ísleifsson hagfræðingur sem jafnframt á sæti í Skuggabankastjórn Mark- aðarins. Drögin skrifaði hann að beiðni flokksins. Hugmyndirnar urðu að engu enda samræmdust þær ekki stefnu flokksins. Þrátt fyrir væntingar Seðla- bankans til að styrkja krónuna með belti og axlaböndum í formi gjald- eyrishafta nýttu fjárfestar allar þær glufur sem þeir komu auga á til að fara fram hjá þeim og keyptu krónur á aflandsmörkuðum. Uppskeran var ríkulega enda tug- prósenta munur á gengi evrunnar hér og á mörkuðum ytra. Þá féll Straumur í hendur skila- nefndar þegar hann gat ekki stað- ið við skuldbindingar sínar. Þetta var fyrsti bankinn sem féll í hend- ur ríkisins á árinu. Erlendir fjöl- miðlar sögðu hættu á þjóðar- gjaldþroti Íslands. Staðan veikt- ist hratt og atvinnuleysi jókst stöðugt. Þá fóru fleiri fyrirtæki á hliðina, flest í byggingaiðnaði. Seðlabankinn sagði átján pró- sent heimila landsins með nei- kvæða eiginfjárstöðu. Forsætis- ráðherra sagði hugsanlegt að af- skrifa stóran hluta skulda þeirra verst settu. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, var vongóður um að horfur í efnahagsmálum gætu batnað undir lok árs. Horfurnar voru ekki betri en svo að Byr greindi frá 29 millj- arða króna tapi. „Þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Ragnar Z. Guð- jónsson sparisjóðsstjóri og biðl- aði til ríkisins eftir eiginfjár- framlagi. Fimm sparisjóðir áttu eftir að bætast í hópinn. Sparisjóðabankinn og Spron komust ekki niður á hnén. Áður en til þess kom tók FME bank- ana yfir og heyra þeir nú sögunni til. APRÍL Decode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, ein af vonar- stjörnum íslenskra tæknifyrir- tækja, greindi frá því í uppgjöri sínu að fjármunir þess væru að brenna upp. Seðlabankinn leitaði allra ráða til að vinda ofan af jökla- bréfastaflanum svokallaða, eign- um erlendra aðila í krónum sem gjaldeyrishöftin áttu að halda föstum í landinu. Ein hugmynd- anna var að gefa erlendu fjár- festunum færi á að fjárfesta í ís- lenskum skuldabréfum útgefnum af íslenskum útflutningsfyrir- tækjum, sem myndu fá krónur í kassann en greiða til baka í er- lendri mynt. Þegar á reyndi var ekki áhugi á slíku. Fyrsta verk nýja seðlabanka- stjórans fólst í lækkun stýri- vaxta. Þá var punktur settur aftan við sögu Spron þegar MP Banki Árið sem Ísland var gert upp Ý M S A R T Ö L U L E G A R U P P L Ý S I N G A R 2 0 0 8 - 2 0 0 9 Ja n. ´ 08 Fe b. ´ 08 M ar . ´ 08 Ap r. ´0 8 M aí ´ 08 Jú n. ´ 08 Jú l. ´0 8 Ág ú. ´ 08 Se pt . ´ 08 O kt . ´ 08 N óv . ´ 08 D es . ´ 08 Ja n. ´ 09 Fe b. ´ 09 M ar . ´ 09 Ap r. ´0 9 M aí ´ 09 Jú n. ´ 09 Jú l. ´0 9 Ág ú. ´ 09 Se pt . ´ 09 O kt . ´ 09 N óv . ´ 09 D es . ´ 09 20 15 10 5 0 - 5 Verðbólga Landsframleiðsla Atvinnuleysi Stýrivextir Hagkerfið kólnaði hratt á árinu sem er að líða. Atvinnuleysi jókst verulega og tilvera fjölda fyrirtækja færðist í sögubækur. Árið einkenndist af upplausn fyrstu mánuðina. Á vordögum brettu menn upp ermarnar og hófu að taka til í rekstrinum. Hreinsunarstarfið stendur enn yfir. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson renndi yfir brot af því sem gerðist á árinu. HÖFUÐSTÖÐVAR MILESTONE Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu gögn upptæk í höfuðstöðvum Milestone á árinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Prósent

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.