Fréttablaðið - 02.01.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 02.01.2010, Síða 42
4 fjölskyldan GAGN&GAMAN Heimsbókmenntir fyrir börn Bókin um munaðarleysingjann Oliver Twist er tvímælalaust eitt þekktasta verk Charles Dickens og telst til sígildra heimsbók- mennta. Sagan hefur verið efniviður fjölda kvikmynda og leikrita, og upp úr henni er sprott- inn söngleikurinn Oliver! en hann var frumsýndur við góðar undirtektir um jólin. Bókin er fáanleg í íslenskri þýðingu Hannesar J. Magnússonar og því hægur vandinn fyrir börn sem fullorðna að rifja upp kynnin við Oliver áður eða eftir að farið er á sýningu Þjóðleikhússins. Þess má geta að bókin er skreytt upphaf- legum koparstungumyndum eftir George Cruikshank. FRÓÐLEIKUR Liðið yfir ísinn Það er eitthvað rómantískt við skautaíþróttina, ekki síst þegar hún er stunduð á tjörnum og vötnum landsins. Heldur betur hefur viðrað vel til skautaiðkunar úti undanfarið í öllu frostinu. En þegar ekki viðrar til skautahlaups utandyra er hægt að nýta sér aðstöðuna í Skautahöll- inni í Laugardal. Þar er börnum einnig kennd grundvallaratriði íþróttarinnar í skautaskólanum fyrir byrjendur. Byrjendur eru á öllum aldri en yngst eru tekin inn börn sem verða fimm ára á árinu. Nánari upplýsingar á www. skautafelag.is 33 drengir á aldrinum 0 til 4 ára voru skráðir undir heitinu Kári í janúarbyrjun 2008 og var það nafn vinsælasta nafn drengja sem einungis báru eitt nafn. Á hæla þess fylgdu Dagur, Alexander, Gabríel og Tómas. 209 á þessum sama aldri báru hins vegar nafnið Jón sem var vinsælasta fyrra nafn af tveimur. Þar á eftir fylgdu Daní- el, Aron, Viktor og Alexander. Vinsælustu seinni nöfn 0 til fjögurra ára drengja voru Þór, Máni, Örn, Freyr og Ingi. 33 stúlkur á aldrinum 0 til 4 ára hétu Sara í ársbyrjun 2008 og var það nafn í fyrsta sæti stúlkna sem eitt nafn báru. Í sætin þar á eftir röðuðu sér Freyja, Katla, María og Katrín. 187 stúlkur í þessum yngsta aldurshópi báru nafnið Sara sem fyrra nafn af tveimur og var Sara líka vinsælasta nafnið af tvínefnum stúlkna. Þar á eftir fylgdu Anna, Emelía, Eva og Katrín. Vinsælustu seinni nöfn stúlkna voru María, Ósk, Rós, Sól, Lind.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.