Fréttablaðið - 02.01.2010, Page 8

Fréttablaðið - 02.01.2010, Page 8
8 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR Landsbankinn óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári með þökkum fyrir viðskiptin á liðnu ári. Útibú Landsbankans eru opin mánudaginn 4. janúar milli kl. 11 og 16. N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 40 36 7 Gleðilegt nýtl ár LÖGREGLUMÁL Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók um miðjan desember karlmann á þrítugs- aldri sem flutti með sér amfetamín til landsins. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var handtekinn við komuna í Leifs- stöð frá Berlín 14. desember. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins var hann með tæp fjögur kíló af amfetamíni falin í farangri sínum. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um aldur mannsins en að hann sé á milli tvítugs og þrítugs. Maðurinn var daginn eftir handtökuna úrskurð- aður í gæsluvarðhald í þrjár vikur, og rennur það því út næsta þriðjudag. Hann kærði ekki úrskurðinn til Hæstaréttar. Heimildir Fréttablaðsins herma að rannsókn lög- reglunnar á Suðurnesjum beinist ekki síst að því hverjir vitorðsmenn smyglarans eru og hvort hann hafi aðeins verið burðardýr eða átt stærri þátt í skipulagningunni. Af þeim sökum fást afar tak- markaðar upplýsingar um málið frá lögreglu. - sh Ungur maður handtekinn um miðjan desember við komuna frá Berlín: Með tæp fjögur kíló af amfetamíni LEIFSSTÖÐ Maðurinn var að koma frá Berlín þegar hann var handtekinn. FRÉTTABLAÐIÐ / VALGARÐUR FÉLAGSMÁL Öll börn sem fæðast á þessu ári munu fá handprjónaða húfu að gjöf frá Kvenfélagasam- bandi Íslands. Kvenfélagskonur um land allt hafa ákveðið að ráð- ast í þetta verkefni í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins. Fyrstu húfurnar voru afhentar á fæðing- ardeild Landspítalans í vikunni. Gert er ráð fyrir því að um fimm þúsund börn fæðist á þessu ári. Fæðingar fara fram á tíu stöðum og munu ljósmæður sem annast fæðingarnar afhenda foreldrum húfurnar. Með þessu vilja konur í kvenfélögunum senda hlýja kveðju til nýrra þjóðfélagsþegna og vekja athygli á því mikla og hljóðláta starfi sem unnið er af kvenfélög- um um landið allt. Hverri húfu mun fylgja heilla- óska kort með nafni þeirrar konu sem hana prjónaði og nafni kven- félagsins sem hún tilheyrir. Einn- ig hafa margir sem ekki tilheyra kvenfélögum boðist til að prjóna húfur. - þeb Kvenfélagasambandið heldur upp á 80 ára afmæli: Öll nýfædd börn fá handprjónaða húfu FYRSTA HÚFAN Rósa G. Bragadóttir ljós- móðir heldur á nýfæddum dreng sem fékk húfu frá Ásu Atladóttur úr stjórn Kvenfélagasambands Íslands. ÍSRAEL, AP Maður sem á árum áður upplýsti um kjarnorku- leyndarmál Ísraela og sat í fang- elsi fyrir það hefur nú verið handtekinn á ný. Samkvæmt upplýsingum ísra- elsku lögreglunnar var Morde- chai Vanunu handtekinn vegna gruns um að hann hefði hitt útlendinga, en með því hafi hann brotið gegn skilyrðum lausnar hans úr fangelsi árið 2004. Færa átti Mordechai fyrir dómara síðdegis í gær. Mordechai sat í fangelsi í átján ár. Hann var lágt settur tækni- maður í ísraelsku kjarnorkuveri og lak upplýsingum um starf- semina til Sunday Times í Lond- on árið 1986. Af gögnunum gátu sérfræðingar ráðið að Ísrael ætti sjötta stærsta kjarnorkuvopna- búr heims. - óká Frelsaður uppljóstrari í Ísrael: Tekinn fyrir að hitta útlendinga DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri, Óskar Svanur Barkarson, hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir stórfellt fíkniefnalaga- brot. Hann stóð, þriðjudaginn 16. desember árið 2008, að innflutn- ingi á tæplega 1,5 kílói af kóka- íni. Efnið ætlaði hann til sölu- dreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Fíkniefnin flutti maður- inn til Íslands frá Amsterdam, sem farþegi með flugi. Tollverð- ir fundu þau falin í botni ferða- tösku mannsins við komu hans til Keflavíkurflugvallar. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. - jss Karlmaður á fertugsaldri: Þrjú ár fyrir smygl á kókaíni 1. Hversu háa styrki utan ríkisframlaga fékk Framsóknar- flokkurinn árið 2006? 2. Hvaða þáttur kemur aftur á dagskrá Skjás eins í febrúar? 3. Við hvaða knattspyrnufélag samdi Gunnar Heiðar Þorvalds- son á dögunum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 ÍRAN Mir Hossein Mousavi, helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Írans, segist ekki vera hræddur við að deyja fyrir málstað sinn. Þetta sagði hann í yfirlýsingu á heima- síðu sinni, en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig opinber- lega síðan frændi hans var meðal þeirra sem voru drepnir í mót- mælum seint í síðasta mánuði. Mousavi setti einnig fram í yfirlýsingunni fimm þrepa lausn við ástandinu sem ríkt hefur í Íran frá því eftir forsetakosning- ar í júní síðastliðnum. Hann segir ríkisstjórnina, þingið og dómstóla þurfa að taka ábyrgð á ástandinu. Þau þurfi líka að gera gegnsæ lög til að tryggja sanngjarnar kosn- ingar, leysa pólitíska fanga úr haldi, viðurkenna fjölmiðlafrelsi og frelsi fólks til að mótmæla. Mousavi segir nauðsynlegt að stjórnvöld viðurkenni að alvarleg krísa ríki í landinu. Þangað til það sé gert sé ekki mögulegt að ráða fram úr vandanum. Þá segir hann að verði hann eða aðrir stjórnar- andstöðuleiðtogar handteknir eða drepnir muni það ekki róa ástand- ið. Hann væri þó ekki hræddur við að deyja fyrir vilja fólksins. Þannig svaraði hann hótunum klerka, sem sumir hverjir hafa krafist þess að stjórnarandstöðu- leiðtogar verði teknir af lífi fyrir að hlýða ekki valdstjórninni. Mousavi minntist þó ekki beint á lát frænda síns í þessu samhengi. Hann hét Seyed Ali Mousavi, og var meðal þeirra sem létu lífið þegar lögreglu- menn skutu á mótmælendur sem söfnuðust saman í Teheran 27. desember. Hann var skotinn í bakið, en stjórnvöld hafa neitað því að hann hafi verið skotinn af lögreglumönnum. Líkum þeirra sem voru drepnir var haldið á spítala og þannig var komið í veg fyrir að hægt væri að jarðsetja þau strax, eins og venja er. Fjöl- skylda Mousavis segir lík hans hafa verið tekið án leyfis fjöl- skyldunnar, til þess að koma í veg fyrir að jarðarför hans yrði notuð í mótmæli. Líkinu var skilað í vik- unni gegn því að fjölskyldan héldi jarðarförina í kyrrþey. thorunn@frettabladid.is Tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn Mir Hossein Mousavi segist reiðubúinn að deyja í baráttunni fyrir umbótum í Íran. Ekki muni róa ástandið að handtaka stjórnarandstöðuleiðtoga. MÓTMÆLI Þúsundir streymdu á götur Teheran á miðvikudag til stuðnings ríkisstjórn- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.